Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2020 19:17 Kathie Klages baðst ekki beinlínis afsökunar á að hafa hylmt yfir brot Nassar en bað konur sem báru vitni um að hafa greint Klages frá ofbeldinu fyrir meira en tuttugu árum afsökunar ef þau samtöl hefðu raunverulega átt sér stað. Vísir/Getty Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. Tvær konur báru vitni fyrir dómi árið 2018 að þær hefðu sagt Kathie Klages, yfirfimleikaþjálfara Ríkisháskólans í Michigan, frá því að Nassar hefði misnotað þær kynferðislega árið 1997. Þær voru þá táningar. Önnur þeirra sagði að Klages hefði varað þær við alvarlegum afleiðingum ef þær kvörtuðu undan lækninum. Þegar rannsakendur í máli Nassar tóku skýrslu af Klages hafnaði hún því að hafa vitað af misnotkun Nassar á fimleikastúlkum og konum fyrir árið 2016 þegar fórnarlamb hans byrjuðu að greina frá ofbeldinu opinberlega. Hélt hún því fram fyrir dómi að hún myndi ekki eftir að hafa verið sagt frá misnotkuninni og að hún gengi til sálfræðings til að reyna að rifja samtölin upp. Klages var sakfelld fyrir meinsæri í febrúar og hefur nú verið dæmd í þriggja mánaða fangelsi. Hún verður þar að auki á skilorði í átján mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Nassar var dæmdur til 40 til 175 ára fangelsisvistar árið 2018 fyrir að hafa misnotað ungar stúlkur og konur undir því yfirskyni að ofbeldið væri læknismeðferð. Yfirmaður Nassar hjá háskólanum, William Strampel, var dæmdur í fangelsi fyrir vanrækslu í starfi vegna þess að hann fylgdi ekki reglum háskólans þegar skjólstæðingur Nassar kvartaði undan kynferðislegri snertingu árið 2014. Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Tengdar fréttir Biles vill að fimleikasamband Bandaríkjanna geri hið rétta í stöðunni Simone Biles, ein merkasta fimleikastjarna allra tíma, sendi bandaríska fimleikasambandinu kaldar kveðjur. Hún vill að sambandið rannsaki kynferðisbrot Larry Nassars, fyrrum læknis hjá sambandinu. 15. mars 2020 22:00 Fórnarlömbum Nassar boðið meira en 26 milljarðar í bætur Bandaríska fimleikasambandið ætlar að bjóða fórnarlömbum læknisins Larry Nassar samtals 215 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur vegna áratuga kynferðisbrot hans þegar hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 31. janúar 2020 14:30 Háskóli fær metsekt vegna kynferðisbrota fimleikalæknisins Ríkisháskólinn í Michigan er talinn hafa brugðist nemendum sínum þegar hann aðhafðist ekkert þrátt fyrir áralangar kvartanir undan Larry Nassar og deildarforseta skólans. 5. september 2019 23:45 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. Tvær konur báru vitni fyrir dómi árið 2018 að þær hefðu sagt Kathie Klages, yfirfimleikaþjálfara Ríkisháskólans í Michigan, frá því að Nassar hefði misnotað þær kynferðislega árið 1997. Þær voru þá táningar. Önnur þeirra sagði að Klages hefði varað þær við alvarlegum afleiðingum ef þær kvörtuðu undan lækninum. Þegar rannsakendur í máli Nassar tóku skýrslu af Klages hafnaði hún því að hafa vitað af misnotkun Nassar á fimleikastúlkum og konum fyrir árið 2016 þegar fórnarlamb hans byrjuðu að greina frá ofbeldinu opinberlega. Hélt hún því fram fyrir dómi að hún myndi ekki eftir að hafa verið sagt frá misnotkuninni og að hún gengi til sálfræðings til að reyna að rifja samtölin upp. Klages var sakfelld fyrir meinsæri í febrúar og hefur nú verið dæmd í þriggja mánaða fangelsi. Hún verður þar að auki á skilorði í átján mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Nassar var dæmdur til 40 til 175 ára fangelsisvistar árið 2018 fyrir að hafa misnotað ungar stúlkur og konur undir því yfirskyni að ofbeldið væri læknismeðferð. Yfirmaður Nassar hjá háskólanum, William Strampel, var dæmdur í fangelsi fyrir vanrækslu í starfi vegna þess að hann fylgdi ekki reglum háskólans þegar skjólstæðingur Nassar kvartaði undan kynferðislegri snertingu árið 2014.
Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Tengdar fréttir Biles vill að fimleikasamband Bandaríkjanna geri hið rétta í stöðunni Simone Biles, ein merkasta fimleikastjarna allra tíma, sendi bandaríska fimleikasambandinu kaldar kveðjur. Hún vill að sambandið rannsaki kynferðisbrot Larry Nassars, fyrrum læknis hjá sambandinu. 15. mars 2020 22:00 Fórnarlömbum Nassar boðið meira en 26 milljarðar í bætur Bandaríska fimleikasambandið ætlar að bjóða fórnarlömbum læknisins Larry Nassar samtals 215 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur vegna áratuga kynferðisbrot hans þegar hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 31. janúar 2020 14:30 Háskóli fær metsekt vegna kynferðisbrota fimleikalæknisins Ríkisháskólinn í Michigan er talinn hafa brugðist nemendum sínum þegar hann aðhafðist ekkert þrátt fyrir áralangar kvartanir undan Larry Nassar og deildarforseta skólans. 5. september 2019 23:45 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Biles vill að fimleikasamband Bandaríkjanna geri hið rétta í stöðunni Simone Biles, ein merkasta fimleikastjarna allra tíma, sendi bandaríska fimleikasambandinu kaldar kveðjur. Hún vill að sambandið rannsaki kynferðisbrot Larry Nassars, fyrrum læknis hjá sambandinu. 15. mars 2020 22:00
Fórnarlömbum Nassar boðið meira en 26 milljarðar í bætur Bandaríska fimleikasambandið ætlar að bjóða fórnarlömbum læknisins Larry Nassar samtals 215 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur vegna áratuga kynferðisbrot hans þegar hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 31. janúar 2020 14:30
Háskóli fær metsekt vegna kynferðisbrota fimleikalæknisins Ríkisháskólinn í Michigan er talinn hafa brugðist nemendum sínum þegar hann aðhafðist ekkert þrátt fyrir áralangar kvartanir undan Larry Nassar og deildarforseta skólans. 5. september 2019 23:45