„Ef við pössum ekki í íþróttina þá munum við breyta henni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 12:00 Megan Rapinoe er rödd nýjustu Nike-auglýsingarinnar. Brad Smith/Getty Images Íþróttavörurisinn Nike gaf frá sér auglýsingu á dögunum þar sem helstu íþróttastjörnur samtímans komu saman. Þar segir að ekkert geti stöðvað íþróttir og ef íþróttafólk passi ekki í tiltekna íþrótt þá muni það breyta henni. Þú getur ekki stöðvað okkur er nýjasta herferð Nike og fór af stað 23. maí. Þann 30. júlí hélt herferðin svo áfram með auglýsingunni sem um er ræðir hér að ofan. Myndvinnsla auglýsingarinnar er rosaleg og reikna má með að auglýsingin hafi tekið sinn tíma. Þar eru tvinnuð saman ýmis íþróttaafrek síðustu ára hjá mörgu af magnaðasta íþróttafólki heims. Þar ber helst að nefna LeBron James, Kylian Mbappé, Williams-systur þær Serenu og Venus ásamt Megan Rapinoe sem er einnig rödd auglýsingarinnar. Rapinoe á að baki 168 landsleiki fyrir Bandaríkin og vann Gullhnöttinn á síðasta ári sem og hún var valin leikmaður ársins kvenna megin af alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Þá hefur Rapinoe vakið mikla athygli utan vallar fyrir baráttu sína gegn mismunun í bandarísku samfélagi sem og víðar. Snýst auglýsingarherferð Nike að miklu leyti um það og þau áhrif sem íþróttafólk getur haft. #YouCantStopUs pic.twitter.com/nRTBL4Q3LC— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) July 31, 2020 „Það er skylda okkar að gera heiminn að betri stað,“ segir í ræðu LeBron og Rapinoe í myndbandinu en ræðurnar eru tvinnaðar saman. „Við erum aldrei ein og það er styrkur okkar. Við spilum sem eitt ef það er efast um okkur. Þegar okkur er haldið aftur þá munum við fara lengra og fastar. Við munum afsanna spár ef við erum ekki tekin alvarlega. Ef við pössum ekki íþróttina þá munum við breyta henni,“ segir Rapinoe meðal annars í auglýsingunni. „Það er skylda okkar að gera heiminn að betri stað,“ segir í ræðu LeBron og Rapinoe í myndbandinu en ræðurnar eru tvinnaðar saman. „Við vitum að hlutirnir munu ekki alltaf falla með okkur. Sama hvað, við munum finna leið. Þegar hlutirnir eru ekki sanngjarnir munum við koma saman til að breyta þeim. Sama hversu slæmt það verður, við munum alltaf koma sterkari til baka. Af því ekkert getur stöðvað það sem við getum gert saman.“ Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Nothing can stop what we can do together. You can t stop sport. Because #YouCantStopUs.Join Us | https://t.co/fQUWzDVH3q pic.twitter.com/YAig7FIL6G— Nike (@Nike) July 30, 2020 Íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Sjá meira
Íþróttavörurisinn Nike gaf frá sér auglýsingu á dögunum þar sem helstu íþróttastjörnur samtímans komu saman. Þar segir að ekkert geti stöðvað íþróttir og ef íþróttafólk passi ekki í tiltekna íþrótt þá muni það breyta henni. Þú getur ekki stöðvað okkur er nýjasta herferð Nike og fór af stað 23. maí. Þann 30. júlí hélt herferðin svo áfram með auglýsingunni sem um er ræðir hér að ofan. Myndvinnsla auglýsingarinnar er rosaleg og reikna má með að auglýsingin hafi tekið sinn tíma. Þar eru tvinnuð saman ýmis íþróttaafrek síðustu ára hjá mörgu af magnaðasta íþróttafólki heims. Þar ber helst að nefna LeBron James, Kylian Mbappé, Williams-systur þær Serenu og Venus ásamt Megan Rapinoe sem er einnig rödd auglýsingarinnar. Rapinoe á að baki 168 landsleiki fyrir Bandaríkin og vann Gullhnöttinn á síðasta ári sem og hún var valin leikmaður ársins kvenna megin af alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Þá hefur Rapinoe vakið mikla athygli utan vallar fyrir baráttu sína gegn mismunun í bandarísku samfélagi sem og víðar. Snýst auglýsingarherferð Nike að miklu leyti um það og þau áhrif sem íþróttafólk getur haft. #YouCantStopUs pic.twitter.com/nRTBL4Q3LC— Colin Kaepernick (@Kaepernick7) July 31, 2020 „Það er skylda okkar að gera heiminn að betri stað,“ segir í ræðu LeBron og Rapinoe í myndbandinu en ræðurnar eru tvinnaðar saman. „Við erum aldrei ein og það er styrkur okkar. Við spilum sem eitt ef það er efast um okkur. Þegar okkur er haldið aftur þá munum við fara lengra og fastar. Við munum afsanna spár ef við erum ekki tekin alvarlega. Ef við pössum ekki íþróttina þá munum við breyta henni,“ segir Rapinoe meðal annars í auglýsingunni. „Það er skylda okkar að gera heiminn að betri stað,“ segir í ræðu LeBron og Rapinoe í myndbandinu en ræðurnar eru tvinnaðar saman. „Við vitum að hlutirnir munu ekki alltaf falla með okkur. Sama hvað, við munum finna leið. Þegar hlutirnir eru ekki sanngjarnir munum við koma saman til að breyta þeim. Sama hversu slæmt það verður, við munum alltaf koma sterkari til baka. Af því ekkert getur stöðvað það sem við getum gert saman.“ Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Nothing can stop what we can do together. You can t stop sport. Because #YouCantStopUs.Join Us | https://t.co/fQUWzDVH3q pic.twitter.com/YAig7FIL6G— Nike (@Nike) July 30, 2020
Íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Sjá meira