Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Sylvía Hall skrifar 12. ágúst 2020 19:07 Þorsteinn Már Baldvinsson segir Samherja hafa ákveðið að reyna að ná til fólks með þáttunum þar sem fyrirtækið treystir ekki Ríkisútvarpinu. Vísir/Egill Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Verðlagsstofu hafa staðfest fullyrðingar Samherja þess efnis að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa sendi þó frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún staðfesti að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012. Tveir þeirra sem sátu í úrskurðarnefndinni á þessum tíma hafa staðfest við fréttastofu að þeir hafi fengið sömu gögn og Helgi Seljan á þessum tíma, en umfjöllun Kastljóss í mars 2012 byggði á umræddum gögnum. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, sem sat í úrskurðarnefndinni segir framgöngu Samherja „ómerkilega“ í ljósi þess að gögnin séu til. Að sögn Þorsteins skiptir helstu máli að ekki sé um skýrslu að ræða heldur vinnuskjal. Samherji hafi átt að fá að gera athugasemdir við hana og þá hafi ekki verið tilefni til þess að gera heilan Kastljósþátt um málið á sínum tíma. „Þetta voru örfá tonn af meðafla, oft á tíðum smár karfi. Við hefðum örugglega átt að fá leyfi til þess að hafa okkar skoðun á þessu, en að búa til heilan Kastljóssþátt um þetta mál, eru með stórar fullyrðingar um lögbrot – og við skulum hafa það í huga að þetta er svona 0,1 prósent af aflaverðmæti skipa Samherja, þetta er ekki eitt eða neitt,“ sagði Þorsteinn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ósammála því að gögnin séu trúnaðargögn „Ég tel það gríðarlega alvarlegt þegar útvarpsstjóri og fréttastjóri koma með stórkarlalega yfirlýsingu í gær og bera rangar sakir á bæði starfsmenn Samherja og starfsmenn Verðlagsstofu og segja það að skýrslan sé til. Fyrir mér eru þær fullyrðingar ósannar,“ sagði Þorsteinn um svar Ríkisútvarpsins í gær. Hann kallar enn og aftur eftir því að RÚV birti þau gögn sem umfjöllunin var byggð á þar sem þau eru ekki trúnaðargögn. Þó kom skýrt fram í yfirlýsingu Verðlagsstofu í dag að þau gögn sem Verðlagsstofa safnar og vinnur fyrir úrskurðarnefndina eru trúnaðargögn samkvæmt lögum og bæði starfsmenn og nefndarmenn séu bundnir þagnarskyldu varðandi efni þeirra. Þorsteinn segist ekki treysta vinnubrögðum RÚV og segir Samherja aldrei hafa fengið að eiga efnislega umræðu við stofnunina. Þess vegna hafi verið gripið til þess ráðs að ráðast í þáttagerð til þess að greina frá hlið Samherja í málinu, en fyrsti þátturinn birtist í gær. „Við skulum athuga það að það var gerð húsleit hjá okkur og það var mjög alvarlegt mál og við höfum aldrei náð að hafa neina efnislega umræðu við RÚV […] og þess vegna grípum við til þessa ráðs til þess að upplýsa fólk um þetta, vegna þess að við treystum ekki RÚV,“ segir Þorsteinn. Hann vill þó ekki tjá sig um hvenær sé von á næsta þætti. „Það kemur bara í ljós. Þetta er kannski ný nálgun til að nálgast fólk, við vitum það að RÚV er yfirburðarstór fjölmiðill á Íslandi og þetta er kannski leið okkar til að ná til fólks og upplýsa fólk.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Verðlagsstofu hafa staðfest fullyrðingar Samherja þess efnis að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa sendi þó frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún staðfesti að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012. Tveir þeirra sem sátu í úrskurðarnefndinni á þessum tíma hafa staðfest við fréttastofu að þeir hafi fengið sömu gögn og Helgi Seljan á þessum tíma, en umfjöllun Kastljóss í mars 2012 byggði á umræddum gögnum. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, sem sat í úrskurðarnefndinni segir framgöngu Samherja „ómerkilega“ í ljósi þess að gögnin séu til. Að sögn Þorsteins skiptir helstu máli að ekki sé um skýrslu að ræða heldur vinnuskjal. Samherji hafi átt að fá að gera athugasemdir við hana og þá hafi ekki verið tilefni til þess að gera heilan Kastljósþátt um málið á sínum tíma. „Þetta voru örfá tonn af meðafla, oft á tíðum smár karfi. Við hefðum örugglega átt að fá leyfi til þess að hafa okkar skoðun á þessu, en að búa til heilan Kastljóssþátt um þetta mál, eru með stórar fullyrðingar um lögbrot – og við skulum hafa það í huga að þetta er svona 0,1 prósent af aflaverðmæti skipa Samherja, þetta er ekki eitt eða neitt,“ sagði Þorsteinn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ósammála því að gögnin séu trúnaðargögn „Ég tel það gríðarlega alvarlegt þegar útvarpsstjóri og fréttastjóri koma með stórkarlalega yfirlýsingu í gær og bera rangar sakir á bæði starfsmenn Samherja og starfsmenn Verðlagsstofu og segja það að skýrslan sé til. Fyrir mér eru þær fullyrðingar ósannar,“ sagði Þorsteinn um svar Ríkisútvarpsins í gær. Hann kallar enn og aftur eftir því að RÚV birti þau gögn sem umfjöllunin var byggð á þar sem þau eru ekki trúnaðargögn. Þó kom skýrt fram í yfirlýsingu Verðlagsstofu í dag að þau gögn sem Verðlagsstofa safnar og vinnur fyrir úrskurðarnefndina eru trúnaðargögn samkvæmt lögum og bæði starfsmenn og nefndarmenn séu bundnir þagnarskyldu varðandi efni þeirra. Þorsteinn segist ekki treysta vinnubrögðum RÚV og segir Samherja aldrei hafa fengið að eiga efnislega umræðu við stofnunina. Þess vegna hafi verið gripið til þess ráðs að ráðast í þáttagerð til þess að greina frá hlið Samherja í málinu, en fyrsti þátturinn birtist í gær. „Við skulum athuga það að það var gerð húsleit hjá okkur og það var mjög alvarlegt mál og við höfum aldrei náð að hafa neina efnislega umræðu við RÚV […] og þess vegna grípum við til þessa ráðs til þess að upplýsa fólk um þetta, vegna þess að við treystum ekki RÚV,“ segir Þorsteinn. Hann vill þó ekki tjá sig um hvenær sé von á næsta þætti. „Það kemur bara í ljós. Þetta er kannski ný nálgun til að nálgast fólk, við vitum það að RÚV er yfirburðarstór fjölmiðill á Íslandi og þetta er kannski leið okkar til að ná til fólks og upplýsa fólk.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52
Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14
Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31