Stuðningsmenn Newcastle í öngum sínum Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 08:00 Newcastle endaði í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstaðinni leiktíð og má muna fífil sinn fegurri. VÍSIR/GETTY Stuðningsmenn Newcastle segjast vera gjörsamlega miður sín eftir að ljóst varð að ekkert yrði af kaupum Sádí-Araba á enska knattspyrnufélaginu. Fjárfestar á vegum krónsprins Sádí-Arabíu samþykktu í apríl að kaupa Newcastle af Mike Ashley fyrir 300 milljónir punda. Kaupin voru umdeild vegna stöðu mannréttinda í Sádí-Arabíu, og meðal annars mótmæltu mannréttindasamtökin Amnesty International þeim. Kaupin hafa ekki gengið í gegn þar sem að enska úrvalsdeildin hefur verið með þau til skoðunar, og samkvæmt BBC verður nú ekkert af kaupunum þar sem þolinmæði sádí-arabísku fjárfestanna er á þrotum. „Stuðningsmenn eru í öngum sínum,“ sagði Michelle George, stuðningsmaður Newcastle. „Sem stuðningsmenn þá eru hjörtu okkar brostin. Þetta hljómar kannski dramatískt en við höfum nú þjáðst í 13 ár með Ashley við stjórnvölinn vegna skorts á áhuga og fjárfestingu í félaginu,“ sagði George og bætti við: „Þess vegna er erfitt að sætta sig við hvernig þetta gekk fyrir sig, tímann sem þetta tók og að fá svo þessar fréttir, og við erum ekki enn með heildarmyndina.“ Samkvæmt könnun á meðal stuðningsmanna Newcastle vildu 97% þeirra að kaupin myndu ganga í gegn, en gríðarleg óánægja hefur verið með störf núverandi eiganda. Greg Tomlinson segir að enska úrvalsdeildin skuldi sér og öðrum stuðningsmönnum Newcastle svör um hægaganginn við að skoða kaupin. Samkvæmt BBC áttu lögfræðingar deildarinnar í erfiðleikum með að greina nákvæm tengsl fjárfestahópsins og stjórnvalda í Sádí-Arabíu. „Það voru allir spenntir fyrir þessu tilboði og mögulegri fjárfestingu í borginni, svo þarna fer í súginn gott tækifæri fyrir Newcastle og allt norðaustur svæði landsins,“ sagði Tomlinson. Enski boltinn Tengdar fréttir Hættir við kaup á Newcastle United Ekkert verður af kaupum fjárfesta á vegum krónprins Sádi-Arabíu á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. 30. júlí 2020 14:55 Nýr eigandi Newcastle United: Harðstjóri eða von um betri tíma? Nýr eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins lét myrða blaðamanninn Jamal Khashoggi en hefur einnig komið á ýmsum breytingum í Sádi-Arabíu. 16. maí 2020 09:00 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Stuðningsmenn Newcastle segjast vera gjörsamlega miður sín eftir að ljóst varð að ekkert yrði af kaupum Sádí-Araba á enska knattspyrnufélaginu. Fjárfestar á vegum krónsprins Sádí-Arabíu samþykktu í apríl að kaupa Newcastle af Mike Ashley fyrir 300 milljónir punda. Kaupin voru umdeild vegna stöðu mannréttinda í Sádí-Arabíu, og meðal annars mótmæltu mannréttindasamtökin Amnesty International þeim. Kaupin hafa ekki gengið í gegn þar sem að enska úrvalsdeildin hefur verið með þau til skoðunar, og samkvæmt BBC verður nú ekkert af kaupunum þar sem þolinmæði sádí-arabísku fjárfestanna er á þrotum. „Stuðningsmenn eru í öngum sínum,“ sagði Michelle George, stuðningsmaður Newcastle. „Sem stuðningsmenn þá eru hjörtu okkar brostin. Þetta hljómar kannski dramatískt en við höfum nú þjáðst í 13 ár með Ashley við stjórnvölinn vegna skorts á áhuga og fjárfestingu í félaginu,“ sagði George og bætti við: „Þess vegna er erfitt að sætta sig við hvernig þetta gekk fyrir sig, tímann sem þetta tók og að fá svo þessar fréttir, og við erum ekki enn með heildarmyndina.“ Samkvæmt könnun á meðal stuðningsmanna Newcastle vildu 97% þeirra að kaupin myndu ganga í gegn, en gríðarleg óánægja hefur verið með störf núverandi eiganda. Greg Tomlinson segir að enska úrvalsdeildin skuldi sér og öðrum stuðningsmönnum Newcastle svör um hægaganginn við að skoða kaupin. Samkvæmt BBC áttu lögfræðingar deildarinnar í erfiðleikum með að greina nákvæm tengsl fjárfestahópsins og stjórnvalda í Sádí-Arabíu. „Það voru allir spenntir fyrir þessu tilboði og mögulegri fjárfestingu í borginni, svo þarna fer í súginn gott tækifæri fyrir Newcastle og allt norðaustur svæði landsins,“ sagði Tomlinson.
Enski boltinn Tengdar fréttir Hættir við kaup á Newcastle United Ekkert verður af kaupum fjárfesta á vegum krónprins Sádi-Arabíu á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. 30. júlí 2020 14:55 Nýr eigandi Newcastle United: Harðstjóri eða von um betri tíma? Nýr eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins lét myrða blaðamanninn Jamal Khashoggi en hefur einnig komið á ýmsum breytingum í Sádi-Arabíu. 16. maí 2020 09:00 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Hættir við kaup á Newcastle United Ekkert verður af kaupum fjárfesta á vegum krónprins Sádi-Arabíu á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. 30. júlí 2020 14:55
Nýr eigandi Newcastle United: Harðstjóri eða von um betri tíma? Nýr eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins lét myrða blaðamanninn Jamal Khashoggi en hefur einnig komið á ýmsum breytingum í Sádi-Arabíu. 16. maí 2020 09:00