Telur líklegt að veiran komi frá Austur-Evrópu Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2020 18:30 Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir samfélagssmitið á Íslandi stafa af kórónuveiru sem líkast til hafi borist frá Austur-Evrópu. Hann útilokar að veiran hafi borist frá öruggu ríkjunum sem hafa verið undanþegin skimun hér á landi. Kári Stefánsson svaraði ásökunum í dag þess efnis að kórónuveirufaraldurinn hefði blossað upp aftur á Íslandi af því fyrirtæki hans hefði hætt skimunum á landamærunum. Vegna þess hefði þurft að fjölga fjölga ríkjum sem væru undanskilin skimun og þannig hefði veiran komist til landsins. Kári segir þetta rangt, fyrirtækið hans lánaði Landspítalanum tæki og tól og þjálfaði upp starfsfólk. Hann sé auk þess fullviss um að veiran kom ekki frá einu af þessum öruggu ríkjum. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. „Það vill svo til að það er veira sem er með mjög fágæta samsetningu af stökkbreytingum, svo fágæta að í alþjóðlegum gagnagrunni sem hýsir raðir úr 80.000 veirum, þá er bara ein veira með þessa samsetningu,“ segir Kári. Hann segir þessa raðgreiningu hafa verið framkvæmda í Sviss. Hann segir algjörlega útilokað að þetta afbrigði veirunnar hafi komið frá öruggu löndunum. „Þessi öruggu lönd eru flest með mikla raðgreiningu í gangi og við vitum hvað stökkbreytingamynstur kemur þaðan. Þannig að þetta kemur frá einhverjum óþekktu landi og ég væri ekkert hissa á því ef þetta kæmi frá Austur-Evrópu landi þar sem lítið er verið að raðgreiningar.“ Hann segir líkur á að veiran komi frá landi þar sem faraldurinn hefur verið í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki. „Vegna þess að það eru níu stökkbreytingar sem skilja þessa veiru frá veirunni sem kom frá Ítalíu á sínum tíma. Þannig að hún hefur annað hvort verið í upprunalandi sínu í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir samfélagssmitið á Íslandi stafa af kórónuveiru sem líkast til hafi borist frá Austur-Evrópu. Hann útilokar að veiran hafi borist frá öruggu ríkjunum sem hafa verið undanþegin skimun hér á landi. Kári Stefánsson svaraði ásökunum í dag þess efnis að kórónuveirufaraldurinn hefði blossað upp aftur á Íslandi af því fyrirtæki hans hefði hætt skimunum á landamærunum. Vegna þess hefði þurft að fjölga fjölga ríkjum sem væru undanskilin skimun og þannig hefði veiran komist til landsins. Kári segir þetta rangt, fyrirtækið hans lánaði Landspítalanum tæki og tól og þjálfaði upp starfsfólk. Hann sé auk þess fullviss um að veiran kom ekki frá einu af þessum öruggu ríkjum. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. „Það vill svo til að það er veira sem er með mjög fágæta samsetningu af stökkbreytingum, svo fágæta að í alþjóðlegum gagnagrunni sem hýsir raðir úr 80.000 veirum, þá er bara ein veira með þessa samsetningu,“ segir Kári. Hann segir þessa raðgreiningu hafa verið framkvæmda í Sviss. Hann segir algjörlega útilokað að þetta afbrigði veirunnar hafi komið frá öruggu löndunum. „Þessi öruggu lönd eru flest með mikla raðgreiningu í gangi og við vitum hvað stökkbreytingamynstur kemur þaðan. Þannig að þetta kemur frá einhverjum óþekktu landi og ég væri ekkert hissa á því ef þetta kæmi frá Austur-Evrópu landi þar sem lítið er verið að raðgreiningar.“ Hann segir líkur á að veiran komi frá landi þar sem faraldurinn hefur verið í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki. „Vegna þess að það eru níu stökkbreytingar sem skilja þessa veiru frá veirunni sem kom frá Ítalíu á sínum tíma. Þannig að hún hefur annað hvort verið í upprunalandi sínu í langan tíma eða smitað mjög stóran hóp af fólki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum