Fótbolti

Þrenna hjá Hólmberti í Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmbert Aron fagnar marki með félaginu.
Hólmbert Aron fagnar marki með félaginu. mynd/Nettavisen

Hólmbert Aron Friðjónsson var á skotskónum hjá Álasundi í gær er liðið vann 3-2 sigur á Start í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni.

Hólmbert jafnaði metin í 1-1 og 2-2 en þriðja markið skoraði hann tíu mínútum fyrir leikslok. Annað markið var úr vítaspyrnu.

Hólmbert og Daníel Leó Grétarsson spiluðu allan leikinn fyrir Álasund en Davíð Kristján Ólafsson var í leikbanni. Þetta var fyrsti sigur Álasundar í ár en liðið er með sex stig á botni deildarinnar.

Jóhannes Harðarson er þjálfari Start en Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í leikmannahópnum. Start er með sex stig eftir ellefu leiki í næst neðsta sætinu.

Emil Pálsson spilaði allan leikinn og Viðar Ari Jónsson fyrsta klukkutímann er Sandefjord tapaði 3-1 fyrir Kristiansunds á útivelli. Liðið er í 13. sætinu með tíu stig.

Dagur Dan Þórhallsson var ónotaður varamaður hjá Mjöndalen sem tapaði 0-2 fyrir Odds á heimavelli en Mjöndalen er í 14. sætinu með átta stig.

Ari Leifsson var ekki í leikmannahópi Strömsgodset sem vann 3-1 sigur á Brann. Liðið í 9. sætinu með fimmtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×