Íslandsmeistarinn náði tökum á keppniskvíða með hjálp sálfræðings Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2020 19:09 Bjarki fagnar sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. mynd/seth@golf.is Bjarki Pétursson, nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi, glímdi við mikinn keppniskvíða sem hann náði tökum á með hjálp íþróttasálfræðings. „Þegar ég fór út til Bandaríkjanna í háskóla fyrir að verða fimm árum byrjaði mér að vera óglatt á morgnana, átti eftir með að borða á morgnana, svaf illa og kastaði jafnvel upp fyrir hringi. Það má segja að þetta hafi verið besti tími lífsins og líka erfiður tími,“ sagði Bjarki í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. „Á þessum tíma byrja ég að vinna með íþróttasálfræðingi sem heitir Paul Duland og ég er búinn að vinna með honum í fimm ár. Hann hefur tekið mig algjörlega í gegn og hugsunarháttur og líðan á vellinum er allt önnur. Það er sigur fyrir mig að geta farið út á völl og verið sáttur með sjálfan mig og ánægður að spila.“ Eftir hálft ár í Kent State háskólanum í Ohio bað Bjarki um hjálp í baráttunni við kvíðann sem hamlaði honum mikið. Vaknaði 20 sinnum á nóttunni „Ég talaði við þjálfarann minn og sagði að þetta gengi ekki. Ég vissi að ég gat gert betur en það var ofboðslega mikið í gangi í hausnum á mér frá því ég fór að sofa, ég vaknaði kannski 20 sinnum á nóttunni og var alltaf með stein í maganum, og þangað til ég mætti í morgunmat. Ég náði engum mat niður og fór næringarlaus út á völl,“ sagði Borgnesingurinn. „Þetta var keðjuverkun sem átti sér stað og ég bað um hjálp og sem betur fer veittu þeir mér góða hjálp. Ég komst í kynni við Paul sem hefur hjálpað mér ótrúlega mikið.“ Fannst hann alltaf vera að bregðast öðrum Með hjálp íþróttasálfræðingsins breyttist nálgun Bjarka á leikinn og árangurinn lét ekki á sér standa. „Kvíðinn minn kom þannig út að mér fannst ég alltaf vera að gera þetta fyrir aðra. Ég var alltaf svo óánægður með sjálfan mig að ég væri alltaf að bregðast öðrum í kringum mig. Vinnan fór mikið í það að losa allar tilfinningar gagnvart leiknum,“ sagði Bjarki. „Það var þetta að vera ekki með alltof miklar tilfinningar gagnvart útkomunni.“ Bjarki lék frábærlega á Íslandsmótinu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á nýju mótsmeti, þrettán höggum undir pari. Klippa: Íslandsmeistarinn í golfi glímdi við keppniskvíða Golf Sportpakkinn Tengdar fréttir Bjarki sló mótsmet og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn Borgnesingurinn Bjarki Pétursson er Íslandsmeistari í golfi í fyrsta sinn en Íslandsmótið fór fram um helgina á Hlíðavelli i Mosfellsbæ. 9. ágúst 2020 17:34 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bjarki Pétursson, nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi, glímdi við mikinn keppniskvíða sem hann náði tökum á með hjálp íþróttasálfræðings. „Þegar ég fór út til Bandaríkjanna í háskóla fyrir að verða fimm árum byrjaði mér að vera óglatt á morgnana, átti eftir með að borða á morgnana, svaf illa og kastaði jafnvel upp fyrir hringi. Það má segja að þetta hafi verið besti tími lífsins og líka erfiður tími,“ sagði Bjarki í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. „Á þessum tíma byrja ég að vinna með íþróttasálfræðingi sem heitir Paul Duland og ég er búinn að vinna með honum í fimm ár. Hann hefur tekið mig algjörlega í gegn og hugsunarháttur og líðan á vellinum er allt önnur. Það er sigur fyrir mig að geta farið út á völl og verið sáttur með sjálfan mig og ánægður að spila.“ Eftir hálft ár í Kent State háskólanum í Ohio bað Bjarki um hjálp í baráttunni við kvíðann sem hamlaði honum mikið. Vaknaði 20 sinnum á nóttunni „Ég talaði við þjálfarann minn og sagði að þetta gengi ekki. Ég vissi að ég gat gert betur en það var ofboðslega mikið í gangi í hausnum á mér frá því ég fór að sofa, ég vaknaði kannski 20 sinnum á nóttunni og var alltaf með stein í maganum, og þangað til ég mætti í morgunmat. Ég náði engum mat niður og fór næringarlaus út á völl,“ sagði Borgnesingurinn. „Þetta var keðjuverkun sem átti sér stað og ég bað um hjálp og sem betur fer veittu þeir mér góða hjálp. Ég komst í kynni við Paul sem hefur hjálpað mér ótrúlega mikið.“ Fannst hann alltaf vera að bregðast öðrum Með hjálp íþróttasálfræðingsins breyttist nálgun Bjarka á leikinn og árangurinn lét ekki á sér standa. „Kvíðinn minn kom þannig út að mér fannst ég alltaf vera að gera þetta fyrir aðra. Ég var alltaf svo óánægður með sjálfan mig að ég væri alltaf að bregðast öðrum í kringum mig. Vinnan fór mikið í það að losa allar tilfinningar gagnvart leiknum,“ sagði Bjarki. „Það var þetta að vera ekki með alltof miklar tilfinningar gagnvart útkomunni.“ Bjarki lék frábærlega á Íslandsmótinu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á nýju mótsmeti, þrettán höggum undir pari. Klippa: Íslandsmeistarinn í golfi glímdi við keppniskvíða
Golf Sportpakkinn Tengdar fréttir Bjarki sló mótsmet og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn Borgnesingurinn Bjarki Pétursson er Íslandsmeistari í golfi í fyrsta sinn en Íslandsmótið fór fram um helgina á Hlíðavelli i Mosfellsbæ. 9. ágúst 2020 17:34 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bjarki sló mótsmet og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn Borgnesingurinn Bjarki Pétursson er Íslandsmeistari í golfi í fyrsta sinn en Íslandsmótið fór fram um helgina á Hlíðavelli i Mosfellsbæ. 9. ágúst 2020 17:34