Vonar að viðurlög hafi fælingarmátt til að forðast lokanir: „Einhverjar tekjur eru betri en engar“ Andri Eysteinsson skrifar 10. ágúst 2020 19:23 Lögreglan er boðin velkomin á Röntgen við Hverfisgötu til þess að taka út sóttvarnaraðgerðir sem staðarhaldarar hafa gripið til að sögn Ásgeirs Guðmundssonar, eins af meðeigendum staðarins. Ásgeir ræddi málin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum fækkað borðum og stólum töluvert og við höfum líka takmarkað fjöldann hér inni við 50 til 60 manns, umfram við þær reglur sem okkur hafa verið settar,“ segir Ásgeir um þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til á staðnum sem ekki hefur verið tekinn út af lögreglu í heimsóknum hennar um helgina. Ásgeir segir að þrátt fyrir ráðstafanir barsins sé það enn ekki í eðli mannsins að halda tveggja metra reglu hvor frá öðrum. „Það hefur vissulega verið einhver brotalöm á því. Það er nánd, kærleiki og samkennd í okkar eðli svo þetta er bara regla sem þarf að lærast,“ sagði Ásgeir. Þó að mikið æfing hafi hlotist í framfylgd tveggja metra reglunnar í vor sé um að ræða reglu sem gleymist fljótt. „Núna verður fólk að taka sér aftur smá tíma í að læra regluna upp á nýtt og viðhalda henni eins og best við getum.“ Ásgeir segist telja, og vona, að háar fjársektir og jafnvel boð um lokun staða, ef ekki er staðið sig í stykkinu er kemur að sóttvörnum, hafi með sér fælingarmátt. „Nú þurfum við veitingamenn, sérstaklega í ljósi umræðunnar undanfarna daga að taka höndum saman og virða þessar reglur og gera allt í okkar valdi til að hindra að okkur verði hreinlega gert að loka,“ sagði Ásgeir Guðmundsson hjá Röntgen áður en hann bætti við lokaorðunum. „Einhverjar tekjur eru betri en engar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Lögreglan er boðin velkomin á Röntgen við Hverfisgötu til þess að taka út sóttvarnaraðgerðir sem staðarhaldarar hafa gripið til að sögn Ásgeirs Guðmundssonar, eins af meðeigendum staðarins. Ásgeir ræddi málin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum fækkað borðum og stólum töluvert og við höfum líka takmarkað fjöldann hér inni við 50 til 60 manns, umfram við þær reglur sem okkur hafa verið settar,“ segir Ásgeir um þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til á staðnum sem ekki hefur verið tekinn út af lögreglu í heimsóknum hennar um helgina. Ásgeir segir að þrátt fyrir ráðstafanir barsins sé það enn ekki í eðli mannsins að halda tveggja metra reglu hvor frá öðrum. „Það hefur vissulega verið einhver brotalöm á því. Það er nánd, kærleiki og samkennd í okkar eðli svo þetta er bara regla sem þarf að lærast,“ sagði Ásgeir. Þó að mikið æfing hafi hlotist í framfylgd tveggja metra reglunnar í vor sé um að ræða reglu sem gleymist fljótt. „Núna verður fólk að taka sér aftur smá tíma í að læra regluna upp á nýtt og viðhalda henni eins og best við getum.“ Ásgeir segist telja, og vona, að háar fjársektir og jafnvel boð um lokun staða, ef ekki er staðið sig í stykkinu er kemur að sóttvörnum, hafi með sér fælingarmátt. „Nú þurfum við veitingamenn, sérstaklega í ljósi umræðunnar undanfarna daga að taka höndum saman og virða þessar reglur og gera allt í okkar valdi til að hindra að okkur verði hreinlega gert að loka,“ sagði Ásgeir Guðmundsson hjá Röntgen áður en hann bætti við lokaorðunum. „Einhverjar tekjur eru betri en engar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira