Landsnet skilaði tæpum 1.850 milljónum króna í rekstrarhagnað á fyrstu sex mánuðum ársins og segir framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti afkomu fyrirtækisins vera samkvæmt áætlun og reksturinn stöðugan, þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður.
Árshlutareikningi Landsnets var lagður fram í gær og kemur þar fram að heildareignir félagsins í lok tímabilsins námu 122 milljónum króna, samanborið við 118,1 milljónir króna í lok árs 2019. Heildarskuldir námu í lok tímabilsins 67,4 milljónum króna.
Þá var eignarfjárhlutfall í lok tímabilsins 44,8 prósent samanborið við 45,9 prósent í lok árs 2019. Eigið fé nam í lok tímabilsins 54,6 milljónum króna. Handbært fé í lok júní nam 5,7 milljónum króna og handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 3,5 milljónum króna.
Fram kemur í tilkynningu frá Landsneti að unnið hafi verið við krefjandi aðstæður síðustu mánuði en ánægjulegt sé að sjá hve vel hafi tekist að halda rekstrinum stöðugum og samkvæmt áætlun. „Óveður setti svip á starfsemina í vetur og Covid-19 hefur haft áhrif bæði á okkur og viðskiptavini okkar.“