Magnaðar endurkomur á síðustu leiktíð í Meistaradeildinni | Tekst Chelsea hið ótrúlega í kvöld? Ísak Hallmundarson skrifar 8. ágúst 2020 10:45 Rashford fagnar eftir ævintýrið í París í fyrra. getty/Ian MacNicol Bayern Munchen og Chelsea mætast í Meistaradeild Evrópu í kvöld á heimavelli Bayern í Þýskalandi. Bayern er með 3-0 forystu eftir fyrri leikinn og eru flestir ef ekki allir búnir að bóka þá áfram í 8-liða úrslit. Það getur þó allt gerst í fótbolta og í tilefni dagsins er ekki úr vegi að rifja upp magnaðar endurkomur úr Meistaradeildinni frá því á síðustu leiktíð. Tottenham 3-3 Ajax Undanúrslitin í fyrra. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham í Lundúnum og versnaði staðan frekar fyrir Tottenham þegar Ajax var komið í 2-0 forystu í seinni leiknum og samanlagt 3-0. Þetta þýddi að Spurs þyrfti að skora þrjú mörk til að eiga einhvern möguleika á að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Lucas Moura var ekki á því að detta út úr keppninni á móti hollenska liðinu. Hann skoraði tvö mörk með fjögurrra mínútna millibili snemma í síðari hálfleik, á 55. og 59. mínútu. Staðan 2-2 sem þýddi að Tottenham þyrfti eitt mark í viðbót ef liðið héldi hreinu út leikinn. Allt leit út fyrir að Ajax væri að fara í úrslitaleikinn þegar venjulegur leiktími var liðinn, en á sjöttu mínútu uppbótartíma skoraði Lucas sigurmark Tottenham og fullkomnaði þrennu sína. Ótrúleg endurkoma og sennilega eftirminnilegasti leikur Lucas Moura á ferli hans. Liverpool 4-3 Barcelona Eftir að hafa steinlegið 3-0 á Camp Nou í fyrri undanúrslitaleiknum við Barcelona bjóst líklega enginn Liverpool maður við því að sjá liðið sitt lyfta Meistaradeildartitlinum í fyrra. Allt kom fyrir ekki. Divock Origi kom Liverpool yfir á Anfield snemma í fyrri hálfleik í seinni leiknum. Liverpool tókst þó ekki að finna netið aftur fyrr en í síðari hálfleik. Georginio Wijnaldum skoraði síðan tvö mörk með 122 sekúndna millibili í seinni hálfleik sem breytti öllu. Nú var staðan jöfn og eitt mark í viðbót þýddi að Liverpool væri á leið í úrslitaleikinn. Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool tíu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í leiknum 4-0 og Liverpool vann einvígið samanlagt 4-3. Þeir fóru síðan og unnu Tottenham í úrslitaleiknum og tryggðu sér sinn fyrsta Meistaradeildartitil í fjórtán ár. Manchester United 3-3 PSG Man Utd tapaði fyrri leiknum á Old Trafford 0-2, sem var fyrsta tap Ole Gunnar Solskjær sem þjálfara Manchester United. Það þurfti því kraftaverk til að liðið myndi snúa taflinu við, en United þurfti að vinna með að minnsta kosti tveggja marka mun í París í seinni leiknum. Það byrjaði vel fyrir Rauðu djöflanna, Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á annarri mínútu leiksins. Hann bætti síðan við öðru marki í fyrri hálfleik áður en Parísarliðið minnkaði muninn. United þurfti því eitt mark til viðbótar og það kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar Marcus Rashford skoraði úr vítaspyrnu og tryggði United í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í fimm ár. Það er spurning hvort Chelsea nái að feta í spor þessara liða í kvöld og snúa taflinu við gegn Bayern. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 18:50 í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
Bayern Munchen og Chelsea mætast í Meistaradeild Evrópu í kvöld á heimavelli Bayern í Þýskalandi. Bayern er með 3-0 forystu eftir fyrri leikinn og eru flestir ef ekki allir búnir að bóka þá áfram í 8-liða úrslit. Það getur þó allt gerst í fótbolta og í tilefni dagsins er ekki úr vegi að rifja upp magnaðar endurkomur úr Meistaradeildinni frá því á síðustu leiktíð. Tottenham 3-3 Ajax Undanúrslitin í fyrra. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham í Lundúnum og versnaði staðan frekar fyrir Tottenham þegar Ajax var komið í 2-0 forystu í seinni leiknum og samanlagt 3-0. Þetta þýddi að Spurs þyrfti að skora þrjú mörk til að eiga einhvern möguleika á að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Lucas Moura var ekki á því að detta út úr keppninni á móti hollenska liðinu. Hann skoraði tvö mörk með fjögurrra mínútna millibili snemma í síðari hálfleik, á 55. og 59. mínútu. Staðan 2-2 sem þýddi að Tottenham þyrfti eitt mark í viðbót ef liðið héldi hreinu út leikinn. Allt leit út fyrir að Ajax væri að fara í úrslitaleikinn þegar venjulegur leiktími var liðinn, en á sjöttu mínútu uppbótartíma skoraði Lucas sigurmark Tottenham og fullkomnaði þrennu sína. Ótrúleg endurkoma og sennilega eftirminnilegasti leikur Lucas Moura á ferli hans. Liverpool 4-3 Barcelona Eftir að hafa steinlegið 3-0 á Camp Nou í fyrri undanúrslitaleiknum við Barcelona bjóst líklega enginn Liverpool maður við því að sjá liðið sitt lyfta Meistaradeildartitlinum í fyrra. Allt kom fyrir ekki. Divock Origi kom Liverpool yfir á Anfield snemma í fyrri hálfleik í seinni leiknum. Liverpool tókst þó ekki að finna netið aftur fyrr en í síðari hálfleik. Georginio Wijnaldum skoraði síðan tvö mörk með 122 sekúndna millibili í seinni hálfleik sem breytti öllu. Nú var staðan jöfn og eitt mark í viðbót þýddi að Liverpool væri á leið í úrslitaleikinn. Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool tíu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í leiknum 4-0 og Liverpool vann einvígið samanlagt 4-3. Þeir fóru síðan og unnu Tottenham í úrslitaleiknum og tryggðu sér sinn fyrsta Meistaradeildartitil í fjórtán ár. Manchester United 3-3 PSG Man Utd tapaði fyrri leiknum á Old Trafford 0-2, sem var fyrsta tap Ole Gunnar Solskjær sem þjálfara Manchester United. Það þurfti því kraftaverk til að liðið myndi snúa taflinu við, en United þurfti að vinna með að minnsta kosti tveggja marka mun í París í seinni leiknum. Það byrjaði vel fyrir Rauðu djöflanna, Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á annarri mínútu leiksins. Hann bætti síðan við öðru marki í fyrri hálfleik áður en Parísarliðið minnkaði muninn. United þurfti því eitt mark til viðbótar og það kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar Marcus Rashford skoraði úr vítaspyrnu og tryggði United í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í fimm ár. Það er spurning hvort Chelsea nái að feta í spor þessara liða í kvöld og snúa taflinu við gegn Bayern. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 18:50 í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira