Hraðinn mesti munurinn á Svíþjóð og Íslandi: „Maður finnur meira fyrir þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2020 15:35 Svava Rós Guðmundsdóttir á ferðinni í landsleik. vísir/bára Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir hefur farið mikinn það sem af er leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hún hefur meðal annars skorað fimm mörk í fyrstu níu leikjunum. Svava gat sér gott orð sem kantmaður hjá Breiðabliki og Val hér heima, en hefur færst enn framar á völlinn eftir að hún fór í atvinnumennsku. Hún lék með Röa í Noregi 2018 en er á sinni annarri leiktíð með Kristianstad. „Þegar ég flutti út til Noregs breytti ég um stöðu og fór að spila framar á vellinum, og mér líkar mjög vel við að spila þarna frammi. Ég get náttúrulega spilað bæði á kanti og frammi en finnst mjög gott að vera fremst að hlaupa á eftir boltanum. Ég get hlaupið til beggja átta og hef meiri breidd þar,“ sagði Svava í viðtali við Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport. Bætt sig mikið í varnarleiknum Svava segir muninn á íslenska og sænska boltanum að miklu leyti felast í hraðanum. „Á Íslandi var maður kannski með þeim hröðustu og stundum auðvelt að hlaupa á eftir boltanum en hérna er maður með 1-2 leikmenn í bakinu eða nálægt sér. Hraðinn er aðalmunurinn en svo er hérna heilt yfir sterkari og breiðari hópur hjá hverju liði,“ sagði Svava, og hló létt þegar Helena benti á að hún virtist nú samt sem áður eiga frekar gott með að stinga mótherja sína í Svíþjóð af: „Já, en maður finnur meira fyrir þeim. Þær eru sterkari og fljótari.“ Hjá Kristianstad ræður Elísabet Gunnarsdóttir ríkjum og Svava hefur gott eitt um þjálfarann sinn að segja: „Hún veit upp á hundrað hvað hún er að gera. Taktík og allt svoleiðis. Eftir að ég kom til hennar finnst mér ég búin að bæta varnarvinnu mjög mikið, og mér finnst hún frábær þjálfari.“ Klippa: Pepsi Max mörkin - Svava Rós stendur sig vel í Svíþjóð Sænski boltinn Fótbolti Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Matthías og Svava á skotskónum Mattías Vilhjálmsson og Svava Rós Guðmundsdóttir voru bæði á skotskónum í knattspyrnunni á Norðurlöndunum í dag. 8. ágúst 2020 19:09 Sjáðu Svövu skora sitt fjórða mark í frábærri endurkomu Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad sem náði í stig gegn Djurgården, liði Guðrúnar Arnardóttur, þrátt fyrir að vera 3-0 undir eftir 40 mínútna leik. 25. júlí 2020 15:13 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira
Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir hefur farið mikinn það sem af er leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hún hefur meðal annars skorað fimm mörk í fyrstu níu leikjunum. Svava gat sér gott orð sem kantmaður hjá Breiðabliki og Val hér heima, en hefur færst enn framar á völlinn eftir að hún fór í atvinnumennsku. Hún lék með Röa í Noregi 2018 en er á sinni annarri leiktíð með Kristianstad. „Þegar ég flutti út til Noregs breytti ég um stöðu og fór að spila framar á vellinum, og mér líkar mjög vel við að spila þarna frammi. Ég get náttúrulega spilað bæði á kanti og frammi en finnst mjög gott að vera fremst að hlaupa á eftir boltanum. Ég get hlaupið til beggja átta og hef meiri breidd þar,“ sagði Svava í viðtali við Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport. Bætt sig mikið í varnarleiknum Svava segir muninn á íslenska og sænska boltanum að miklu leyti felast í hraðanum. „Á Íslandi var maður kannski með þeim hröðustu og stundum auðvelt að hlaupa á eftir boltanum en hérna er maður með 1-2 leikmenn í bakinu eða nálægt sér. Hraðinn er aðalmunurinn en svo er hérna heilt yfir sterkari og breiðari hópur hjá hverju liði,“ sagði Svava, og hló létt þegar Helena benti á að hún virtist nú samt sem áður eiga frekar gott með að stinga mótherja sína í Svíþjóð af: „Já, en maður finnur meira fyrir þeim. Þær eru sterkari og fljótari.“ Hjá Kristianstad ræður Elísabet Gunnarsdóttir ríkjum og Svava hefur gott eitt um þjálfarann sinn að segja: „Hún veit upp á hundrað hvað hún er að gera. Taktík og allt svoleiðis. Eftir að ég kom til hennar finnst mér ég búin að bæta varnarvinnu mjög mikið, og mér finnst hún frábær þjálfari.“ Klippa: Pepsi Max mörkin - Svava Rós stendur sig vel í Svíþjóð
Sænski boltinn Fótbolti Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Matthías og Svava á skotskónum Mattías Vilhjálmsson og Svava Rós Guðmundsdóttir voru bæði á skotskónum í knattspyrnunni á Norðurlöndunum í dag. 8. ágúst 2020 19:09 Sjáðu Svövu skora sitt fjórða mark í frábærri endurkomu Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad sem náði í stig gegn Djurgården, liði Guðrúnar Arnardóttur, þrátt fyrir að vera 3-0 undir eftir 40 mínútna leik. 25. júlí 2020 15:13 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira
Matthías og Svava á skotskónum Mattías Vilhjálmsson og Svava Rós Guðmundsdóttir voru bæði á skotskónum í knattspyrnunni á Norðurlöndunum í dag. 8. ágúst 2020 19:09
Sjáðu Svövu skora sitt fjórða mark í frábærri endurkomu Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad sem náði í stig gegn Djurgården, liði Guðrúnar Arnardóttur, þrátt fyrir að vera 3-0 undir eftir 40 mínútna leik. 25. júlí 2020 15:13