Sprenging í Baltimore Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 16:02 Húsin eru rústir einar eftir sprenginguna. AP Sprenging í norðvesturhluta bandarísku borgarinnar Baltimore í Bandaríkjunum jafnaði þrjú hús við jörðu í dag. Staðarmiðlar segja hið minnsta einn hafa farist í sprengingunni og að þrjú séu alvarlega særð. Þó svo að orsök sprengingarinnar sé óljós á þessari stundu beinast spjótin að gaslögnum hússins. Gasveitukerfi borgarinnar er víða sagt komið til ára sinna og er talið að það muni taka um tvo áratugi að lagfæra þær þúsundir kílómetra sem þarfnast endurnýjunar. Fólki hefur verið ráðlagt að halda sig frá svæðinu af ótta við gasleka. Slökkvilið borgarinnar sendi næstum 200 manns og níu slökkviliðsbíla á vettvang. Í tísti frá slökkviliðinu segist það hafa náð sambandi við einn íbúa hússins sem enn var fastur í rústunum. Í fyrstu var ætlað að um fimm kynnu að vera í sömu sporum, þar af nokkur börn. Íbúar hverfisins segja í samtali við Baltimore Sun að sprengingin hafi verið gríðarleg. Rúður og hurðar hafi t.a.m. til að mynda brotnað í nærliggjandi húsum. Krafturinn hafi verið slíkur að fólk hafi fallið um koll og íbúðir nötrað. Einn lýsir því hvernig honum hafi brugðið við sprenginguna, hlaupið út og séð spýtnabrak á við og dreif um hverfið. Björgunaraðgerðir standa enn og má sjá beina útsendingu frá Baltimore hér að neðan. Bandaríkin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Sprenging í norðvesturhluta bandarísku borgarinnar Baltimore í Bandaríkjunum jafnaði þrjú hús við jörðu í dag. Staðarmiðlar segja hið minnsta einn hafa farist í sprengingunni og að þrjú séu alvarlega særð. Þó svo að orsök sprengingarinnar sé óljós á þessari stundu beinast spjótin að gaslögnum hússins. Gasveitukerfi borgarinnar er víða sagt komið til ára sinna og er talið að það muni taka um tvo áratugi að lagfæra þær þúsundir kílómetra sem þarfnast endurnýjunar. Fólki hefur verið ráðlagt að halda sig frá svæðinu af ótta við gasleka. Slökkvilið borgarinnar sendi næstum 200 manns og níu slökkviliðsbíla á vettvang. Í tísti frá slökkviliðinu segist það hafa náð sambandi við einn íbúa hússins sem enn var fastur í rústunum. Í fyrstu var ætlað að um fimm kynnu að vera í sömu sporum, þar af nokkur börn. Íbúar hverfisins segja í samtali við Baltimore Sun að sprengingin hafi verið gríðarleg. Rúður og hurðar hafi t.a.m. til að mynda brotnað í nærliggjandi húsum. Krafturinn hafi verið slíkur að fólk hafi fallið um koll og íbúðir nötrað. Einn lýsir því hvernig honum hafi brugðið við sprenginguna, hlaupið út og séð spýtnabrak á við og dreif um hverfið. Björgunaraðgerðir standa enn og má sjá beina útsendingu frá Baltimore hér að neðan.
Bandaríkin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira