Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júlí 2020 23:23 Örlygur Hnefill Örlygsson hótelstjóri: Annar hver maður á Húsavík er orðinn vinur Pierce Brosnan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var í október í fyrra sem fjölmennt kvikmyndatökulið nánast lagði undir sig Húsavík ásamt heimsfrægum kvikmyndastjörnum, Will Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan, til að gera kvikmynd um keppendur Íslands í Eurovision. Síðan myndin var frumsýnd í síðasta mánuði hafa Húsvíkingar fundið fyrir auknum áhuga á bænum. Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri Cape-hotel, segir menn merkja þetta á aukinni netumferð á heimasíður og „líkar við“ viðbrögðum. „Þannig að við sjáum að fólk er að leita að Húsavík mjög ört þessa dagana,“ segir Örlygur. Og þá er um að gera að grípa tækifærið. „Við sjáum eiginlega ekkert nema tækifæri í myndinni. Húsavík er svo skemmtilegur karakter í myndinni og fær að njóta sín svo vel,“ segir hótelstjórinn og segir myndina gefa sóknarfæri inn í Evrópu. Aðdáendur Eurovision, sem misstu af keppninni í ár, hafi fengið myndina í staðinn. „Og eru núna að skoða Húsavík og vilja koma hér næsta sumar og næstu tvö þrjú ár, held ég.“ Álfabær eins og birtist í kvikmyndinni er risinn við hótel Örlygs.Mynd/Rafnar, Cape Hotel Húsavík. Hann er búinn að opna Ja ja Ding Dong-bar eftir helsta laginu úr myndinni og búinn að setja upp litla álfabyggð við hótelið, eins og þá sem kemur við sögu í myndinni. Þá er hann kominn í viðræður við rétthafana EBU um að fá að setja upp Eurovision safn á Húsavík. Margir Húsvíkingar léku aukahlutverk í myndinni og ekki spillti að hitta heimsfræga leikara. „Þeir blönduðu svo mikið geði, sérstaklega Pierce Brosnan. Hann fór hérna um bæinn. Eiginlega annar hver maður er orðinn vinur Pierce Brosnan hér á Húsavík. Það er dálítið skemmtilegt.“ -Þetta var dálítið ævintýri fyrir Húsvikinga? „Heldur betur.“ Meira í frétt Stöðvar 2: Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30 Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00 Pierce Brosnan birtir mynd frá Íslandi af sér, Birni Stefáns og Will Ferrell Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 24. júní 2020 11:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var í október í fyrra sem fjölmennt kvikmyndatökulið nánast lagði undir sig Húsavík ásamt heimsfrægum kvikmyndastjörnum, Will Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan, til að gera kvikmynd um keppendur Íslands í Eurovision. Síðan myndin var frumsýnd í síðasta mánuði hafa Húsvíkingar fundið fyrir auknum áhuga á bænum. Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri Cape-hotel, segir menn merkja þetta á aukinni netumferð á heimasíður og „líkar við“ viðbrögðum. „Þannig að við sjáum að fólk er að leita að Húsavík mjög ört þessa dagana,“ segir Örlygur. Og þá er um að gera að grípa tækifærið. „Við sjáum eiginlega ekkert nema tækifæri í myndinni. Húsavík er svo skemmtilegur karakter í myndinni og fær að njóta sín svo vel,“ segir hótelstjórinn og segir myndina gefa sóknarfæri inn í Evrópu. Aðdáendur Eurovision, sem misstu af keppninni í ár, hafi fengið myndina í staðinn. „Og eru núna að skoða Húsavík og vilja koma hér næsta sumar og næstu tvö þrjú ár, held ég.“ Álfabær eins og birtist í kvikmyndinni er risinn við hótel Örlygs.Mynd/Rafnar, Cape Hotel Húsavík. Hann er búinn að opna Ja ja Ding Dong-bar eftir helsta laginu úr myndinni og búinn að setja upp litla álfabyggð við hótelið, eins og þá sem kemur við sögu í myndinni. Þá er hann kominn í viðræður við rétthafana EBU um að fá að setja upp Eurovision safn á Húsavík. Margir Húsvíkingar léku aukahlutverk í myndinni og ekki spillti að hitta heimsfræga leikara. „Þeir blönduðu svo mikið geði, sérstaklega Pierce Brosnan. Hann fór hérna um bæinn. Eiginlega annar hver maður er orðinn vinur Pierce Brosnan hér á Húsavík. Það er dálítið skemmtilegt.“ -Þetta var dálítið ævintýri fyrir Húsvikinga? „Heldur betur.“ Meira í frétt Stöðvar 2:
Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30 Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00 Pierce Brosnan birtir mynd frá Íslandi af sér, Birni Stefáns og Will Ferrell Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 24. júní 2020 11:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30
Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22
Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00
Pierce Brosnan birtir mynd frá Íslandi af sér, Birni Stefáns og Will Ferrell Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 24. júní 2020 11:30