Lögreglustjóri hættir eftir að niðurskurðarkalli var svarað Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 10:32 Carmen Best tók við stöðu lögreglustjóra árið 2018. Getty/Karen Ducey Lögreglustjóri Seattle-borgar í Bandaríkjunum sagði starfi sínu lausu í gær vegna niðurskurðarkröfu borgaryfirvalda. Ákvörðun þeirra er svar við ákalli mótmælenda um að löggæsluskipulag Bandaríkjanna verði endurskoðað í kjölfar morðsins á George Floyd í lok maí. Kallað hefur verið eftir því að fjármunir lögreglu renni heldur til félagslegra úrræða, áherslan verði lögð á geðheilbrigðisþjónustu, úrræði við fíknivanda og heimilisleysi, í stað þess að vígbúa lögregluna. Niðurskurðurinn og meðfylgjandi brotthvarf lögreglustjórans í Settle, Carmen Best, er af mörgum talin einhver eftirtektarverðustu eftirköst mótmælanna sem sett hafa svip á bandarískt samfélag frá andláti Floyd. „Megi von um bjartari tíma fæðast úr þessum þrengingum,“ sagði Best á blaðamannafundi í gær þegar hún tilkynnti um afsögn sína. Hún hafði gegnt embætti lögreglustjóra frá árinu 2018 eftir að hafa starfað sem lögregluþjónn í borginni frá árinu 1992. Best sagði að það sem hefði staðið hvað helst í henni væri samráðsleysi. Samtalið við borgaryfirvöld í Seattle hafi verið í skötulíki en áhrifin þeim mun meiri. Næstum samhljóða ákvörðun borgarstjórnar um að lækka fjárframlög til embættisins um 3,5 milljónir dala, sem er minna en 1 prósent af heildarframlögum, verði til þess að stöðugildum lögregluþjónar fækkar um 100 og laun yfirmanna lækki. Seattle-borg hyggst þess í stað auka fjármagn til félagslegra úrræða, sambærileg þeim sem mótmælendur hafa kallað eftir, um 17 milljónir dala. Forseti borgarstjórnar sagði af þessu tilefni að aukin framlög til þessara málaflokka myndu leiða til sparnaðar til lengri tíma litið. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Lögreglustjóri Seattle-borgar í Bandaríkjunum sagði starfi sínu lausu í gær vegna niðurskurðarkröfu borgaryfirvalda. Ákvörðun þeirra er svar við ákalli mótmælenda um að löggæsluskipulag Bandaríkjanna verði endurskoðað í kjölfar morðsins á George Floyd í lok maí. Kallað hefur verið eftir því að fjármunir lögreglu renni heldur til félagslegra úrræða, áherslan verði lögð á geðheilbrigðisþjónustu, úrræði við fíknivanda og heimilisleysi, í stað þess að vígbúa lögregluna. Niðurskurðurinn og meðfylgjandi brotthvarf lögreglustjórans í Settle, Carmen Best, er af mörgum talin einhver eftirtektarverðustu eftirköst mótmælanna sem sett hafa svip á bandarískt samfélag frá andláti Floyd. „Megi von um bjartari tíma fæðast úr þessum þrengingum,“ sagði Best á blaðamannafundi í gær þegar hún tilkynnti um afsögn sína. Hún hafði gegnt embætti lögreglustjóra frá árinu 2018 eftir að hafa starfað sem lögregluþjónn í borginni frá árinu 1992. Best sagði að það sem hefði staðið hvað helst í henni væri samráðsleysi. Samtalið við borgaryfirvöld í Seattle hafi verið í skötulíki en áhrifin þeim mun meiri. Næstum samhljóða ákvörðun borgarstjórnar um að lækka fjárframlög til embættisins um 3,5 milljónir dala, sem er minna en 1 prósent af heildarframlögum, verði til þess að stöðugildum lögregluþjónar fækkar um 100 og laun yfirmanna lækki. Seattle-borg hyggst þess í stað auka fjármagn til félagslegra úrræða, sambærileg þeim sem mótmælendur hafa kallað eftir, um 17 milljónir dala. Forseti borgarstjórnar sagði af þessu tilefni að aukin framlög til þessara málaflokka myndu leiða til sparnaðar til lengri tíma litið.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira