Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2020 12:23 Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa. vísir/einar Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum. Engum sé um að kenna að smituðum fjölgi nú á ný, hvorki ferðamönnum né hælisleitendum en enginn hefur greinst í síðarnefnda hópnum. Fjögur farsóttarhús eru í landinu. Tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík, eitt á Akureyri og annað á Egilsstöðum. Samanlagt dvelja þar á fjórða tug Íslendinga og útlendinga í einangrun og sóttkví, langflest í Reykjavík en ein fjölskylda er í farsóttarhúsinu á Akureyri eftir að einn fjölskyldumeðlima greindist með veiruna þar í gær. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segir að risið í faraldrinum síðustu daga á Íslandi sé ekki ferðamönnum eða flóttamönnum að kenna. Borið hefur á gagnrýni í garð ferðaþjónustunnar síðustu daga, til að mynda úr röðum tónlistarfólks, og henni kennt um fjölgun smita að undanförnu. Gylfi Þór segir engan vera sökudólg í þessum efnum, hvað þá þau sem að endingu leita í farsóttarhúsin. „Ekki frekar en þeir Íslendingar sem smitast. Þetta er veira sem við erum að kljást við og hún fer ekki í manngreiningarálit,“ segir Gylfi Þór. „Hún getur sest í okkur öll og við verðum að hætta að benda hvort á annað, hætta að leita að sökudólgum og standa frekar saman í því að sigrast á henni.“ Þannig að fólk ætti að láta af gagnrýni sinni á þá ferðamenn sem hingað koma? „Já, við náum þeim ferðamönnum sem koma til landsins á landamærunum. Ef þeir eru sýktir þá koma þeir hingað [í farsóttarhús]. Ef ég man þetta rétt þá hefur aðeins einn ferðamaður, líklega sá sem er á Akureyri, fengið neikvætt í fyrri skimun en smitast svo. Hann getur allt eins hafa smitast af Íslendingi.“ Gylfi Þór segir þjóðerni því ekki skipta máli í baráttunni við faraldurinn. „Sem dæmi hefur enginn þeirra hælisleitenda sem komið hefur til landsins verið smitaður,“ segir Gylfi. „Þannig að við getum ekki bara verið að benda út í loftið.“ Gylfi sendi frá sér pistil um sama efni í gærkvöldi. Hann má lesa hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Boðað til upplýsingafundar í dag Fulltrúar landlæknis og almannavarna boða til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 14:00 í dag. Nýjar og hertar sóttvarnareglur tóku gildi í gær eftir nýlega fjölgun nýrra smita. 1. ágúst 2020 11:12 Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06 Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum. Engum sé um að kenna að smituðum fjölgi nú á ný, hvorki ferðamönnum né hælisleitendum en enginn hefur greinst í síðarnefnda hópnum. Fjögur farsóttarhús eru í landinu. Tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík, eitt á Akureyri og annað á Egilsstöðum. Samanlagt dvelja þar á fjórða tug Íslendinga og útlendinga í einangrun og sóttkví, langflest í Reykjavík en ein fjölskylda er í farsóttarhúsinu á Akureyri eftir að einn fjölskyldumeðlima greindist með veiruna þar í gær. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segir að risið í faraldrinum síðustu daga á Íslandi sé ekki ferðamönnum eða flóttamönnum að kenna. Borið hefur á gagnrýni í garð ferðaþjónustunnar síðustu daga, til að mynda úr röðum tónlistarfólks, og henni kennt um fjölgun smita að undanförnu. Gylfi Þór segir engan vera sökudólg í þessum efnum, hvað þá þau sem að endingu leita í farsóttarhúsin. „Ekki frekar en þeir Íslendingar sem smitast. Þetta er veira sem við erum að kljást við og hún fer ekki í manngreiningarálit,“ segir Gylfi Þór. „Hún getur sest í okkur öll og við verðum að hætta að benda hvort á annað, hætta að leita að sökudólgum og standa frekar saman í því að sigrast á henni.“ Þannig að fólk ætti að láta af gagnrýni sinni á þá ferðamenn sem hingað koma? „Já, við náum þeim ferðamönnum sem koma til landsins á landamærunum. Ef þeir eru sýktir þá koma þeir hingað [í farsóttarhús]. Ef ég man þetta rétt þá hefur aðeins einn ferðamaður, líklega sá sem er á Akureyri, fengið neikvætt í fyrri skimun en smitast svo. Hann getur allt eins hafa smitast af Íslendingi.“ Gylfi Þór segir þjóðerni því ekki skipta máli í baráttunni við faraldurinn. „Sem dæmi hefur enginn þeirra hælisleitenda sem komið hefur til landsins verið smitaður,“ segir Gylfi. „Þannig að við getum ekki bara verið að benda út í loftið.“ Gylfi sendi frá sér pistil um sama efni í gærkvöldi. Hann má lesa hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Boðað til upplýsingafundar í dag Fulltrúar landlæknis og almannavarna boða til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 14:00 í dag. Nýjar og hertar sóttvarnareglur tóku gildi í gær eftir nýlega fjölgun nýrra smita. 1. ágúst 2020 11:12 Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06 Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Boðað til upplýsingafundar í dag Fulltrúar landlæknis og almannavarna boða til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 14:00 í dag. Nýjar og hertar sóttvarnareglur tóku gildi í gær eftir nýlega fjölgun nýrra smita. 1. ágúst 2020 11:12
Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05
Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06
Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05