Liverpool gerði á dögunum risa samning við íþróttavöruframleiðandann Nike og skiptir því úr New Balance í Nike frá og með næstu leiktíð.
Talið er að Evrópumeistararnir muni fá um 30 milljónir punda á ári fyrir samninginn en ekki hefur verið greint frá hversu langur samningurinn er.
Margir netverjar eru byrjaðir að leika sér með treyju Liverpool og tölfræðiveitan Squawka birti færslu á Twitter-síðu sinni í gær þar sem möguleikar voru birtir.
Nike LFC
— Squawka Football (@Squawka) January 9, 2020
Here's how the kits for the 2020/21 season *could* look...
Who will be the first signing of Liverpool's Nike era? pic.twitter.com/JzadkP2tq8
New Balance var þó ekki sátt með Liverpool og kærði málið fyrir dómstóla en Liverpool vann New Balance fyrir dómstólum.
Sitt sýnist hverjum um búninganna sem Squawka lék sér að búa til en þá má sjá hér að ofan.