Fyrisætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner opnaði stórglæsilegt og bóhemískt heimili sitt fyrir tímaritinu Architectural Digest. Heimilið þykir einstaklega hlýlegt og vekur athygli hvað stíll hennar er jarðbundinn og heimilislegur, sérstaklega ef miðað er við glamúrhöll systur hennar, Kylie Jenner.
Viðarhúsgöng og jarðartónar eru áberandi ásamt litríkum og fallegum listaverkum.
Fyrrum eigandi hússins var leikarinn Charlie Sheen og fékk Kylie hönnuðina Kathleen og Tommy Clements til að endurhanna allt húsið í einstaklega afslöppuðum og fallegum stíl. Ferlið tók hvorki meira en minna en eitt ár í framkvæmd og segist Kendall yfir sig ánægð með útkomuna.
“Ég er mjög stolt af útkomunni. Þetta er fyrsta húsið sem ég geri upp frá grunni og mér finnst stíllinn fullkomlega endurspegla það hver ég er, sem ég er mjög ánægð með.”