Telur góða hugmynd að skima víðar um land Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. ágúst 2020 13:18 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ánægður með viðtökurnar sem skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveirunni fékk á Akranesi. Raðað var í skimunina með slembiúrtaki. Hann telur það góða hugmynd að skima víðar um landið með slíku úrtaki. „Það bara kom fólk með bros á vör og við prófuðum 612 manns og allir reyndust negatífir. Það er að segja, það var enginn sem greindist með veiruna í þessari skimun uppi á Akranesi, sem er mikill léttir af því að það er býsna stórt hópsmit uppi á Akranesi og við vorum áhyggjufull yfir því að það kynni að leynast víða á Akranesi. Ef hún er þar þó tókst okkur ekki að finna hana,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að honum þætti tilefni til að ráðast í sambærilega skimun víðar um landið. „Þetta er nokkuð sem við erum búin að vera með í áætlun hjá okkur núna í nokkra daga. Fyrst að sóttvarnalæknir er sammála okkur þá hlýtur þetta að vera býsna góð hugmynd. Ætli við ræðum þetta ekki í eftirmiðdaginn þegar við hittumst,“ segir Kári um möguleikann á að skima víðar með slembiúrtaki. Engu að síður áhyggjuefni Þótt niðurstöður skimunar á Akranesi hafi verið af hinu góða, segir Kári ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins. „Ég hef svolitlar áhyggjur af þessu vegna þess að nú er þetta allt saman samfélagssmit. Þetta er ekki eins og það var í byrjun faraldursins í byrjun mars, að fólk var að streyma frá útlöndum smitað af veirunni. Heldur er þetta að berast manna á milli innanlands og það er svo sannarlega áhyggjuefni.“ Eins og stendur segir Kári þó að smitið virðist bundið við litla hópa og sé því ekki á víð og dreif um samfélagið. „Við vorum að skima slembiúrtök í byrjun faraldursins, eða þegar hann var sem verstur. Þá vorum við að finna smit í allt að 2% þeirra sem við skimuðum. Það endaði að meðaltali á að vera í kring um 0,5%. Þannig að þetta er allavega ekki orðið eins víða útbreitt í samfélaginu þó að þessi stóri hópur á Akranesi og minni hópar annars staðar valdi manni töluverðum áhyggjum,“ segir Kári að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ánægður með viðtökurnar sem skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveirunni fékk á Akranesi. Raðað var í skimunina með slembiúrtaki. Hann telur það góða hugmynd að skima víðar um landið með slíku úrtaki. „Það bara kom fólk með bros á vör og við prófuðum 612 manns og allir reyndust negatífir. Það er að segja, það var enginn sem greindist með veiruna í þessari skimun uppi á Akranesi, sem er mikill léttir af því að það er býsna stórt hópsmit uppi á Akranesi og við vorum áhyggjufull yfir því að það kynni að leynast víða á Akranesi. Ef hún er þar þó tókst okkur ekki að finna hana,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að honum þætti tilefni til að ráðast í sambærilega skimun víðar um landið. „Þetta er nokkuð sem við erum búin að vera með í áætlun hjá okkur núna í nokkra daga. Fyrst að sóttvarnalæknir er sammála okkur þá hlýtur þetta að vera býsna góð hugmynd. Ætli við ræðum þetta ekki í eftirmiðdaginn þegar við hittumst,“ segir Kári um möguleikann á að skima víðar með slembiúrtaki. Engu að síður áhyggjuefni Þótt niðurstöður skimunar á Akranesi hafi verið af hinu góða, segir Kári ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins. „Ég hef svolitlar áhyggjur af þessu vegna þess að nú er þetta allt saman samfélagssmit. Þetta er ekki eins og það var í byrjun faraldursins í byrjun mars, að fólk var að streyma frá útlöndum smitað af veirunni. Heldur er þetta að berast manna á milli innanlands og það er svo sannarlega áhyggjuefni.“ Eins og stendur segir Kári þó að smitið virðist bundið við litla hópa og sé því ekki á víð og dreif um samfélagið. „Við vorum að skima slembiúrtök í byrjun faraldursins, eða þegar hann var sem verstur. Þá vorum við að finna smit í allt að 2% þeirra sem við skimuðum. Það endaði að meðaltali á að vera í kring um 0,5%. Þannig að þetta er allavega ekki orðið eins víða útbreitt í samfélaginu þó að þessi stóri hópur á Akranesi og minni hópar annars staðar valdi manni töluverðum áhyggjum,“ segir Kári að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira