Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Kristján Már Unnarsson skrifar 2. ágúst 2020 22:38 Aðalsteinn Svan Hjelm, markaðsstjóri Hvalaskoðunar á Hauganesi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. Þetta koma fram í fréttum Stöðvar 2. Hauganes er hundrað manna þorp á Árskógsströnd um þrjátíu kílómetra norðan Akureyrar og þar var búin að vera hröð uppsveifla í hvalaskoðun, með tólf manns í vinnu, allt þar til covid skall á. „Þetta er ekki svipur hjá sjón miðað við hvernig þetta hefur verið. En við erum fullir bjartsýni,“ segir Aðalsteinn Svan Hjelm, markaðsstjóri Hvalaskoðunar á Hauganesi. „Við erum náttúrlega búnir að afbóka alveg helling, nánast allt sem átti að koma í ár. En mér heyrist á flestum að þeir muni koma á næsta ári. Þannig að uppsveiflan heldur bara áfram um leið og covid hverfur.“ Frá Hauganesi á Árskógsströnd. Hvalaskoðunarbátarnir við bryggju.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hér þakka menn ríkisstjórninni fyrir ferðaávísunina. „Hún hefur slegið í gegn. Við erum að bjóða ferð fyrir ígildi einnar ávísunar hjá okkur. Þannig að það hefur gengið svona rosalega vel,“ segir Aðalsteinn en tekið skal fram að viðtalið var tekið áður en nýjustu samkomutakmarkanir vegna covid voru settar á í vikunni. Mars, apríl og maí voru nánast steindauðir, í júní náðu þeir fjórðungi gestafjöldans miðað við síðasta ár og vonast til að júlímánuður fari í 40 prósent miðað við í fyrra. Íslendingar eru farnir að meta hvalaskoðun. „Kannski sextíu prósent af okkar gestum núna eru Íslendingar,“ segir Aðalsteinn. Undanfarin ár hafi Íslendingar kannski verið þrjú prósent. Sveinn í Kálfskinni við höfnina á Hauganesi. Hvalaskoðunarbátarnir í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Margir halda að hvalaskoðun hafi byrjað á Húsavík. Þeir á Hauganesi segjast þó hafa verið fyrstir. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti Árskógsstrandarhrepps, áður bóndi í Kálfskinni, segir að enskur ferðafrömuður hafi bent þeim á tækifærið fyrir þremur áratugum. „Og hann segir: Af hverju sýnið þið ekki hvalina? Svo ég fer hér til sjómanna, bræðra sem voru duglegir sjómenn hér á Hauganesi, og spyr hvort þeir vilji prófa þetta að sýna ferðafólki hvali,“ segir Sveinn í Kálfskinni. „Sem verður á endanum til þess að við hefjum skipulagða hvalaskoðun hér með hópa árið ´93. Þá hefst ævintýrið,“ segir Aðalsteinn en tekur fram að Húsvíkingar hafi þó staðið sig vel í markaðssetningu. „Þeir eiga heiður skilinn fyrir vel unnin störf þar. En við erum elstir,“ segir Aðalsteinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. Þetta koma fram í fréttum Stöðvar 2. Hauganes er hundrað manna þorp á Árskógsströnd um þrjátíu kílómetra norðan Akureyrar og þar var búin að vera hröð uppsveifla í hvalaskoðun, með tólf manns í vinnu, allt þar til covid skall á. „Þetta er ekki svipur hjá sjón miðað við hvernig þetta hefur verið. En við erum fullir bjartsýni,“ segir Aðalsteinn Svan Hjelm, markaðsstjóri Hvalaskoðunar á Hauganesi. „Við erum náttúrlega búnir að afbóka alveg helling, nánast allt sem átti að koma í ár. En mér heyrist á flestum að þeir muni koma á næsta ári. Þannig að uppsveiflan heldur bara áfram um leið og covid hverfur.“ Frá Hauganesi á Árskógsströnd. Hvalaskoðunarbátarnir við bryggju.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hér þakka menn ríkisstjórninni fyrir ferðaávísunina. „Hún hefur slegið í gegn. Við erum að bjóða ferð fyrir ígildi einnar ávísunar hjá okkur. Þannig að það hefur gengið svona rosalega vel,“ segir Aðalsteinn en tekið skal fram að viðtalið var tekið áður en nýjustu samkomutakmarkanir vegna covid voru settar á í vikunni. Mars, apríl og maí voru nánast steindauðir, í júní náðu þeir fjórðungi gestafjöldans miðað við síðasta ár og vonast til að júlímánuður fari í 40 prósent miðað við í fyrra. Íslendingar eru farnir að meta hvalaskoðun. „Kannski sextíu prósent af okkar gestum núna eru Íslendingar,“ segir Aðalsteinn. Undanfarin ár hafi Íslendingar kannski verið þrjú prósent. Sveinn í Kálfskinni við höfnina á Hauganesi. Hvalaskoðunarbátarnir í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Margir halda að hvalaskoðun hafi byrjað á Húsavík. Þeir á Hauganesi segjast þó hafa verið fyrstir. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti Árskógsstrandarhrepps, áður bóndi í Kálfskinni, segir að enskur ferðafrömuður hafi bent þeim á tækifærið fyrir þremur áratugum. „Og hann segir: Af hverju sýnið þið ekki hvalina? Svo ég fer hér til sjómanna, bræðra sem voru duglegir sjómenn hér á Hauganesi, og spyr hvort þeir vilji prófa þetta að sýna ferðafólki hvali,“ segir Sveinn í Kálfskinni. „Sem verður á endanum til þess að við hefjum skipulagða hvalaskoðun hér með hópa árið ´93. Þá hefst ævintýrið,“ segir Aðalsteinn en tekur fram að Húsvíkingar hafi þó staðið sig vel í markaðssetningu. „Þeir eiga heiður skilinn fyrir vel unnin störf þar. En við erum elstir,“ segir Aðalsteinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira