Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 14:26 Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertra aðgerða en ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að fyrirkomulag um skimun á landamærum verði óbreytt. Í morgun var greint frá því að sautján innanlandssmit og þrjú smit á landamærum hafi greinst síðasta sólarhringinn. Fleiri innanlandssmit hafa ekki greinst hér á landi í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. „Já, þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi en að einhverju leiti viðbúin því við sjáum bara á heimsvísu að faraldurinn er í vexti um heim allan,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segist vona að fólk átti sig á því hve mikilvægt sé að fylgja sóttvarnarreglum sem tóku gildi fyrir rúmri viku síðan. Árangurinn muni hins vegar ekki sjást strax, en talað er um að um tvær vikur þurfi til að sjá árangur aðgerðanna. Hún vonist þó til að þær beri tilsettan árangur. „Ég held að við séum öll að átta okkur á því að það er mjög mikilvægt að virða þessar reglur sem hafa verið settar, um tveggja metra regluna, hundrað manna hámark og að fólk viðhafi ítrustu sóttvarnarráðstafanir sín á milli.“ Er hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk og það er það sem við höfum verið að gera allan þennan faraldur, frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk, að vega og meta valkosti,“ segir Katrín. Vel geti verið að til þess komi að boða þurfi hertar aðgerðir en mikilvægt sé að ekki sé gengið lengra hverju sinni en þörf er á. „Við munum vera í þeim aðstæðum að þurfa að herða og slaka aðgerðum á næstu mánuðum og jafnvel misserum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kórónuveirusmit hjá Samgöngustofu Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. 7. ágúst 2020 13:41 Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertra aðgerða en ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að fyrirkomulag um skimun á landamærum verði óbreytt. Í morgun var greint frá því að sautján innanlandssmit og þrjú smit á landamærum hafi greinst síðasta sólarhringinn. Fleiri innanlandssmit hafa ekki greinst hér á landi í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. „Já, þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi en að einhverju leiti viðbúin því við sjáum bara á heimsvísu að faraldurinn er í vexti um heim allan,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segist vona að fólk átti sig á því hve mikilvægt sé að fylgja sóttvarnarreglum sem tóku gildi fyrir rúmri viku síðan. Árangurinn muni hins vegar ekki sjást strax, en talað er um að um tvær vikur þurfi til að sjá árangur aðgerðanna. Hún vonist þó til að þær beri tilsettan árangur. „Ég held að við séum öll að átta okkur á því að það er mjög mikilvægt að virða þessar reglur sem hafa verið settar, um tveggja metra regluna, hundrað manna hámark og að fólk viðhafi ítrustu sóttvarnarráðstafanir sín á milli.“ Er hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk og það er það sem við höfum verið að gera allan þennan faraldur, frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk, að vega og meta valkosti,“ segir Katrín. Vel geti verið að til þess komi að boða þurfi hertar aðgerðir en mikilvægt sé að ekki sé gengið lengra hverju sinni en þörf er á. „Við munum vera í þeim aðstæðum að þurfa að herða og slaka aðgerðum á næstu mánuðum og jafnvel misserum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kórónuveirusmit hjá Samgöngustofu Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. 7. ágúst 2020 13:41 Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Kórónuveirusmit hjá Samgöngustofu Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. 7. ágúst 2020 13:41
Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09
Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40