Gærdagurinn sá stærsti í þessari bylgju Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2020 10:26 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm „Ég er ekki kominn með endanlegar tölur en þetta er orðinn langstærsti dagurinn,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, í samtali við Vísi. Víðir var nýkominn af fundi stýrihóps sóttvarnalæknis og almannavarna. Þar var farið yfir stöðuna í faraldrinum. Hópurinn hafði meðferðis upplýsingar um fjölda þeirra sem greindist með smit í gær. Boðað hafði verið að hópurinn myndi endurskoða orðalag tveggja metra reglunnar á þessum fundi. „Sú umræða var stutt,“ segir Víðir. „Umræðan snerist meira um að herða aðgerðirnar heldur en að veita eitthvað svigrúm til undanþága. Þetta er allt í skoðun ennþá en það er ljóst að við þurfum að herða umræðuna um að gildandi reglum verði framfylgt betur en verið hefur. Það er alveg ljóst að það þarf miklu frekar að herða á tveggja metra reglunni en að fækka þeim sem mega koma saman. En þetta er allt í skoðun,“segir Víðir. Víðir segir að verið sé að meta þann fjölda smita sem hefur greinst síðustu vikuna og hvort aðrar aðgerðir hefðu reynst betur í því samhengi eða hvort strangari eftirfylgni og útfærsla á þeim reglum sem eru í gildi hefði dugað. Hvaða annara aðgerða hefði verið hægt að grípa til? „Ef við skoðum hvað við vorum með í seinni hlutanum í mars, þá vorum við komin niður í 20 manna samkomubann og lokuðum ýmissi starfsemi sem er opin í dag. Það voru töluvert harðari aðgerðir í gangi frá 24. mars heldur en við erum með núna. En við höfum verulegar áhyggjur af því að þurfa að ganga lengra en við gerum núna.“ Víðir segir að áherslan verði lögð á að fjalla um þær aðgerðir sem eru í gildi í dag og hversu mikilvægt sé að framfylgja þeim. „En við viljum skoða einhverja daga í viðbót áður en við grípum til harðari aðgerða og eigum eftir að ræða við aðila innan heilbrigðiskerfisins, hvernig ástandið er á þessu fólki sem er með Covid núna, hvort álag hafi myndast á heilbrigðiskerfið.“ Nýjar tölur verða birtar á covid.is klukkan 11. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Ég er ekki kominn með endanlegar tölur en þetta er orðinn langstærsti dagurinn,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, í samtali við Vísi. Víðir var nýkominn af fundi stýrihóps sóttvarnalæknis og almannavarna. Þar var farið yfir stöðuna í faraldrinum. Hópurinn hafði meðferðis upplýsingar um fjölda þeirra sem greindist með smit í gær. Boðað hafði verið að hópurinn myndi endurskoða orðalag tveggja metra reglunnar á þessum fundi. „Sú umræða var stutt,“ segir Víðir. „Umræðan snerist meira um að herða aðgerðirnar heldur en að veita eitthvað svigrúm til undanþága. Þetta er allt í skoðun ennþá en það er ljóst að við þurfum að herða umræðuna um að gildandi reglum verði framfylgt betur en verið hefur. Það er alveg ljóst að það þarf miklu frekar að herða á tveggja metra reglunni en að fækka þeim sem mega koma saman. En þetta er allt í skoðun,“segir Víðir. Víðir segir að verið sé að meta þann fjölda smita sem hefur greinst síðustu vikuna og hvort aðrar aðgerðir hefðu reynst betur í því samhengi eða hvort strangari eftirfylgni og útfærsla á þeim reglum sem eru í gildi hefði dugað. Hvaða annara aðgerða hefði verið hægt að grípa til? „Ef við skoðum hvað við vorum með í seinni hlutanum í mars, þá vorum við komin niður í 20 manna samkomubann og lokuðum ýmissi starfsemi sem er opin í dag. Það voru töluvert harðari aðgerðir í gangi frá 24. mars heldur en við erum með núna. En við höfum verulegar áhyggjur af því að þurfa að ganga lengra en við gerum núna.“ Víðir segir að áherslan verði lögð á að fjalla um þær aðgerðir sem eru í gildi í dag og hversu mikilvægt sé að framfylgja þeim. „En við viljum skoða einhverja daga í viðbót áður en við grípum til harðari aðgerða og eigum eftir að ræða við aðila innan heilbrigðiskerfisins, hvernig ástandið er á þessu fólki sem er með Covid núna, hvort álag hafi myndast á heilbrigðiskerfið.“ Nýjar tölur verða birtar á covid.is klukkan 11.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira