Á hæsta viðbúnaðarstigi vegna óveðursins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2020 19:00 Á þriðja þúsund heimila og fyrirtækja urðu rafmagnslaus í óveðrinu sem gekk yfir í nótt og í morgun. RARIK starfar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna viðvarana sem eru í gildi fyrir morgundaginn. Vegir voru víða ýmist ófærir eða lokaðir í dag. Appelsínugul viðvörun var í gildi á Norðurlandi eystra, þar sem skyggni mjög lélegt og fyrir utan Akureyri mátti víða sjá yfirgefna bíla í vegkanti. Aflýsa þurfti flugferðum í morgun, bæði í Keflavík og innanlands. Vegna áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur Icelandair ákveðið að flýta níu brottförum sem áætlaðar voru í fyrramálið. Þetta hefur áhrif á um 1.700 farþega og verða allar brottfarir rétt eftir miðnætti í kvöld. Talið er líklegt að flug raskist einnig á morgun og eru farþegar beðnir um að fylgjast vel með. Neyðarstjórn RARIK var virkjuð vegna óveðursins. „Við erum með fyrirtækið á hæsta viðbúnaðarstigi og við munum vera það út morgundaginn að minnsta kosti," segir Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIK. Neyðarstjórnin var síðast virkjuð í óveðrinu í desember og er óvenjulegt að fyrirtækið fari tvisvar á svo skömmum tíma í hæsta viðbúnað. „Kerfið á Norðurlandi sérstaklega er svolítið laskað eftir þetta og við erum því kannski ennþá meira á varðbergi en venjulega," segir Helga. Ein rafmagnstruflun vegna seltu komm upp í Mýrdal í dag og er seltan eitt helsta áhyggjuefni RARIK næsta sólarhringinn. Mest var um rafmagnsleysi í Borgarfirði í morgun. Stuttar truflanir voru í nágrenni við Búðardal og einnig í Hörgársveit. Þá kom upp truflun í Norðfjarðarsveit og í Öræfum. „Þetta eru svona 2.400 viðskiptavinir sem hafa orðið rafmagnslausir í styttri eða lengri tíma. Þeir lengstu í upp í sjö til átta tíma," segir Helga. Veður Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Á þriðja þúsund heimila og fyrirtækja urðu rafmagnslaus í óveðrinu sem gekk yfir í nótt og í morgun. RARIK starfar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna viðvarana sem eru í gildi fyrir morgundaginn. Vegir voru víða ýmist ófærir eða lokaðir í dag. Appelsínugul viðvörun var í gildi á Norðurlandi eystra, þar sem skyggni mjög lélegt og fyrir utan Akureyri mátti víða sjá yfirgefna bíla í vegkanti. Aflýsa þurfti flugferðum í morgun, bæði í Keflavík og innanlands. Vegna áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur Icelandair ákveðið að flýta níu brottförum sem áætlaðar voru í fyrramálið. Þetta hefur áhrif á um 1.700 farþega og verða allar brottfarir rétt eftir miðnætti í kvöld. Talið er líklegt að flug raskist einnig á morgun og eru farþegar beðnir um að fylgjast vel með. Neyðarstjórn RARIK var virkjuð vegna óveðursins. „Við erum með fyrirtækið á hæsta viðbúnaðarstigi og við munum vera það út morgundaginn að minnsta kosti," segir Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIK. Neyðarstjórnin var síðast virkjuð í óveðrinu í desember og er óvenjulegt að fyrirtækið fari tvisvar á svo skömmum tíma í hæsta viðbúnað. „Kerfið á Norðurlandi sérstaklega er svolítið laskað eftir þetta og við erum því kannski ennþá meira á varðbergi en venjulega," segir Helga. Ein rafmagnstruflun vegna seltu komm upp í Mýrdal í dag og er seltan eitt helsta áhyggjuefni RARIK næsta sólarhringinn. Mest var um rafmagnsleysi í Borgarfirði í morgun. Stuttar truflanir voru í nágrenni við Búðardal og einnig í Hörgársveit. Þá kom upp truflun í Norðfjarðarsveit og í Öræfum. „Þetta eru svona 2.400 viðskiptavinir sem hafa orðið rafmagnslausir í styttri eða lengri tíma. Þeir lengstu í upp í sjö til átta tíma," segir Helga.
Veður Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira