Sjáðu mörkin úr stórsigri Blika og þegar meistararnir unnu botnliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2020 16:15 Blikar skoruðu fjögur mörk í Árbænum. vísir/bára Sigurganga Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna hélt áfram þegar liðið vann 0-4 sigur á Fylki í gær. Eftir tvo leiki án sigurs lögðu Íslandsmeistarar Vals botnlið FH að velli, 3-1. Blikar sýndu allar sínar bestu hliðar í fyrri hálfleiknum gegn Fylkiskonum í gær og voru 0-4 yfir að honum loknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði tvö keimlík mörk með fjögurra mínútna millibili í upphafi leiks. Þetta voru fyrstu mörk hennar í sumar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði ellefta deildarmark sitt á 29. mínútu og átta mínútum síðar gerði Katla María Þórðardóttir, varnarmaður Fylkis, sjálfsmark. Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri enda úrslitin svo gott sem ráðin. Þetta var fyrsta tap Fylkis í Pepsi Max-deildinni í sumar. Liðið er með tólf stig í 3. sæti. Blikar, sem hafa unnið alla sjö leiki sína án þess að fá á sig mark, eru á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á Valskonur og eiga auk þess leik til góða. Það tók Val 38 mínútur að brjóta FH á bak aftur. Elín Metta Jensen skoraði þá sitt níunda mark í sumar. Þremur mínútum síðar bætti Hlín Eiríksdóttir öðru marki við. Bergdís Fanney Eiríksdóttir skoraði þriðja mark Vals á 62. mínútu eftir skelfileg mistök Telmu Ívarsdóttur í marki FH. Madison Gonzalez minnkaði muninn í 3-1 á 78. mínútu en nær komst FH ekki. Hafnfirðingar hafa tapað sjö af átta leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni og eru fjórum stigum frá öruggu sæti. Mörkin átta og viðtöl úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild kvenna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Valur FH Tengdar fréttir Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Sigurganga Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna hélt áfram þegar liðið vann 0-4 sigur á Fylki í gær. Eftir tvo leiki án sigurs lögðu Íslandsmeistarar Vals botnlið FH að velli, 3-1. Blikar sýndu allar sínar bestu hliðar í fyrri hálfleiknum gegn Fylkiskonum í gær og voru 0-4 yfir að honum loknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði tvö keimlík mörk með fjögurra mínútna millibili í upphafi leiks. Þetta voru fyrstu mörk hennar í sumar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði ellefta deildarmark sitt á 29. mínútu og átta mínútum síðar gerði Katla María Þórðardóttir, varnarmaður Fylkis, sjálfsmark. Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri enda úrslitin svo gott sem ráðin. Þetta var fyrsta tap Fylkis í Pepsi Max-deildinni í sumar. Liðið er með tólf stig í 3. sæti. Blikar, sem hafa unnið alla sjö leiki sína án þess að fá á sig mark, eru á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á Valskonur og eiga auk þess leik til góða. Það tók Val 38 mínútur að brjóta FH á bak aftur. Elín Metta Jensen skoraði þá sitt níunda mark í sumar. Þremur mínútum síðar bætti Hlín Eiríksdóttir öðru marki við. Bergdís Fanney Eiríksdóttir skoraði þriðja mark Vals á 62. mínútu eftir skelfileg mistök Telmu Ívarsdóttur í marki FH. Madison Gonzalez minnkaði muninn í 3-1 á 78. mínútu en nær komst FH ekki. Hafnfirðingar hafa tapað sjö af átta leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni og eru fjórum stigum frá öruggu sæti. Mörkin átta og viðtöl úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild kvenna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr Pepsi Max-deild kvenna
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Valur FH Tengdar fréttir Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26
Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21
Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52
Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30