Gagnrýnir þá sem segja „All Lives Matter“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 10:30 Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir þá sem segja All Lives Matter. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir talsmenn All Lives Matter! og segir þá aðeins reyna að dylja kynþáttfordóma með notkun slagorðsins. Baráttan gangi síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru, heldu að „ekki sé hægt að drepa svertingja eins og þeir séu meindýr.“ Benedikt segir kæna pólitíkusa spila á tilfinningar hinna óttaslegnu, pakki skilaboðum sínum inn í bómull og tali niðrandi til svarts fólks og sýni þar með sitt rétta eðli. Þeir noti eftiráskýringar til að afsaka afstöðu sína oft með því að segja „sumir af bestu vinum þeirra séu svartir,“ skrifar Benedikt í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. „Nú eru þeir sem halda að þeir séu enn í felum með sína fordóma búnir að finna upp nýtt slagorð: All Lives Matter! Enginn getur verið á móti því, en baráttan gengur síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru,“ skrifar Benedikt. „Á Íslandi fiska slægir stjórnmálamenn í þessu grugguga vatni og verða varir, en veiðin er líklega mest marhnútar og afætur, þótt einstaka happdráttur fylgi stundum.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifaði nýverið pistil í Morgunblaðið þar sem hann lýsti yfir efasemdum um yfirstandandi réttindabaráttu svartra vestanhafs og telur hana fela í sér endurvakningu kynþáttahyggju. Sigmundur gagnrýndi þar einna helst pólitískan rétttrúnað og ímyndarstjórnmál. Eina sem hafi vantað vestanhafs hafi verið tilefni til að hefja byltingu. Það tilefni hafi komið í f ormi myndbandsins sem birt var af morðinu á George Floyd, bandarískum blökkumanni, sem var myrtur af lögreglumönnum. Að sögn Sigmundar voru lögreglumennirnir ákærðir en fljótlega hafi „ýmsir hópar [farið] að nýta sér málið í eigin þágu.“ „Rasistinn er sem betur fer auðþekkjanlegur og létt að fórnast hann. Hann talar háðslega um „góða fólkið“, „rétttrúnaðinn“ og „fórnarlambamenningu“. Hann er sá sem gerir gys að konum og fötluðum í góðra vina hópi. Þegar hann útskýrir að „hann sé ekki rasisti, en…“ erum við alveg viss.“ Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir talsmenn All Lives Matter! og segir þá aðeins reyna að dylja kynþáttfordóma með notkun slagorðsins. Baráttan gangi síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru, heldu að „ekki sé hægt að drepa svertingja eins og þeir séu meindýr.“ Benedikt segir kæna pólitíkusa spila á tilfinningar hinna óttaslegnu, pakki skilaboðum sínum inn í bómull og tali niðrandi til svarts fólks og sýni þar með sitt rétta eðli. Þeir noti eftiráskýringar til að afsaka afstöðu sína oft með því að segja „sumir af bestu vinum þeirra séu svartir,“ skrifar Benedikt í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. „Nú eru þeir sem halda að þeir séu enn í felum með sína fordóma búnir að finna upp nýtt slagorð: All Lives Matter! Enginn getur verið á móti því, en baráttan gengur síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru,“ skrifar Benedikt. „Á Íslandi fiska slægir stjórnmálamenn í þessu grugguga vatni og verða varir, en veiðin er líklega mest marhnútar og afætur, þótt einstaka happdráttur fylgi stundum.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifaði nýverið pistil í Morgunblaðið þar sem hann lýsti yfir efasemdum um yfirstandandi réttindabaráttu svartra vestanhafs og telur hana fela í sér endurvakningu kynþáttahyggju. Sigmundur gagnrýndi þar einna helst pólitískan rétttrúnað og ímyndarstjórnmál. Eina sem hafi vantað vestanhafs hafi verið tilefni til að hefja byltingu. Það tilefni hafi komið í f ormi myndbandsins sem birt var af morðinu á George Floyd, bandarískum blökkumanni, sem var myrtur af lögreglumönnum. Að sögn Sigmundar voru lögreglumennirnir ákærðir en fljótlega hafi „ýmsir hópar [farið] að nýta sér málið í eigin þágu.“ „Rasistinn er sem betur fer auðþekkjanlegur og létt að fórnast hann. Hann talar háðslega um „góða fólkið“, „rétttrúnaðinn“ og „fórnarlambamenningu“. Hann er sá sem gerir gys að konum og fötluðum í góðra vina hópi. Þegar hann útskýrir að „hann sé ekki rasisti, en…“ erum við alveg viss.“
Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira