Mitsubishi hættir kynningu nýrra gerða í Evrópu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. júlí 2020 07:00 Mitsubishi Outlander PHEV Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi hefur tilkynnt að hætt verði að kynna nýjar gerðir bíla í Evrópu, sem leið til að draga úr föstum kostnaði. Mitsubishi er í miklum fjárhagskröggum samkvæmt frétt Reuters. Mitsubishi, sem er sjötti stærsti bílaframleiðandi Japan hefur áætlað að draga þurfi úr föstum kostnaði um 20% á næstu tveimur árum. Mitsubishi segist raunar ætla að frysta um ókomna tíð kynningar á nýjum gerðum í Evrópu, sem þýðir að næsta kynslóð af L200 pallbílnum, Outlander og Mirage borgarbílnum verða sennilega ekki í boði í Evrópu. Starfsemi félagsins mun því miðast eingöngu við Asíu-markað og með sérstaka áherslu á suð-austur Asíu. Þar er félagið með 6,4% markaðshlutdeild miðað við einungis 1% í Evrópu og 0,9% í Bandaríkjunum. Suð-austur Asía skilaði fimmfalt meiri tekjum á síðasta ári en restin af heiminum samanlagt. „Við munum færa fókusinn frá stækkun á öllum mörkuðum yfir í valda markaði þar sem við munum einbeita okkur sérstaklega. Fyrsta skrefið er að klára endurskipulagninguna og styrkja okkar samkeppnishæfni - sem mun leiða til innviða sem geta skilað hagnaði innan skamms tíma,“ sagði Takao Kato, framkvæmdastjóri Mitsubishi Motors um málið í gær. Enn er óvíst hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á sölu Mitsubishi á Íslandi. Leitað hefur verið eftir upplýsingum hjá Heklu, umboðsaðila Mitsubishi á Íslandi. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent
Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi hefur tilkynnt að hætt verði að kynna nýjar gerðir bíla í Evrópu, sem leið til að draga úr föstum kostnaði. Mitsubishi er í miklum fjárhagskröggum samkvæmt frétt Reuters. Mitsubishi, sem er sjötti stærsti bílaframleiðandi Japan hefur áætlað að draga þurfi úr föstum kostnaði um 20% á næstu tveimur árum. Mitsubishi segist raunar ætla að frysta um ókomna tíð kynningar á nýjum gerðum í Evrópu, sem þýðir að næsta kynslóð af L200 pallbílnum, Outlander og Mirage borgarbílnum verða sennilega ekki í boði í Evrópu. Starfsemi félagsins mun því miðast eingöngu við Asíu-markað og með sérstaka áherslu á suð-austur Asíu. Þar er félagið með 6,4% markaðshlutdeild miðað við einungis 1% í Evrópu og 0,9% í Bandaríkjunum. Suð-austur Asía skilaði fimmfalt meiri tekjum á síðasta ári en restin af heiminum samanlagt. „Við munum færa fókusinn frá stækkun á öllum mörkuðum yfir í valda markaði þar sem við munum einbeita okkur sérstaklega. Fyrsta skrefið er að klára endurskipulagninguna og styrkja okkar samkeppnishæfni - sem mun leiða til innviða sem geta skilað hagnaði innan skamms tíma,“ sagði Takao Kato, framkvæmdastjóri Mitsubishi Motors um málið í gær. Enn er óvíst hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á sölu Mitsubishi á Íslandi. Leitað hefur verið eftir upplýsingum hjá Heklu, umboðsaðila Mitsubishi á Íslandi.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent