Skemmtistaðaeigendur fóru yfir stöðuna í gærkvöldi Andri Eysteinsson skrifar 9. ágúst 2020 22:27 Fámenni í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldi í samkomubanni. Vísir/Vilhelm Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. Aðfaranótt sunnudagsins fór Lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í þeim tilgangi að fylgja eftir sóttvarnarreglum. Lögregla sagði að sums staðar hefði ekki verið þverfótað fyrir gestum bæði innan staða og utan. „Eigendum og forsvarsmönnum var veitt tiltal eftir atvikum og þeim leiðbeint um hvað betur mætti fara,“ sagði í tilkynningu Lögreglunnar. Í viðtali í Kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sagði Kormákur Geirharðsson, einn eiganda Ölstofunnar, að Ölstofan hefði verið óundirbúin fyrir mikla aðsókn á barinn í gærkvöldi. Sagði Kormákur að lögreglan hefði í tvígang litið inn á Ölstofuna og verið afskaplega ánægð í fyrra skiptið. Í seinna skiptið hefðu of margir verið á reykingasvæði. Þó hafi ekki verið fleiri en 90 inn á staðnum rétt fyrir lokun klukkan 23. Þá benda rekstraraðilar Röntgen á það að staðurinn hafi ekki verið á meðal þeirra sem heimsóttir voru af Lögreglu. Gripið hafi verið til allra nauðsynlegra aðgerða vegna samkomubanns og óttist Röntgen því ekki heimsókn lögreglu. Kaffibarinn er á sama máli, lögreglan hafi ekki komið en staðarhaldarar hafi gripið til nauðsynlegra aðgerða. Meðeigandi skemmtistaðarins b5 að Bankastræti 5, Jónas Óli Jónasson, minnti þá á á Twitter-síðu sinni að b5 hafi verið lokaður frá 31. júlí vegna 2 metra reglunnar b5 er og hefur verið lokaður á meðan 2 metra reglan er við gildi, fyrst lokað í mars fram til 25. maí og svo aftur frá 31. júlí— Jónas Óli (@jonasoli) August 9, 2020 Skammt þar frá er kaffihúsið Prikið sem undir venjulegum kringumstæðum er stútfullt af gestum á aðfararnóttu sunnudags. Forsvarsmenn Priksins segjast hafa fengið heimsókn frá Lögreglu í gærkvöldi og hafi staðurinn hlotið lof fyrir forvarnir sem haldið sé uppi á staðnum. Prikið hafi ávallt fylgt fyrirmælum og muni halda því áfram á meðan á ástandinu varir. Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Rekstraraðilar bara, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum keppast nú við því að þvo hendur sínar af því að vera einn fimmtán veitinga- og skemmtistaða sem Lögregla heimsótti í nótt og fylgdu ekki sóttvarnarreglum með viðunandi hætti. Aðfaranótt sunnudagsins fór Lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í þeim tilgangi að fylgja eftir sóttvarnarreglum. Lögregla sagði að sums staðar hefði ekki verið þverfótað fyrir gestum bæði innan staða og utan. „Eigendum og forsvarsmönnum var veitt tiltal eftir atvikum og þeim leiðbeint um hvað betur mætti fara,“ sagði í tilkynningu Lögreglunnar. Í viðtali í Kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sagði Kormákur Geirharðsson, einn eiganda Ölstofunnar, að Ölstofan hefði verið óundirbúin fyrir mikla aðsókn á barinn í gærkvöldi. Sagði Kormákur að lögreglan hefði í tvígang litið inn á Ölstofuna og verið afskaplega ánægð í fyrra skiptið. Í seinna skiptið hefðu of margir verið á reykingasvæði. Þó hafi ekki verið fleiri en 90 inn á staðnum rétt fyrir lokun klukkan 23. Þá benda rekstraraðilar Röntgen á það að staðurinn hafi ekki verið á meðal þeirra sem heimsóttir voru af Lögreglu. Gripið hafi verið til allra nauðsynlegra aðgerða vegna samkomubanns og óttist Röntgen því ekki heimsókn lögreglu. Kaffibarinn er á sama máli, lögreglan hafi ekki komið en staðarhaldarar hafi gripið til nauðsynlegra aðgerða. Meðeigandi skemmtistaðarins b5 að Bankastræti 5, Jónas Óli Jónasson, minnti þá á á Twitter-síðu sinni að b5 hafi verið lokaður frá 31. júlí vegna 2 metra reglunnar b5 er og hefur verið lokaður á meðan 2 metra reglan er við gildi, fyrst lokað í mars fram til 25. maí og svo aftur frá 31. júlí— Jónas Óli (@jonasoli) August 9, 2020 Skammt þar frá er kaffihúsið Prikið sem undir venjulegum kringumstæðum er stútfullt af gestum á aðfararnóttu sunnudags. Forsvarsmenn Priksins segjast hafa fengið heimsókn frá Lögreglu í gærkvöldi og hafi staðurinn hlotið lof fyrir forvarnir sem haldið sé uppi á staðnum. Prikið hafi ávallt fylgt fyrirmælum og muni halda því áfram á meðan á ástandinu varir.
Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir