Koepka í miklum ham í aðdraganda fyrsta risamótsins Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 09:30 Brooks Koepka mundar kylfuna í Memphis í gær. VÍSIR/GETTY Nú þegar vika er í fyrsta risamót ársins í golfi virðist Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka óárennilegur en þrátt fyrir meiðsli í hné fór hann á kostum á fyrsta hring móts í Memphis í gær. Koepka er efstur eftir fyrsta hring á FedEx St. Jude mótinu eftir að hafa leikið á 62 höggum, eða átta höggum undir pari vallarins. Hann fékk níu fugla og einn skolla, og jafnaði sinn besta árangur á einum hring á PGA-mótaröðinni. Koepka vann mótið í fyrra. „Þetta er í fyrsta sinn þar sem að mér líður eins og ég viti hvar ég get klikkað, ég veit hvenær kylfan er á réttum stað, og ég veit hvort að púttstrokan er góð,“ sagði Koepka, ánægður með hvernig honum hefur gengið með þjálfurunum Claude Harmon og Pete Cowen. Looking to go back-to-back.@BKoepka has made a habit of defending titles.He leads by two at the @WGCFedEx. pic.twitter.com/vnYWgedRkh— PGA TOUR (@PGATOUR) July 31, 2020 „Þetta er bara vegna vinnunnar sem við höfum lagt á okkur síðustu þrjár vikur. Endalaust af klukkutímum í að slá boltann og vera á púttflötinni,“ sagði Koepka. Tiger Woods er ekki með á mótinu en hann kvaðst taka þá ákvörðun með PGA meistaramótið í næstu viku í huga. Eftir að hætta þurfti við The Players í mars og The Open í Bretlandi í júlí verður PGA meistaramótið fyrsta risamót kórónuveiruársins 2020. Koepka er með tveggja högga forskot á Rickie Fowler og Brendon Todd. Efsti maður heimslistans, Jon Rahm, er aðeins í 36. sæti á pari, og Rory McIlroy er enn neðar á 3 höggum yfir pari. Golf Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Nú þegar vika er í fyrsta risamót ársins í golfi virðist Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka óárennilegur en þrátt fyrir meiðsli í hné fór hann á kostum á fyrsta hring móts í Memphis í gær. Koepka er efstur eftir fyrsta hring á FedEx St. Jude mótinu eftir að hafa leikið á 62 höggum, eða átta höggum undir pari vallarins. Hann fékk níu fugla og einn skolla, og jafnaði sinn besta árangur á einum hring á PGA-mótaröðinni. Koepka vann mótið í fyrra. „Þetta er í fyrsta sinn þar sem að mér líður eins og ég viti hvar ég get klikkað, ég veit hvenær kylfan er á réttum stað, og ég veit hvort að púttstrokan er góð,“ sagði Koepka, ánægður með hvernig honum hefur gengið með þjálfurunum Claude Harmon og Pete Cowen. Looking to go back-to-back.@BKoepka has made a habit of defending titles.He leads by two at the @WGCFedEx. pic.twitter.com/vnYWgedRkh— PGA TOUR (@PGATOUR) July 31, 2020 „Þetta er bara vegna vinnunnar sem við höfum lagt á okkur síðustu þrjár vikur. Endalaust af klukkutímum í að slá boltann og vera á púttflötinni,“ sagði Koepka. Tiger Woods er ekki með á mótinu en hann kvaðst taka þá ákvörðun með PGA meistaramótið í næstu viku í huga. Eftir að hætta þurfti við The Players í mars og The Open í Bretlandi í júlí verður PGA meistaramótið fyrsta risamót kórónuveiruársins 2020. Koepka er með tveggja högga forskot á Rickie Fowler og Brendon Todd. Efsti maður heimslistans, Jon Rahm, er aðeins í 36. sæti á pari, og Rory McIlroy er enn neðar á 3 höggum yfir pari.
Golf Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira