Guðbjörgu garðyrkjukonu í Múlakoti í Fljótshlíð fagnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2020 19:40 Þess er nú minnst að ein merkasta garðyrkjukona landsins, Guðbjörg Þorleifsdóttir í Múlakoti í Fljótshlíð hefði orðið 150 ára í dag, 27. júlí. Orðstír Guðbjargar sem ræktunarkonu náði langt út fyrir landsteinana. Í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli Guðbjargar var boðað til afmælishátíðar í garðinum í Múlakoti í gær þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast verka henna og hlusta á ræður, tónlist og þiggja veitingar. Maður Guðbjargar var Túbal Magnússon frá Kollabæ í Fljótshlíð. „Guðbjörg Þorleifsdóttir var konan, sem gerði Múlakotsgarðinn, sem var landsfrægur og frægur á öllum Norðurlöndunum á fyrri hluta síðari aldar“, segir Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti. Brjóstmynd af Guðbjörgu Þorleifsdóttur í Múlakoti í garðinum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Guðbjörg var náttúrulega afskaplega sérstök manneskja, hún var algjör brauðryðjandi, hún var ekki langskólagengin, fædd og uppalinn í Múlakot og hér var hún í rauninni allan sinn aldur en ræktunin var hennar líf og yndi frá því að hún var lítil stelpuskott, sem var hér að hlaupa um,“ bætir Sigríður við. Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti, ásamt gestum í Múlakotsgarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Trjásafnið í Múlakoti er mjög fjölbreytt og fallegt en þar er mikið af reynitrjá, grenitrjám, sitkagreni, fjallþingur og askur, svo eitthvað sé nefna. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra sem býr á bænum Kvoslæk í Fljótshlíð hefur komið mikið af starfinu í Múlakoti og ekki síst í kringum uppbyggingu gamla bæjarins í Múlakoti. „Þetta er mjög merkilegt hús því að þetta er bæði merkilegt hús því að hér var gististaður, vinsæll staður fyrir fólk, sem var að ferðast og einnig voru hér margir listamenn, sem dvöldust hér á árum áður,“ segir Björn. En hvað með hann sjálfan er hann mikill garðyrkju og skógræktarmaður? „Nei, ég er hvorki garðyrkju né skógræktarmaður en ég hef hins vegar vit á því sem er gamalt og gott og ber að varðveita til að halda sögunni okkar lifandi,“ segir Björn og hlær. Um 200 gestir tóku þátt í 160 ára afmælishátíðinni í Múlakoti sunnudaginn 26. júlí.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Rangárþing eystra Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þess er nú minnst að ein merkasta garðyrkjukona landsins, Guðbjörg Þorleifsdóttir í Múlakoti í Fljótshlíð hefði orðið 150 ára í dag, 27. júlí. Orðstír Guðbjargar sem ræktunarkonu náði langt út fyrir landsteinana. Í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli Guðbjargar var boðað til afmælishátíðar í garðinum í Múlakoti í gær þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast verka henna og hlusta á ræður, tónlist og þiggja veitingar. Maður Guðbjargar var Túbal Magnússon frá Kollabæ í Fljótshlíð. „Guðbjörg Þorleifsdóttir var konan, sem gerði Múlakotsgarðinn, sem var landsfrægur og frægur á öllum Norðurlöndunum á fyrri hluta síðari aldar“, segir Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti. Brjóstmynd af Guðbjörgu Þorleifsdóttur í Múlakoti í garðinum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Guðbjörg var náttúrulega afskaplega sérstök manneskja, hún var algjör brauðryðjandi, hún var ekki langskólagengin, fædd og uppalinn í Múlakot og hér var hún í rauninni allan sinn aldur en ræktunin var hennar líf og yndi frá því að hún var lítil stelpuskott, sem var hér að hlaupa um,“ bætir Sigríður við. Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti, ásamt gestum í Múlakotsgarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Trjásafnið í Múlakoti er mjög fjölbreytt og fallegt en þar er mikið af reynitrjá, grenitrjám, sitkagreni, fjallþingur og askur, svo eitthvað sé nefna. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra sem býr á bænum Kvoslæk í Fljótshlíð hefur komið mikið af starfinu í Múlakoti og ekki síst í kringum uppbyggingu gamla bæjarins í Múlakoti. „Þetta er mjög merkilegt hús því að þetta er bæði merkilegt hús því að hér var gististaður, vinsæll staður fyrir fólk, sem var að ferðast og einnig voru hér margir listamenn, sem dvöldust hér á árum áður,“ segir Björn. En hvað með hann sjálfan er hann mikill garðyrkju og skógræktarmaður? „Nei, ég er hvorki garðyrkju né skógræktarmaður en ég hef hins vegar vit á því sem er gamalt og gott og ber að varðveita til að halda sögunni okkar lifandi,“ segir Björn og hlær. Um 200 gestir tóku þátt í 160 ára afmælishátíðinni í Múlakoti sunnudaginn 26. júlí.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Rangárþing eystra Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira