Styrkur jarðhitagass í Múlakvísl geti farið yfir heilsumörk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. júlí 2020 11:49 Jarðhitavatn sem kemur fram í Múlakvísl veldur aukinni rafleiðni í vatninu. Þá getur styrkur jarðhitagass farið yfir heilsuverndarmörk nálægt upptökum Múlakvíslar. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Jarðskjálfti 3,4 að stærð mældist í Mýrdalsjökli í morgunn. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í tvö ár. Náttúruvársérfræðingur varar við aukinni rafleiðni í Múlakvísl þar sem styrkur jarðhitagass getur farið yfir heilsuverndarmörk. Tveir jarðskjálftar urðu með stuttu millibili á áttunda tímanum í morgun um sex kílómetrum vestnorðvestur af Austmannsbungu í Mýrdalsjökli. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. „Sá fyrri var 2,8 og sá síðari 3,4. Svo í rauninni dregur mjög hratt úr þessari virkni, það koma nokkrir mjög litlir á eftir og svo hefur ekki meira gerst. En þessir skjálftar eru vestan við Austmannsbungu inni í Kötluöskjunni og þegar við skoðum virknina aftur í tímann þá er þetta alls ekki óvenjulegt að það mælist aukin skjálftavirkni á sumrin og síðsumars,“ segir Kristín. Síðari skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Mýrdalsjökli síðan 2. ágúst 2018 en sá var 3,7 að stærð. Veðurstofunni hafa borist nokkrar tilkynningar frá fólki sem fann fyrir skjálftanum í morgun, meðal annars frá göngufólki á Fimmvörðuhálsi og þá fannst skjálftinn á Hvolsvelli. Kristín segir engin merki vera um gosóróa en ekki sé hægt að útiloka auknar líkur á hlaupi. „Það er ekki hægt að útiloka það að það geti komið fram meira vatn þarna undan jöklinum. En það er svo sem ekkert sem bendir til þess að neitt slíkt sé yfirvofandi núna,“ segir Kristín. „Það sem við sjáum samferða þessari virkni er að það er meira jarðhitavatn að koma fram í Múlakvísl og þetta veldur aukinni rafleiðni í vatninu sem við erum að mæla og einnig mælum við meira gas og það er kannski helst að benda fólki á það, sem er nálægt upptökum Múlakvíslar að ekki vera að staldra lengi við upptökin af því þar getur mengun og styrkur jarðhitagass farið yfir heilsumörk.“ Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Jarðskjálfti 3,4 að stærð mældist í Mýrdalsjökli í morgunn. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í tvö ár. Náttúruvársérfræðingur varar við aukinni rafleiðni í Múlakvísl þar sem styrkur jarðhitagass getur farið yfir heilsuverndarmörk. Tveir jarðskjálftar urðu með stuttu millibili á áttunda tímanum í morgun um sex kílómetrum vestnorðvestur af Austmannsbungu í Mýrdalsjökli. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. „Sá fyrri var 2,8 og sá síðari 3,4. Svo í rauninni dregur mjög hratt úr þessari virkni, það koma nokkrir mjög litlir á eftir og svo hefur ekki meira gerst. En þessir skjálftar eru vestan við Austmannsbungu inni í Kötluöskjunni og þegar við skoðum virknina aftur í tímann þá er þetta alls ekki óvenjulegt að það mælist aukin skjálftavirkni á sumrin og síðsumars,“ segir Kristín. Síðari skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Mýrdalsjökli síðan 2. ágúst 2018 en sá var 3,7 að stærð. Veðurstofunni hafa borist nokkrar tilkynningar frá fólki sem fann fyrir skjálftanum í morgun, meðal annars frá göngufólki á Fimmvörðuhálsi og þá fannst skjálftinn á Hvolsvelli. Kristín segir engin merki vera um gosóróa en ekki sé hægt að útiloka auknar líkur á hlaupi. „Það er ekki hægt að útiloka það að það geti komið fram meira vatn þarna undan jöklinum. En það er svo sem ekkert sem bendir til þess að neitt slíkt sé yfirvofandi núna,“ segir Kristín. „Það sem við sjáum samferða þessari virkni er að það er meira jarðhitavatn að koma fram í Múlakvísl og þetta veldur aukinni rafleiðni í vatninu sem við erum að mæla og einnig mælum við meira gas og það er kannski helst að benda fólki á það, sem er nálægt upptökum Múlakvíslar að ekki vera að staldra lengi við upptökin af því þar getur mengun og styrkur jarðhitagass farið yfir heilsumörk.“
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira