Klopp valinn besti þjálfarinn | Vakti Sir Alex Ferguson um miðja nótt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 08:00 Klopp virðist hafa skemmt sér ágætlega kvöldið sem Liverpool varð Englandsmeistari. Paul Ellis/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var valinn þjálfari ársina á Englandi í gær eins og Vísir greindi frá. Þjálfarar allra liða í Englandi, sem eru í deildarkeppni þar að segja, hafa kosningarétt og hafa úrslitin oftar en ekki komið á óvart. Til að mynda vann Chris Wilder - þjálfari Sheffield United - þau á síðustu leiktíð og var hann í öðru sæti í ár. Liverpool - sem voru einnig frábærir á síðasta tímabili - voru nær óstöðvandi framan af þessu tímabili og var það enginn annar en goðsögnin Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United og af mörgum talinn besti þjálfari allra tíma - sem tilkynnti Klopp það að hann hefði unnið verðlaunin. Raunar er það svo að verðlaunin sem Klopp fékk eru nefnd í höfuðið á Sir Alex. Það er ljóst að þeir tveir eiga ágætis skap saman en Klopp vakti víst Ferguson, sem er orðinn 78 ára gamall, um miðja nótt til að tilkynna honum að Liverpool væru orðnir Englandsmeistarar. „Sigurvegarinn er að sjálfsögðu Jurgen Klopp. Það er talað um Leeds United og þau 16 ár sem þeir voru í Championship (B-deildinni). Það eru 30 ár síðan Liverpool vann deildina og þeir áttu það fyllilega skilið. Frammistaðan hjá liðinu þínu var mögnuð, persónuleiki þinn skín í gegnum allt félagið og þetta var frábær frammistaða.“ „Ég fyrirgef þér fyrir að vekja mig klukkan hálf fjögur um nóttina til að segja mér að þú hafir unnið deildina, takk fyrir. En þú áttir þetta skilið, til hamingju,“ sagði Sir Alex Ferguson að lokum. I ll forgive you for waking me up at half three in the morning to tell that you d won the League Just Alex Ferguson announcing Jürgen Klopp as the LMA Manager of the Year pic.twitter.com/9OdMwMoO73— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) July 27, 2020 „Ég er mjög ánægður að vinna hinn magnaða Sir Alex Ferguson-bikar, verðlaun sem eru nefnd í höfuðið á manninum sem ég ber svo mikla virðingu fyrir. Ég veit það er ekki viðeigandi að segja þetta sem þjálfari Liverpool en ég ber gífurlega virðingu fyrir honum. Hann var fyrsti breski þjálfarinn sem ég hitti, það er langt síðan og ég veit ekki hvort hann muni eftir því en ég mun aldrei gleyma því fyrir mér var þetta eins og að hitta páfann,“ sagði Klopp er hann tók við verðlaununum. „Það er sérstakt að vinna þessi verðlaun því það erum við þjálfararnir sem kjósum hver á þau skilið.“ „Ég er hér út af þjálfarateymi mínu. Ég er allt í lagi þjálfari en það er teymið mitt sem er sérstakt og ég elska að vinna með þeim,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var valinn þjálfari ársina á Englandi í gær eins og Vísir greindi frá. Þjálfarar allra liða í Englandi, sem eru í deildarkeppni þar að segja, hafa kosningarétt og hafa úrslitin oftar en ekki komið á óvart. Til að mynda vann Chris Wilder - þjálfari Sheffield United - þau á síðustu leiktíð og var hann í öðru sæti í ár. Liverpool - sem voru einnig frábærir á síðasta tímabili - voru nær óstöðvandi framan af þessu tímabili og var það enginn annar en goðsögnin Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United og af mörgum talinn besti þjálfari allra tíma - sem tilkynnti Klopp það að hann hefði unnið verðlaunin. Raunar er það svo að verðlaunin sem Klopp fékk eru nefnd í höfuðið á Sir Alex. Það er ljóst að þeir tveir eiga ágætis skap saman en Klopp vakti víst Ferguson, sem er orðinn 78 ára gamall, um miðja nótt til að tilkynna honum að Liverpool væru orðnir Englandsmeistarar. „Sigurvegarinn er að sjálfsögðu Jurgen Klopp. Það er talað um Leeds United og þau 16 ár sem þeir voru í Championship (B-deildinni). Það eru 30 ár síðan Liverpool vann deildina og þeir áttu það fyllilega skilið. Frammistaðan hjá liðinu þínu var mögnuð, persónuleiki þinn skín í gegnum allt félagið og þetta var frábær frammistaða.“ „Ég fyrirgef þér fyrir að vekja mig klukkan hálf fjögur um nóttina til að segja mér að þú hafir unnið deildina, takk fyrir. En þú áttir þetta skilið, til hamingju,“ sagði Sir Alex Ferguson að lokum. I ll forgive you for waking me up at half three in the morning to tell that you d won the League Just Alex Ferguson announcing Jürgen Klopp as the LMA Manager of the Year pic.twitter.com/9OdMwMoO73— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) July 27, 2020 „Ég er mjög ánægður að vinna hinn magnaða Sir Alex Ferguson-bikar, verðlaun sem eru nefnd í höfuðið á manninum sem ég ber svo mikla virðingu fyrir. Ég veit það er ekki viðeigandi að segja þetta sem þjálfari Liverpool en ég ber gífurlega virðingu fyrir honum. Hann var fyrsti breski þjálfarinn sem ég hitti, það er langt síðan og ég veit ekki hvort hann muni eftir því en ég mun aldrei gleyma því fyrir mér var þetta eins og að hitta páfann,“ sagði Klopp er hann tók við verðlaununum. „Það er sérstakt að vinna þessi verðlaun því það erum við þjálfararnir sem kjósum hver á þau skilið.“ „Ég er hér út af þjálfarateymi mínu. Ég er allt í lagi þjálfari en það er teymið mitt sem er sérstakt og ég elska að vinna með þeim,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04