Segir „alveg á hreinu“ að gögnin sem Samherji segir fölsuð hafi verið til Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 12. ágúst 2020 12:26 Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, segir úrskurðarnefnd útgerðar-og sjómanna hafa haft gögnin til meðferðar. stöð 2 Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. Hann hafi sjálfur séð þau gögn sem sögð hafa verið fölsuð í myndbandinu. Fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna tekur undir það en þeir sátu báður í úrskurðarnefnd útgerðar- og sjómanna. Samherji birti í gær myndbandið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ á Youtube þar sem Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið eru sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012. Þar var fyrirtækið sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins, sat í úrskurðarnefnd útgerðar-og sjómanna frá 1998 til 2014 og segist hafa séð sömu gögn og Helgi vísar til í umræddum Kastljóssþætti. „Við fengum þessi gögn, það er alveg á hreinu. Í úrskurðarnefndinni þar sátu fulltrúar útgerðamanna og sjómanna,“ segir Sævar. Samkvæmt tölvupósti frá deildarstjóra Verðlagsstofu skiptaverðs var engin skýrsla gerð í karfarannsókn stofnunarinnar. Sævar segir það rétt, upplýsingarnar hafi komið fram á minnisblöðum. Voru upplýsingarnar settar fram í skýrsluformi, minnisblöðum eða öðrum gögnum? „Allt saman meira og minna í minnisblöðum,“ segir Sævar. Það hafi engar eiginlegar skýrslur verið gerðar um þessi mál, það hefði þurft heljarinnar mannskap til þess. Sævar er ósáttur við umfjöllun Samherja á Youtube. „Mér finnst þetta ómerkilegt, fyrir neðan allar hellur í raun og veru að ráðast á manninn en ekki efnið. Þeir [Samherji] hljóta að geta fengið þessar upplýsingar hjá úrskurðarnefndin. Þau eru til og þetta er opinber nefnd.“ Seðlabankinn gerði húsleit hjá Samherja sama dag og Kastjósþátturinn fór í loftið og fór í kjölfarið í mál við fyrirækið. Samherji var á endanum sýknaður í Hæstarétti. „Hann var ekki sýknaður efnislega,“ segir Sævar. „Það var „lapsus“ í málinu sem gerði það að verkum að hann var sýknaður eins og ég las það, en ég er ekki lögfróður maður.“ Guðmundur Ragnarsson segist hafa fengið sömu gögn frá Verðlagsstofu skiptaverðs.vísir Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sat einnig í úrskurðarnefndinni þegar málið kom upp og segist hafa séð sömu gögn og Helgi Seljan vísaði til í Kastljóssþættinum. „Það koma upp mál þar sem verðlagningin er að okkar viti ekki rétt. Þá voru fyrirtækin fengin til að lagfæra eða leiðrétta það. Það var búið að gera athugasemdir við Samherja um þessa verðlagningu á karfa. Það er ekkert leyndarmál,“ segir Guðmundur. Og gerðu þeir lagfæringar í framhaldinu? „Nei, það var kannski ástæðan fyrir því að við vorum orðnir þreyttir.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Þetta er ekkert Davíð og Golíat“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að „upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV“. 11. ágúst 2020 19:49 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. Hann hafi sjálfur séð þau gögn sem sögð hafa verið fölsuð í myndbandinu. Fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna tekur undir það en þeir sátu báður í úrskurðarnefnd útgerðar- og sjómanna. Samherji birti í gær myndbandið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ á Youtube þar sem Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið eru sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012. Þar var fyrirtækið sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins, sat í úrskurðarnefnd útgerðar-og sjómanna frá 1998 til 2014 og segist hafa séð sömu gögn og Helgi vísar til í umræddum Kastljóssþætti. „Við fengum þessi gögn, það er alveg á hreinu. Í úrskurðarnefndinni þar sátu fulltrúar útgerðamanna og sjómanna,“ segir Sævar. Samkvæmt tölvupósti frá deildarstjóra Verðlagsstofu skiptaverðs var engin skýrsla gerð í karfarannsókn stofnunarinnar. Sævar segir það rétt, upplýsingarnar hafi komið fram á minnisblöðum. Voru upplýsingarnar settar fram í skýrsluformi, minnisblöðum eða öðrum gögnum? „Allt saman meira og minna í minnisblöðum,“ segir Sævar. Það hafi engar eiginlegar skýrslur verið gerðar um þessi mál, það hefði þurft heljarinnar mannskap til þess. Sævar er ósáttur við umfjöllun Samherja á Youtube. „Mér finnst þetta ómerkilegt, fyrir neðan allar hellur í raun og veru að ráðast á manninn en ekki efnið. Þeir [Samherji] hljóta að geta fengið þessar upplýsingar hjá úrskurðarnefndin. Þau eru til og þetta er opinber nefnd.“ Seðlabankinn gerði húsleit hjá Samherja sama dag og Kastjósþátturinn fór í loftið og fór í kjölfarið í mál við fyrirækið. Samherji var á endanum sýknaður í Hæstarétti. „Hann var ekki sýknaður efnislega,“ segir Sævar. „Það var „lapsus“ í málinu sem gerði það að verkum að hann var sýknaður eins og ég las það, en ég er ekki lögfróður maður.“ Guðmundur Ragnarsson segist hafa fengið sömu gögn frá Verðlagsstofu skiptaverðs.vísir Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sat einnig í úrskurðarnefndinni þegar málið kom upp og segist hafa séð sömu gögn og Helgi Seljan vísaði til í Kastljóssþættinum. „Það koma upp mál þar sem verðlagningin er að okkar viti ekki rétt. Þá voru fyrirtækin fengin til að lagfæra eða leiðrétta það. Það var búið að gera athugasemdir við Samherja um þessa verðlagningu á karfa. Það er ekkert leyndarmál,“ segir Guðmundur. Og gerðu þeir lagfæringar í framhaldinu? „Nei, það var kannski ástæðan fyrir því að við vorum orðnir þreyttir.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Þetta er ekkert Davíð og Golíat“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að „upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV“. 11. ágúst 2020 19:49 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
„Þetta er ekkert Davíð og Golíat“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að „upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV“. 11. ágúst 2020 19:49
Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum