Lögreglustjóri hættir eftir að niðurskurðarkalli var svarað Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 10:32 Carmen Best tók við stöðu lögreglustjóra árið 2018. Getty/Karen Ducey Lögreglustjóri Seattle-borgar í Bandaríkjunum sagði starfi sínu lausu í gær vegna niðurskurðarkröfu borgaryfirvalda. Ákvörðun þeirra er svar við ákalli mótmælenda um að löggæsluskipulag Bandaríkjanna verði endurskoðað í kjölfar morðsins á George Floyd í lok maí. Kallað hefur verið eftir því að fjármunir lögreglu renni heldur til félagslegra úrræða, áherslan verði lögð á geðheilbrigðisþjónustu, úrræði við fíknivanda og heimilisleysi, í stað þess að vígbúa lögregluna. Niðurskurðurinn og meðfylgjandi brotthvarf lögreglustjórans í Settle, Carmen Best, er af mörgum talin einhver eftirtektarverðustu eftirköst mótmælanna sem sett hafa svip á bandarískt samfélag frá andláti Floyd. „Megi von um bjartari tíma fæðast úr þessum þrengingum,“ sagði Best á blaðamannafundi í gær þegar hún tilkynnti um afsögn sína. Hún hafði gegnt embætti lögreglustjóra frá árinu 2018 eftir að hafa starfað sem lögregluþjónn í borginni frá árinu 1992. Best sagði að það sem hefði staðið hvað helst í henni væri samráðsleysi. Samtalið við borgaryfirvöld í Seattle hafi verið í skötulíki en áhrifin þeim mun meiri. Næstum samhljóða ákvörðun borgarstjórnar um að lækka fjárframlög til embættisins um 3,5 milljónir dala, sem er minna en 1 prósent af heildarframlögum, verði til þess að stöðugildum lögregluþjónar fækkar um 100 og laun yfirmanna lækki. Seattle-borg hyggst þess í stað auka fjármagn til félagslegra úrræða, sambærileg þeim sem mótmælendur hafa kallað eftir, um 17 milljónir dala. Forseti borgarstjórnar sagði af þessu tilefni að aukin framlög til þessara málaflokka myndu leiða til sparnaðar til lengri tíma litið. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Lögreglustjóri Seattle-borgar í Bandaríkjunum sagði starfi sínu lausu í gær vegna niðurskurðarkröfu borgaryfirvalda. Ákvörðun þeirra er svar við ákalli mótmælenda um að löggæsluskipulag Bandaríkjanna verði endurskoðað í kjölfar morðsins á George Floyd í lok maí. Kallað hefur verið eftir því að fjármunir lögreglu renni heldur til félagslegra úrræða, áherslan verði lögð á geðheilbrigðisþjónustu, úrræði við fíknivanda og heimilisleysi, í stað þess að vígbúa lögregluna. Niðurskurðurinn og meðfylgjandi brotthvarf lögreglustjórans í Settle, Carmen Best, er af mörgum talin einhver eftirtektarverðustu eftirköst mótmælanna sem sett hafa svip á bandarískt samfélag frá andláti Floyd. „Megi von um bjartari tíma fæðast úr þessum þrengingum,“ sagði Best á blaðamannafundi í gær þegar hún tilkynnti um afsögn sína. Hún hafði gegnt embætti lögreglustjóra frá árinu 2018 eftir að hafa starfað sem lögregluþjónn í borginni frá árinu 1992. Best sagði að það sem hefði staðið hvað helst í henni væri samráðsleysi. Samtalið við borgaryfirvöld í Seattle hafi verið í skötulíki en áhrifin þeim mun meiri. Næstum samhljóða ákvörðun borgarstjórnar um að lækka fjárframlög til embættisins um 3,5 milljónir dala, sem er minna en 1 prósent af heildarframlögum, verði til þess að stöðugildum lögregluþjónar fækkar um 100 og laun yfirmanna lækki. Seattle-borg hyggst þess í stað auka fjármagn til félagslegra úrræða, sambærileg þeim sem mótmælendur hafa kallað eftir, um 17 milljónir dala. Forseti borgarstjórnar sagði af þessu tilefni að aukin framlög til þessara málaflokka myndu leiða til sparnaðar til lengri tíma litið.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira