Fótbolti

„Fót­boltinn er orðinn við­skipta­grein og það er á­stæðan fyrir því að við erum hér“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona.
Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona. vísir/getty

Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, virðist ekki vera sáttur með að Ofurbikarinn á Spáni fari fram í Sádi-Arabíu.

Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í gær með 3-1 sigri á Valencia og hinn undanúrslitaleikurinn fer fram í kvöld milli Atletico Madrid og Barcelona.

Vanalega fer keppnin fram í ágúst og mætast þar sigurvegarinn úr spænsku deildinni og bikarnum en nú er þetta fjögurra liða mót sem fer fram í Sádi-Arabíu.

„Þetta undirstrikar það að fótboltinn er orðinn viðskiptagrein og þá ert horft til innkomunar,“ sagði Valverde.

Liðin fara ekki ekki tómhent heim og það gerir spænska sambandið ekki heldur.







„Það er ástæðan fyrir því að við erum hér. Þetta er allt annað skipulag en við eigum að venjast. Þetta var alltaf titill vetrarins og opnunarleikur tímabilsins og það var fínt fyrir mig.“

„Nú hefur þessu veirð breytt og þetta verður dæmt þegar þessu er lokið. Þetta er áhugavert með fjögur lið en frá íþróttalegu sjónarhorni er ég ekki viss.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×