Samherjaþátturinn birtur Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 09:31 Þátturinn ber heitið Skýrslan sem aldrei var gerð. skjáskot Fyrsti vefþáttur Samherja hefur verið birtur. Þátturinn ber heitið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ og er það vísað til skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs frá árinu 2010. Skýrslan var þungamiðjan í umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, félagið hafi selt dótturfélagi sínu afla á undirverði. Það hafi svo orðið kveikjan að umfangsmikilli húsleit í höfuðstöðvum félagsins árið 2012. Samherji segir Verðlagsstofuna hins vegar hafa staðfest með skriflegu svari í apríl á þessu ári að umrædd skýrsla hafi aldrei verið gerð. Það sé því niðurstaða útgerðarfélagsins að Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hafi falsað umrædd gögn. Því til staðfestingar birtir Samherji í þætti sínum hljóðbrot af fundi Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns, og Helga þar sem heyra má fréttamanninn segjast hafa átt í erfiðleikum með að sannreyna umrædda skýrslu. Helgi segist þó hafa staðið í þeirri trú að skýrslan væri „legit“ - hún væri góð og gild. Heill þáttur af „röngum upplýsingum“ „Tölurnar sem Helgi Seljan þurfti að „tékka af“ eru rangar enda tók hann heldur ekki tillit til ólíkra söluskilmála, stærðar gullkarfans eða sölutíma. Helgi Seljan byggði því heilan þátt á röngum upplýsingum,“ segir í myndbandi Samherja. Í þættinum er meðal annars rætt við fyrrnefndan Jón Óttar og Jóhannes Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri framleiðslu og markaðsmála Síldarvinnslunnar sem Samherji á að stórum hluta, sem segist hafa varað Helga Seljan við því að fullyrðingar hans um afurðasöluna væru að líkindum ekki á rökum reistar. Að sama skapi segir Garðar Gíslason lögmaður Samherja í þættinum að húsleit Seðlabankans, sem sagt er að ráðist hafi verið í út af þessari afurðasölu, hafi verið „illa undirbúin“ og hálfgerð „veiðiferð stjórnvalds.“ Það hafi á endanum verið mat sérstaks saksóknara sem hafði þessi mál til skoðunar að Samherji hafi staðið skil á gjaldeyristekjum „af kostgæfni.“ Von er á viðbrögðum frá Ríkisútvarpinu síðar í dag vegna þeirra ásakana sem bornar eru á miðilinn í þættinum. Vefþátt Samherja má sjá hér að neðan. Útgerðarfélagið hefur boðað útgáfu fleiri þátta þegar fram líða stundir. Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Fyrsti vefþáttur Samherja hefur verið birtur. Þátturinn ber heitið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ og er það vísað til skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs frá árinu 2010. Skýrslan var þungamiðjan í umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, félagið hafi selt dótturfélagi sínu afla á undirverði. Það hafi svo orðið kveikjan að umfangsmikilli húsleit í höfuðstöðvum félagsins árið 2012. Samherji segir Verðlagsstofuna hins vegar hafa staðfest með skriflegu svari í apríl á þessu ári að umrædd skýrsla hafi aldrei verið gerð. Það sé því niðurstaða útgerðarfélagsins að Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hafi falsað umrædd gögn. Því til staðfestingar birtir Samherji í þætti sínum hljóðbrot af fundi Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns, og Helga þar sem heyra má fréttamanninn segjast hafa átt í erfiðleikum með að sannreyna umrædda skýrslu. Helgi segist þó hafa staðið í þeirri trú að skýrslan væri „legit“ - hún væri góð og gild. Heill þáttur af „röngum upplýsingum“ „Tölurnar sem Helgi Seljan þurfti að „tékka af“ eru rangar enda tók hann heldur ekki tillit til ólíkra söluskilmála, stærðar gullkarfans eða sölutíma. Helgi Seljan byggði því heilan þátt á röngum upplýsingum,“ segir í myndbandi Samherja. Í þættinum er meðal annars rætt við fyrrnefndan Jón Óttar og Jóhannes Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri framleiðslu og markaðsmála Síldarvinnslunnar sem Samherji á að stórum hluta, sem segist hafa varað Helga Seljan við því að fullyrðingar hans um afurðasöluna væru að líkindum ekki á rökum reistar. Að sama skapi segir Garðar Gíslason lögmaður Samherja í þættinum að húsleit Seðlabankans, sem sagt er að ráðist hafi verið í út af þessari afurðasölu, hafi verið „illa undirbúin“ og hálfgerð „veiðiferð stjórnvalds.“ Það hafi á endanum verið mat sérstaks saksóknara sem hafði þessi mál til skoðunar að Samherji hafi staðið skil á gjaldeyristekjum „af kostgæfni.“ Von er á viðbrögðum frá Ríkisútvarpinu síðar í dag vegna þeirra ásakana sem bornar eru á miðilinn í þættinum. Vefþátt Samherja má sjá hér að neðan. Útgerðarfélagið hefur boðað útgáfu fleiri þátta þegar fram líða stundir.
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03