Fjórir fyrrum yfirmenn hjá Audi kærðir fyrir díselskandalinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. ágúst 2020 07:00 Silfurgráir Audi bílar. Autoblog Þrír fyrrum stjórnarmenn og einn deildarstjóri á eftirlaunum hafa verið ákærðir fyrir svik og sviksamlegar auglýsingar vegna díselskandalsins. Saksóknarar í Munich gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kemur að „fjórir hafi verið ákærðir fyrir svik, falsanir á vottunum og sviksamlegar auglýsingar“. Hinir ákærðu hafa ekki enn verið nafngreindir. Reuters hefur haldið fram að þessir fjórir fyrrum yfirmenn hjá Audi hafi verið ákærðir fyrir að þróa vélar með ólögmætum hugbúnaði sem gat greint hvenær mælingar voru framkvæmdir á vélinni. Vélin var þá látin blása minna út á þeim tímapunkti en undir venjulegum kringumstæðum. Stjórnarmennirnir höfðu vitneskju um þessa tilhögun og voru ítrekað á milli október 2013 og september 2015 minntir á hvað væri í gangi en aðhöfðust ekkert til að stöðva verknaðinn. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Audi, Rupert Stadler, var ásamt þremur öðrum voru ákærðir í fyrra vegna þeirra aðkomu í díselskandalnum. Þessar ákærur snúa að framleiðslu 434.420 bílum sem Audi, Volkswagen og Porsche sem voru aðallega seldir í Norður-Ameríku og Evrópu. Stadler mun fara fyrir dóm í lok september komandi. Útblásturshneyksli Volkswagen Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent
Þrír fyrrum stjórnarmenn og einn deildarstjóri á eftirlaunum hafa verið ákærðir fyrir svik og sviksamlegar auglýsingar vegna díselskandalsins. Saksóknarar í Munich gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kemur að „fjórir hafi verið ákærðir fyrir svik, falsanir á vottunum og sviksamlegar auglýsingar“. Hinir ákærðu hafa ekki enn verið nafngreindir. Reuters hefur haldið fram að þessir fjórir fyrrum yfirmenn hjá Audi hafi verið ákærðir fyrir að þróa vélar með ólögmætum hugbúnaði sem gat greint hvenær mælingar voru framkvæmdir á vélinni. Vélin var þá látin blása minna út á þeim tímapunkti en undir venjulegum kringumstæðum. Stjórnarmennirnir höfðu vitneskju um þessa tilhögun og voru ítrekað á milli október 2013 og september 2015 minntir á hvað væri í gangi en aðhöfðust ekkert til að stöðva verknaðinn. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Audi, Rupert Stadler, var ásamt þremur öðrum voru ákærðir í fyrra vegna þeirra aðkomu í díselskandalnum. Þessar ákærur snúa að framleiðslu 434.420 bílum sem Audi, Volkswagen og Porsche sem voru aðallega seldir í Norður-Ameríku og Evrópu. Stadler mun fara fyrir dóm í lok september komandi.
Útblásturshneyksli Volkswagen Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent