Ekki útlit fyrir útbreitt samfélagslegt smit Sylvía Hall skrifar 1. ágúst 2020 14:21 Frá upplýsingafundi í dag. Vísir/Einar Fimm hundruð sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og reyndust sjö vera jákvæð. Virk smit eru því 58 hér á landi og eru 454 í sóttkví. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segir helstu áskoranirnar vera tvær hópsýkingar sem hafa komið upp í samfélaginu undanfarna daga og það sé viðbúið að fleiri greinist með veiruna á næstu dögum. Að sögn Þórólfs er útlit fyrir að heilbrigðisyfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunum þó ekki hafi tekist að rekja nokkur smit. Þrátt fyrir að fleiri einstaklingar hafi greinst með veiruna undanfarna daga virðist samfélagslegt smit ekki vera útbreitt. Það væri þó mikilvægt að fólk færi varlega. „Við erum ekki alveg búin að ná tökum á þessu enn þá," sagði Þórólfur. Einn liggur á spítala vegna kórónuveirusmits og er það fyrsta spítalainnlögnin frá því um miðjan maí. Búist er við því að það taki um eina til tvær vikur að sjá árangur þeirra aðgerða sem tóku gildi á hádegi í gær. Með nýjum reglum er hámarksfjöldi samkoma hundrað manns og tveggja metra reglan svokallaða orðin að reglu á ný, en hún hafði verið viðmið undanfarnar vikur. Þórólfur benti á að með haustinu koma upp fleiri veirusýkingar en það þyrfti þó að fara varlega. Alma Möller landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að hafa lágan þröskuld fyrir sýnatöku og hleypa þannig fleirum að. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum 1. ágúst 2020 12:23 Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06 Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 1. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Fimm hundruð sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og reyndust sjö vera jákvæð. Virk smit eru því 58 hér á landi og eru 454 í sóttkví. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segir helstu áskoranirnar vera tvær hópsýkingar sem hafa komið upp í samfélaginu undanfarna daga og það sé viðbúið að fleiri greinist með veiruna á næstu dögum. Að sögn Þórólfs er útlit fyrir að heilbrigðisyfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunum þó ekki hafi tekist að rekja nokkur smit. Þrátt fyrir að fleiri einstaklingar hafi greinst með veiruna undanfarna daga virðist samfélagslegt smit ekki vera útbreitt. Það væri þó mikilvægt að fólk færi varlega. „Við erum ekki alveg búin að ná tökum á þessu enn þá," sagði Þórólfur. Einn liggur á spítala vegna kórónuveirusmits og er það fyrsta spítalainnlögnin frá því um miðjan maí. Búist er við því að það taki um eina til tvær vikur að sjá árangur þeirra aðgerða sem tóku gildi á hádegi í gær. Með nýjum reglum er hámarksfjöldi samkoma hundrað manns og tveggja metra reglan svokallaða orðin að reglu á ný, en hún hafði verið viðmið undanfarnar vikur. Þórólfur benti á að með haustinu koma upp fleiri veirusýkingar en það þyrfti þó að fara varlega. Alma Möller landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að hafa lágan þröskuld fyrir sýnatöku og hleypa þannig fleirum að.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum 1. ágúst 2020 12:23 Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06 Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 1. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum 1. ágúst 2020 12:23
Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06
Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 1. ágúst 2020 13:30