Wayne Rooney gagnrýnir Sir Alex Ferguson Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 20:00 Rooney í úrslitaleiknum 2011 sem fram fór á Wembley í Englandi. Vísir/Getty Wayne Rooney – markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og enska landsliðsins – hefur gagnrýnt fyrrum stjóra sinn, goðsögnina Sir Alex Ferguson, í vikulegum pistli sínum í The Sunday Times. Gagnrýnir hann þar upplegg Sir Alex Ferguson í úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu árin 2009 og 2011. Fyrri leikurinn tapaðist 2-0 á meðan sá síðari tapaðist 3-1 en Rooney skoraði eina mark Man United í leiknum. „Við töpuðum leikjunum þar sem við settum mikla pressu á þá og reyndum að sækja við hvert tækifæri,“ segir Rooney sem er nú leikmaður Derby County í ensku B-deildinni. Rooney segir jafnframt að Ferguson hafi verið of stoltur til að mæta í úrslitaleikina og leggja rútunni ef svo má að orði komast. „Við erum Manchester United og það er í menningu okkar að sækja til sigurs,“ sagði Ferguson en Rooney telur að leikmenn liðsins hafi vitað betur. „Það skiptir engu máli hvernig þú spilar í þessum stóru leikjum í Meistaradeild Evrópu. Það eina sem skiptir máli er að vinna,“ sagði Rooney að lokum. Leikmenn Man Utd komust aldrei nálægt Lionel Messi og félögum árið 2011.Vísir/Getty Manchester United var ríkjandi Evrópumeistari er þeir mættu Barcelona árið 2009. Lið Sir Alex var mun betra í upphafi leiks en tókst ekki að brjóta ísinn. Mörk frá Samuel Eto‘o og Lionel Messi tryggðu Börsungum svo 2-0 sigur og þar með þrennuna á fyrsta tímabili Pep Guardiola. Hver veit hvað hefði orðið ef Man Utd hefði nýtt færi sín í upphafi leiks og landað sigri. Tveimur árum síðar átti United aldrei möguleika og mark Rooney var eina skot United á markið í leiknum. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Wayne Rooney – markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og enska landsliðsins – hefur gagnrýnt fyrrum stjóra sinn, goðsögnina Sir Alex Ferguson, í vikulegum pistli sínum í The Sunday Times. Gagnrýnir hann þar upplegg Sir Alex Ferguson í úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu árin 2009 og 2011. Fyrri leikurinn tapaðist 2-0 á meðan sá síðari tapaðist 3-1 en Rooney skoraði eina mark Man United í leiknum. „Við töpuðum leikjunum þar sem við settum mikla pressu á þá og reyndum að sækja við hvert tækifæri,“ segir Rooney sem er nú leikmaður Derby County í ensku B-deildinni. Rooney segir jafnframt að Ferguson hafi verið of stoltur til að mæta í úrslitaleikina og leggja rútunni ef svo má að orði komast. „Við erum Manchester United og það er í menningu okkar að sækja til sigurs,“ sagði Ferguson en Rooney telur að leikmenn liðsins hafi vitað betur. „Það skiptir engu máli hvernig þú spilar í þessum stóru leikjum í Meistaradeild Evrópu. Það eina sem skiptir máli er að vinna,“ sagði Rooney að lokum. Leikmenn Man Utd komust aldrei nálægt Lionel Messi og félögum árið 2011.Vísir/Getty Manchester United var ríkjandi Evrópumeistari er þeir mættu Barcelona árið 2009. Lið Sir Alex var mun betra í upphafi leiks en tókst ekki að brjóta ísinn. Mörk frá Samuel Eto‘o og Lionel Messi tryggðu Börsungum svo 2-0 sigur og þar með þrennuna á fyrsta tímabili Pep Guardiola. Hver veit hvað hefði orðið ef Man Utd hefði nýtt færi sín í upphafi leiks og landað sigri. Tveimur árum síðar átti United aldrei möguleika og mark Rooney var eina skot United á markið í leiknum.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira