Halda upp á verslunarmannahelgina með götugrillhátíð í Eyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2020 11:38 Hverfishátíðin verður fjölmenn, en um 180 manns taka þátt í henni. Vísir/Vilhelm Hverfisgrillhátíð sem fer fram í Vestmannaeyjum um helgina verður með svipuðu sniði og Hvítu tjöldin svokölluðu sem alla jafnan er tjaldað í Herjólfsdal á Þjóðhátíð. Fjölskyldur muni tjalda hvítum tjöldum á túni í miðju hverfinu og segir skipuleggjandi grillhátíðarinnar að um 180 manns verði viðstatt hátíðinni á laugardag. „Þetta endar í að við verðum 180 á laugardaginn. Hverfið er þannig að í miðjunni er tún og þar ætlum við að tjalda, þetta ættu að verða vona 14 til 15 tjöld í þyrpingu. Svo fæðast alltaf fleiri og fleiri hugmyndir og við ætlum að gera þarna Þjóðhátíðargötu,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, skipuleggjandi og forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja. Yfir daginn verður þétt dagskrá fyrir börn og fjölskyldufólk, hoppukastalar, andlitsmálning og ratleikur fyrir krakkana. Um kvöldið tekur svo við grill og seinna verður kvöldvaka. „Þá er bara spjall og fjölskylduvæn skemmtun,“ segir Grétar. Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið vel sótt síðustu áratugi en í fyrra voru um 15 þúsund manns í Herjólfsdal þegar mest lét.Vísir/Sigurjón Hann segist ekki hafa áhyggjur af smithættu þrátt fyrir fjölgun kórónuveirusmita undanfarna daga. Fólk passi upp á sóttvarnir og hvort annað. „Við verðum innan fjöldatakmarkana og við fylgjum bara yfirvaldinu.“ „Hérna í Vestmannaeyjum þá labbarðu bara á hljóðið“ Þá viti hann ekki af fleiri hverfishátíðum sem standi til en fjöldi fólks ætli að tjalda í görðum sínum og bjóða upp á kaffi og með því. „Ég veit alveg til þess að þetta verður mikið í heimahúsum þar sem fólk er kannski að tjalda í garðinum einu til þremur tjöldum og svo verður spilað væntanlega á gítar og svoleiðis. Hérna í Vestmannaeyjum þá labbarðu bara á hljóðið. Ég á von á því að það verði svolítið um það,“ segir Grétar. „Á laugardaginn verður setningarkaffi og fjölskyldurnar eru svolítið í sínu tjaldi, þá er bara eins og venjan er, kaffið og terta. Þetta er svolítið í anda hvítu tjaldanna sem eru alltaf í Herjólfsdal.“ Herjólfsdalurinn verður tómur þetta árið.Vísir/Jóhann Hann segist ekki eiga von á því að margt fólk utan hverfisins eigi eftir að koma en þó geti það vel verið. „Ég hugsa að öll eyjan þekki vel einhverja sem verða þarna þannig að ég á alveg von á því að fólk líti við. Það er kannski ekkert öðruvísi en venjulega þegar maður er með tjald. Það verða tjöld í görðunum og innlit, fólk að koma í kaffi og heilsa upp á mannskapinn.“ Eins og þekkt er orðið var Þjóðhátíð í Eyjum aflýst og segir Grétar það mikinn missi fyrir marga. „Þetta er eins og okkar áramót, maður byrjar alltaf að hlakka til næsta árs um leið og Þjóðhátíð klárast.“ Hópur Eyjamanna tók sig til og fjármagnaði brennuna sem er ár hvert á Fjósakletti. Brennan fer því fram á föstudag. „Maður á ekki von á gríðarlegum fjölda þá enda er niðri í dal bara opið svæði og fólk sér tendrunina og labbar heim.“ Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Gáfu jákvæðar umsagnir um áfengissölu og styrktartónleika um verslunarmannahelgi Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. 28. júlí 2020 21:47 Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19 Reglum um fjöldatakmarkanir framfylgt í Eyjum þrátt fyrir að engin sé Þjóðhátíð Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hafi verið aflýst munu löggæsluyfirvöld samt sem áður vera með viðbúnað í Eyjum og reglum um fjöldatakmarkanir verður fylgt eftir. 27. júlí 2020 20:58 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Hverfisgrillhátíð sem fer fram í Vestmannaeyjum um helgina verður með svipuðu sniði og Hvítu tjöldin svokölluðu sem alla jafnan er tjaldað í Herjólfsdal á Þjóðhátíð. Fjölskyldur muni tjalda hvítum tjöldum á túni í miðju hverfinu og segir skipuleggjandi grillhátíðarinnar að um 180 manns verði viðstatt hátíðinni á laugardag. „Þetta endar í að við verðum 180 á laugardaginn. Hverfið er þannig að í miðjunni er tún og þar ætlum við að tjalda, þetta ættu að verða vona 14 til 15 tjöld í þyrpingu. Svo fæðast alltaf fleiri og fleiri hugmyndir og við ætlum að gera þarna Þjóðhátíðargötu,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, skipuleggjandi og forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja. Yfir daginn verður þétt dagskrá fyrir börn og fjölskyldufólk, hoppukastalar, andlitsmálning og ratleikur fyrir krakkana. Um kvöldið tekur svo við grill og seinna verður kvöldvaka. „Þá er bara spjall og fjölskylduvæn skemmtun,“ segir Grétar. Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið vel sótt síðustu áratugi en í fyrra voru um 15 þúsund manns í Herjólfsdal þegar mest lét.Vísir/Sigurjón Hann segist ekki hafa áhyggjur af smithættu þrátt fyrir fjölgun kórónuveirusmita undanfarna daga. Fólk passi upp á sóttvarnir og hvort annað. „Við verðum innan fjöldatakmarkana og við fylgjum bara yfirvaldinu.“ „Hérna í Vestmannaeyjum þá labbarðu bara á hljóðið“ Þá viti hann ekki af fleiri hverfishátíðum sem standi til en fjöldi fólks ætli að tjalda í görðum sínum og bjóða upp á kaffi og með því. „Ég veit alveg til þess að þetta verður mikið í heimahúsum þar sem fólk er kannski að tjalda í garðinum einu til þremur tjöldum og svo verður spilað væntanlega á gítar og svoleiðis. Hérna í Vestmannaeyjum þá labbarðu bara á hljóðið. Ég á von á því að það verði svolítið um það,“ segir Grétar. „Á laugardaginn verður setningarkaffi og fjölskyldurnar eru svolítið í sínu tjaldi, þá er bara eins og venjan er, kaffið og terta. Þetta er svolítið í anda hvítu tjaldanna sem eru alltaf í Herjólfsdal.“ Herjólfsdalurinn verður tómur þetta árið.Vísir/Jóhann Hann segist ekki eiga von á því að margt fólk utan hverfisins eigi eftir að koma en þó geti það vel verið. „Ég hugsa að öll eyjan þekki vel einhverja sem verða þarna þannig að ég á alveg von á því að fólk líti við. Það er kannski ekkert öðruvísi en venjulega þegar maður er með tjald. Það verða tjöld í görðunum og innlit, fólk að koma í kaffi og heilsa upp á mannskapinn.“ Eins og þekkt er orðið var Þjóðhátíð í Eyjum aflýst og segir Grétar það mikinn missi fyrir marga. „Þetta er eins og okkar áramót, maður byrjar alltaf að hlakka til næsta árs um leið og Þjóðhátíð klárast.“ Hópur Eyjamanna tók sig til og fjármagnaði brennuna sem er ár hvert á Fjósakletti. Brennan fer því fram á föstudag. „Maður á ekki von á gríðarlegum fjölda þá enda er niðri í dal bara opið svæði og fólk sér tendrunina og labbar heim.“
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Gáfu jákvæðar umsagnir um áfengissölu og styrktartónleika um verslunarmannahelgi Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. 28. júlí 2020 21:47 Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19 Reglum um fjöldatakmarkanir framfylgt í Eyjum þrátt fyrir að engin sé Þjóðhátíð Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hafi verið aflýst munu löggæsluyfirvöld samt sem áður vera með viðbúnað í Eyjum og reglum um fjöldatakmarkanir verður fylgt eftir. 27. júlí 2020 20:58 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Gáfu jákvæðar umsagnir um áfengissölu og styrktartónleika um verslunarmannahelgi Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. 28. júlí 2020 21:47
Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19
Reglum um fjöldatakmarkanir framfylgt í Eyjum þrátt fyrir að engin sé Þjóðhátíð Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hafi verið aflýst munu löggæsluyfirvöld samt sem áður vera með viðbúnað í Eyjum og reglum um fjöldatakmarkanir verður fylgt eftir. 27. júlí 2020 20:58