Sá yngsti á Íslandsmótinu í golfi er þrettán ára og datt inn daginn áður en mótið hófst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 16:00 Markús Marelsson á Íslandsmótinu á Hlíðavelli í Mosfellsbænum. Mynd/GSÍ/seth@golf.is Markús Marelsson er yngsti kylfingurinn á Íslandsmótinu í golfi og hann er líklegur til að ná niðurskurðinum eftir flotta spilamennsku á öðrum deginum í dag. Markús Marelsson kláraði annan hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er þar með á tíu höggum yfir pari samtals. Niðurskurðarlínan er núna við nítján högg yfir pari og það þarf því mikið að gerast til þess að Markús Marelsson fái ekki að keppa um helgina. Markús Marelsson var í viðtali við heimasíðu Golfsambands Íslands þar sem kom meðal annars fram að hann var á biðlista fyrir Íslandsmótið í golfi í ár. Markús beið því spenntur eftir því að fá tækifæri til að keppa ef einhver forföll yrðu í keppendahópnum. Markús, sem er fæddur árið 2007, fékk símtalið sem hann hafði beðið eftir daginn fyrir fyrsta keppnisdaginn. Yngsti keppandinn á Íslandsmótinu var hoppandi glaður að komast inn í mótið - Golfsamband Íslands https://t.co/pRpo3vZ0rV— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 7, 2020 „Ég var alltaf að skoða keppendalistann og sjá hvort einhverjar breytingar væru á honum. Síðan fékk mamma símtal frá mótsstjórninni og ég hoppaði og fagnaði þegar hún sagði mér fréttirnar. Ég var mjög glaður að fá tækifærið að keppa á þessu móti,“ segir Markús í viðtali á heimasíðu GSÍ. Markús keppir fyrir Keili í Hafnarfirði en hann er búsettur á Álftanesi. Markús hóf golfferilinn hjá GKG en hann valdi að fara í Hafnarfjörðinn þar sem að Hvaleyrarvöllurinn heillaði hann mikið. Markús lék frábært golf á öðrum keppnisdeginum í morgun og bætti hann sig um 6 högg frá fyrsta hringnum. Markús lék á 10 höggum yfir pari vallar samtals og í dag lék hann á +2 þrátt fyrir að hafa fengið þrefaldan skolla á 11. Markús ætlar sér eins langt og hægt er í golfíþróttinni og hann nýtir hverja stund til að æfa sig. „Ég er með gott æfingasvæði á Álftanesi en ég fer mjög oft út á tún sem er við golfvöllinn til að slá á grasi. Þar slæ ég kannski 100-200 bolta. Annars er ég mest úti í Keili að æfa mig,“ sagði Markús Marelsson við golf.is en það má lesa allt viðtalið hér. Golf Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Markús Marelsson er yngsti kylfingurinn á Íslandsmótinu í golfi og hann er líklegur til að ná niðurskurðinum eftir flotta spilamennsku á öðrum deginum í dag. Markús Marelsson kláraði annan hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er þar með á tíu höggum yfir pari samtals. Niðurskurðarlínan er núna við nítján högg yfir pari og það þarf því mikið að gerast til þess að Markús Marelsson fái ekki að keppa um helgina. Markús Marelsson var í viðtali við heimasíðu Golfsambands Íslands þar sem kom meðal annars fram að hann var á biðlista fyrir Íslandsmótið í golfi í ár. Markús beið því spenntur eftir því að fá tækifæri til að keppa ef einhver forföll yrðu í keppendahópnum. Markús, sem er fæddur árið 2007, fékk símtalið sem hann hafði beðið eftir daginn fyrir fyrsta keppnisdaginn. Yngsti keppandinn á Íslandsmótinu var hoppandi glaður að komast inn í mótið - Golfsamband Íslands https://t.co/pRpo3vZ0rV— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 7, 2020 „Ég var alltaf að skoða keppendalistann og sjá hvort einhverjar breytingar væru á honum. Síðan fékk mamma símtal frá mótsstjórninni og ég hoppaði og fagnaði þegar hún sagði mér fréttirnar. Ég var mjög glaður að fá tækifærið að keppa á þessu móti,“ segir Markús í viðtali á heimasíðu GSÍ. Markús keppir fyrir Keili í Hafnarfirði en hann er búsettur á Álftanesi. Markús hóf golfferilinn hjá GKG en hann valdi að fara í Hafnarfjörðinn þar sem að Hvaleyrarvöllurinn heillaði hann mikið. Markús lék frábært golf á öðrum keppnisdeginum í morgun og bætti hann sig um 6 högg frá fyrsta hringnum. Markús lék á 10 höggum yfir pari vallar samtals og í dag lék hann á +2 þrátt fyrir að hafa fengið þrefaldan skolla á 11. Markús ætlar sér eins langt og hægt er í golfíþróttinni og hann nýtir hverja stund til að æfa sig. „Ég er með gott æfingasvæði á Álftanesi en ég fer mjög oft út á tún sem er við golfvöllinn til að slá á grasi. Þar slæ ég kannski 100-200 bolta. Annars er ég mest úti í Keili að æfa mig,“ sagði Markús Marelsson við golf.is en það má lesa allt viðtalið hér.
Golf Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira