Fyrsta banvæna hákarlaárásin í Maine Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2020 09:07 Árásin hefur notið mikillar athygli vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr í árás hákarls við strendur Maine. AP/Jim Gerberich Kona dó í Maine í Bandaríkjunum á mánudaginn eftir að hvíthákarl réðst á hana þegar hún var á sundi. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr vegna hákarls í ríkinu og eingöngu í annað sinn, svo vitað sé, að hákarl ráðist á manneskju þar. Hvíthákarlar eru sjaldgæfir við strendur Maine vegna þess hve sjórinn er kaldur þar. Konan sem dó hét Julie Holowach og var 63 ára gömul. Hún var á sundi með dóttur sinni í Í frétt BBC segir að Holowach hafi verið í blautbúning en ekki dóttir hennar. Heimamenn og sérfræðingar á svæðinu telji líklegt að hákarlinn hafi talið að Holowach væri selur og því hafi hann ráðist á hana. Nánar tiltekið átti árásin sér stað þar sem Holowach var á sundi í Makrílvík á sunnanverðri Baileyeyju. Héraðsmiðillinn Press Herald segir Holowach einungis hafa verið um 18 metra frá landi þegar hákarlinn beit hana og að hún hafi verið flutt í land af tveimur aðilum á kajökum. Þar hafi viðbragðsaðilar beðið en hún hafi þó dáið fljótt. Tönn sem fannst á vettvangi staðfesti að um hvíthákarl hafi verið að ræða. Vitni sem rætt var við segist hafa fylgst með sundi mæðgnanna og þær hafi verið að hlæja og skemmta sér. Það hafi hins vegar breyst á svipstundu þegar Holowach byrjaði að öskra og hvarf undir yfirborðið. Dóttir hennar reyndi að synda til hennar en náði því ekki. Hún hafi synt í land og kallað eftir hjálp þegar Holowach hvarf. Charlie Wemyss-Dunn er einn þeirra sem sótti Holowach í land. Í samtali við héraðsmiðilinn segir hann ástand hennar hafa verið verulega slæmt. Honum og móður hans hefur verið hrósað fyrir að sækja hana. Heimamenn eru nú sagðir óttaslegnir þar sem þeir hafi aldrei áður haft áhyggjur af því að synda í sjónum við Maine. Sérfræðingar hafa varað fólk við að synda nærri fiskimiðum og selum, til að forðast hákarla. Bandaríkin Dýr Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Kona dó í Maine í Bandaríkjunum á mánudaginn eftir að hvíthákarl réðst á hana þegar hún var á sundi. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr vegna hákarls í ríkinu og eingöngu í annað sinn, svo vitað sé, að hákarl ráðist á manneskju þar. Hvíthákarlar eru sjaldgæfir við strendur Maine vegna þess hve sjórinn er kaldur þar. Konan sem dó hét Julie Holowach og var 63 ára gömul. Hún var á sundi með dóttur sinni í Í frétt BBC segir að Holowach hafi verið í blautbúning en ekki dóttir hennar. Heimamenn og sérfræðingar á svæðinu telji líklegt að hákarlinn hafi talið að Holowach væri selur og því hafi hann ráðist á hana. Nánar tiltekið átti árásin sér stað þar sem Holowach var á sundi í Makrílvík á sunnanverðri Baileyeyju. Héraðsmiðillinn Press Herald segir Holowach einungis hafa verið um 18 metra frá landi þegar hákarlinn beit hana og að hún hafi verið flutt í land af tveimur aðilum á kajökum. Þar hafi viðbragðsaðilar beðið en hún hafi þó dáið fljótt. Tönn sem fannst á vettvangi staðfesti að um hvíthákarl hafi verið að ræða. Vitni sem rætt var við segist hafa fylgst með sundi mæðgnanna og þær hafi verið að hlæja og skemmta sér. Það hafi hins vegar breyst á svipstundu þegar Holowach byrjaði að öskra og hvarf undir yfirborðið. Dóttir hennar reyndi að synda til hennar en náði því ekki. Hún hafi synt í land og kallað eftir hjálp þegar Holowach hvarf. Charlie Wemyss-Dunn er einn þeirra sem sótti Holowach í land. Í samtali við héraðsmiðilinn segir hann ástand hennar hafa verið verulega slæmt. Honum og móður hans hefur verið hrósað fyrir að sækja hana. Heimamenn eru nú sagðir óttaslegnir þar sem þeir hafi aldrei áður haft áhyggjur af því að synda í sjónum við Maine. Sérfræðingar hafa varað fólk við að synda nærri fiskimiðum og selum, til að forðast hákarla.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira