Búast má við veðurviðvörunum vegna lægðar um verslunarmannahelgina Birgir Olgeirsson skrifar 27. júlí 2020 13:04 Það gæti rignt hressilega á föstudag gangi spár eftir. Vísir/Vilhelm Búast má við að viðvaranir verði gefnar út vegna lægðar sem virðist ætla að heiðra landsmenn með nærveru sinni um verslunarmannahelgi. Leiðindaveðri er spáð á föstudag en skaplegra verður á norðanverðu landinu á laugardag. Gangi spár eftir mun frekar djúp lægð koma upp að landinu suður úr hafi. Henni fylgir vaxandi austlæg átt og rigning aðfaranótt föstudags. „Þá mun rigna um allt land á föstudaginn og verður svona svolítið strekkings vindur jafnvel svolítið hvass um tíma, en það kemur mjög milt loft með þessu, það er það eina jákvæða,“ segir Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Þessi lægð gæti reynst ferðalöngum erfið á föstudag. „Þá sérlega erfið fyrir þá sem eru á húsbílum, með hjólhýsi eða jafnvel tjaldvagna. Sérstaklega á föstudag, þegar fólk er mest á ferðinni. Það þarf að fylgjast vel með því og verða væntanlega einhverjar viðvaranir gefnar út.“ Lægðinni fylgir þó nokkuð milt loft og gæti hiti náð vel nokkuð yfir fimmtán gráður. Veðrið gæti orðið skaplegt á norðanverðu og austanverðu landinu á laugardag, þó lægðin verði enn yfir landinu og með vætu á köflum. Veðrið á að lagast smám saman um helgina og lítur mánudagurinn nokkuð vel út. Tekið skal fram að um langtímaspá er að ræða og gæti ansi margt breyst hvað varðar veður um verslunarmannahelgina. Veður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Búast má við að viðvaranir verði gefnar út vegna lægðar sem virðist ætla að heiðra landsmenn með nærveru sinni um verslunarmannahelgi. Leiðindaveðri er spáð á föstudag en skaplegra verður á norðanverðu landinu á laugardag. Gangi spár eftir mun frekar djúp lægð koma upp að landinu suður úr hafi. Henni fylgir vaxandi austlæg átt og rigning aðfaranótt föstudags. „Þá mun rigna um allt land á föstudaginn og verður svona svolítið strekkings vindur jafnvel svolítið hvass um tíma, en það kemur mjög milt loft með þessu, það er það eina jákvæða,“ segir Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Þessi lægð gæti reynst ferðalöngum erfið á föstudag. „Þá sérlega erfið fyrir þá sem eru á húsbílum, með hjólhýsi eða jafnvel tjaldvagna. Sérstaklega á föstudag, þegar fólk er mest á ferðinni. Það þarf að fylgjast vel með því og verða væntanlega einhverjar viðvaranir gefnar út.“ Lægðinni fylgir þó nokkuð milt loft og gæti hiti náð vel nokkuð yfir fimmtán gráður. Veðrið gæti orðið skaplegt á norðanverðu og austanverðu landinu á laugardag, þó lægðin verði enn yfir landinu og með vætu á köflum. Veðrið á að lagast smám saman um helgina og lítur mánudagurinn nokkuð vel út. Tekið skal fram að um langtímaspá er að ræða og gæti ansi margt breyst hvað varðar veður um verslunarmannahelgina.
Veður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira