Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 12:47 Ríkisútvarpið sendi frá sér yfirlýsingu vegna myndbands Samherja. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. Útgerðarfélagið sendi frá sér vefþátt í morgun þar sem það svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins árið 2012 um sölu Samherja á afla til dótturfélags. Í þættinum er Helgi Seljan borinn þungum sökum og sagður hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn. Í yfirlýsingu sem undirrituð er af útvarpsstjóra og fréttastjóra Ríkisútvarpsins segja þau miðilinn hafna þessum ásökunum „sem röngu.“ Helgi hafi ekki falsað eða átt við gögn og að umrædd skýrsla sem umfjöllun Ríkissútvarpsins „byggðist meðal annars á“ hafi verið raunveruleg. Ríkisútvarpið svarar að öðru leyti ekki efnislega því sem fram kemur í myndbandi Samherja, aðeins að útspil Samherja sé aðför að mannorð Helga. Aldrei hafi fyrirtæki gengið jafn langt í ófrægingarherferð eins og útgerðarfélagið geri með myndbandi sínu. „Það er líklega einsdæmi að stórfyrirtæki leggi í persónulega herferð gegn blaðamanni með áratugareynslu. Þessi grófa árás þjónar þeim eina tilgangi að skaða mannorð fréttamanns RÚV, sem hefur hvorki falsað gögn né „átt við þau“ og trúverðugleika fréttastofunnar,“ skrifa Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkissútvarpsins. „Kerfisbundin atlaga gegn fréttamiðlum til að verjast gagnrýninni umfjöllun er ekki ný af nálinni en sú aðferð sem Samherji beitir nú gengur mun lengra en þekkst hefur hér á landi. Það er umhugsunarvert,“ skrifa þau og bæta við: „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins og hefur kallað yfir sig reiði hagsmunaaðila með vinnu sinni, og nú herferð stórfyrirtækis gegn mannorði hans og æru. RÚV fordæmir þessa aðför sem gerð er að fréttamanninum með tilhæfulausum ásökunum.“ Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00 Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Sjá meira
Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. Útgerðarfélagið sendi frá sér vefþátt í morgun þar sem það svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins árið 2012 um sölu Samherja á afla til dótturfélags. Í þættinum er Helgi Seljan borinn þungum sökum og sagður hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn. Í yfirlýsingu sem undirrituð er af útvarpsstjóra og fréttastjóra Ríkisútvarpsins segja þau miðilinn hafna þessum ásökunum „sem röngu.“ Helgi hafi ekki falsað eða átt við gögn og að umrædd skýrsla sem umfjöllun Ríkissútvarpsins „byggðist meðal annars á“ hafi verið raunveruleg. Ríkisútvarpið svarar að öðru leyti ekki efnislega því sem fram kemur í myndbandi Samherja, aðeins að útspil Samherja sé aðför að mannorð Helga. Aldrei hafi fyrirtæki gengið jafn langt í ófrægingarherferð eins og útgerðarfélagið geri með myndbandi sínu. „Það er líklega einsdæmi að stórfyrirtæki leggi í persónulega herferð gegn blaðamanni með áratugareynslu. Þessi grófa árás þjónar þeim eina tilgangi að skaða mannorð fréttamanns RÚV, sem hefur hvorki falsað gögn né „átt við þau“ og trúverðugleika fréttastofunnar,“ skrifa Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkissútvarpsins. „Kerfisbundin atlaga gegn fréttamiðlum til að verjast gagnrýninni umfjöllun er ekki ný af nálinni en sú aðferð sem Samherji beitir nú gengur mun lengra en þekkst hefur hér á landi. Það er umhugsunarvert,“ skrifa þau og bæta við: „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins og hefur kallað yfir sig reiði hagsmunaaðila með vinnu sinni, og nú herferð stórfyrirtækis gegn mannorði hans og æru. RÚV fordæmir þessa aðför sem gerð er að fréttamanninum með tilhæfulausum ásökunum.“
Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00 Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Sjá meira
Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00
Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00