Vilja sendiherrann sinn burt Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2020 18:30 Grace Jane Claiborn-Barbörudóttir hefur búið á Íslandi í fimm ár. vísir/arnar Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. Bandarísk kona búsett hér segir marga samlanda sína reiða sendiherranum og skammast sín fyrir hann. Þau hvetja íslensk stjórnvöld til að vísa sendiherranum úr landi. Jeffrey Ross Gunter tók formlega við stöðu sinni í júlí í fyrra. Hann starfaði sem húðsjúkdómalæknir og hafði enga reynslu sem erindreki áður en hann tók við sendiherrastöðunni, sem honum hlotnaðist vegna starfa sinna fyrir Repúblikanaflokkinn. Frá því að Gunter kom til landsins hafa störf hans reglulega ratað í fjölmiðla, nú síðast í dag þegar bandaríska sjónvarpsstöðin CBS birti langa úttekt á ósk sendiherrans að fá að bera skotvopn og efla öryggisráðstafanir sendiráðsins, þar sem sögð er ríkja óánægja með störf Gunters. „Mikil ókyrrð“ meðal Bandaríkjamanna á Íslandi Óánægjan er þó ekki bundin við sendiráðið að sögn Grace Jane Claiborn-Barbörudóttur, sem búið hefur hér á landi í fimm ár. Bandaríkjamenn á Íslandi séu orðnir þreyttir á störfum Gunters og sendiráðsins og segir Grace að óánægja þeirra sé tvíþætt. Hún lúti að framgöngu sendiráðsins út á við, sem og sjálfri kjarnastarfsemi þess. Sambland þessara tveggja þátta hafi valdið „mikill ókyrrð meðal Bandaríkjamanna á Íslandi,“ að sögn Grace. „Fyrir það fyrsta eru þau [í sendiráðinu] að endurtaka málflutning Trump-stjórnarinnar, sem hefur sett fólk í hættu með því að ýta undir kynþáttaspennu, falsfréttir og samsæriskenningar sem hafa lengt faraldurinn og þjáningar Bandaríkjamanna,“ segir Grace. Vísar hún þar meðal annars til umdeilds tísts sendiherrans úr liðinni viku. Þar sagði hann Ísland og Bandaríkin standa sameinuð gegn kórónuveirunni sem hann kallaði hina ósýnilegu Kínaveiru,. Sú orðanotkun er umdeild og talin ýta undir fordóma í garð fólks frá Austur-Asíu. We are United to defeat the Invisible China Virus! https://t.co/7X1k5S7dNb— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) July 20, 2020 „Ég tel þetta ekki viðeigandi í þessu samfélagi og mér finnst að hann [sendiherrann] ætti að fara með svona talsmáta heim til sín.“ Grace segir þó ekki aðeins sendiherrann sjálfan gagnrýniverðan, heldur jafnframt starfsemi sendiráðsins sem hafi verið í lamasessi mánuðum saman. „Þegar kemur að daglegum störfum sendiráðsins þá hafa Bandaríkjamenn ekki náð á neinn starfsmenn til að fá vegabréf endurnýjuð eða breyta skráningu sinni. Ég á sjö mánaða gamalt barn sem er íslenskur ríkisborgari en ekki bandarískur því sendiráðið hefur ekki tekið við beiðnum þess efnis í marga mánuði.“ „Á hvaða plánetu er hann“ Það hafi þannig ekki bætt úr skák þegar sendiherrann birti mynd af sér með heimsfrægum leikara, í miðjum faraldri og samskiptaleysi. Enjoyed spending time with the gracious and talented #OrlandoBloom at our @usembreykjavik. Hollywood is a brand and industry that resonates around the world & brings two great friends like #America and #Iceland even closer. Thank you, Orlando for stopping by! pic.twitter.com/rgRmqZHHHw— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) July 7, 2020 „Við hin fáum lítil sem engin viðbrögð við tölvupóstum okkar eða símtölum, en þá birtir hann mynd af sér með Orlando Bloom. Það fékk okkur til að hugsa: „Á hvaða plánetu er hann?““ Grace er meðal þeirra sem kalla hafa eftir því að Gunter láti af embætti Hún segir Bandaríkjamenn á Íslandi íhuga nú að senda formlega beiðni til íslenskra stjórnvalda að vísa Gunter úr landi. Fyrir því sé heimild í níundu grein Vínarsáttmálans og ýmis fordæmi þegar sendiherrar hafi brotið af sér með beinum hætti. „Það er kannski ekki hægt að sækja þá til saka, en það er hægt að vísa þeim úr landi,“ segir Grace og bætir við að þolinmæði margra Bandaríkjamanna hérlendis sé á þrotum. Brjáluð og niðurlægð „Það er erfitt að vera Bandaríkjamaður á Íslandi vegna sambands ríkjanna tveggja, Bandaríkin verandi ekki í Schengen. Þú þarft að sanna þig og leggja hart að þér til að búa hérna. Svo sjáum við þennan mann sem getur ferðast eins og hann vill með sína friðhelgi og haga sér með þessum hætti,“ segir Grace. „Fyrir vikið erum við brjáluð, því við leggjum hart að okkur og viljum vera góðir samfélagsþegnar. Það að hann skuli vera fulltrúi okkar er ósanngjarnt gagnvart okkur, það er niðurlægjandi og fullt af fólki finnst það skítt.“ Mikill heiður að leiða teymið hér á landi Jeffrey Ross Gunter og bandaríska sendiráðið hafa nú svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins. „Áhersla okkar í sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík er sú sama og hún hefur ávallt verið – að styrkja tvíhliða samband Bandaríkjanna og Íslands sem hefur gefið ríkjunum báðum svo margt. Það er mér heiður að fá að leiða okkar teymi á þessum farsæla tímabili virðingar milli ríkjanna tveggja,“ sagði í yfirlýsingu sendiherrans. Sendiráðið sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem segir „Stefna Bandaríkjanna er að tjá sig ekki um einstaka öryggismál sem snúa að sendiráðum eða starfsfólki þeirra.“ Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. Bandarísk kona búsett hér segir marga samlanda sína reiða sendiherranum og skammast sín fyrir hann. Þau hvetja íslensk stjórnvöld til að vísa sendiherranum úr landi. Jeffrey Ross Gunter tók formlega við stöðu sinni í júlí í fyrra. Hann starfaði sem húðsjúkdómalæknir og hafði enga reynslu sem erindreki áður en hann tók við sendiherrastöðunni, sem honum hlotnaðist vegna starfa sinna fyrir Repúblikanaflokkinn. Frá því að Gunter kom til landsins hafa störf hans reglulega ratað í fjölmiðla, nú síðast í dag þegar bandaríska sjónvarpsstöðin CBS birti langa úttekt á ósk sendiherrans að fá að bera skotvopn og efla öryggisráðstafanir sendiráðsins, þar sem sögð er ríkja óánægja með störf Gunters. „Mikil ókyrrð“ meðal Bandaríkjamanna á Íslandi Óánægjan er þó ekki bundin við sendiráðið að sögn Grace Jane Claiborn-Barbörudóttur, sem búið hefur hér á landi í fimm ár. Bandaríkjamenn á Íslandi séu orðnir þreyttir á störfum Gunters og sendiráðsins og segir Grace að óánægja þeirra sé tvíþætt. Hún lúti að framgöngu sendiráðsins út á við, sem og sjálfri kjarnastarfsemi þess. Sambland þessara tveggja þátta hafi valdið „mikill ókyrrð meðal Bandaríkjamanna á Íslandi,“ að sögn Grace. „Fyrir það fyrsta eru þau [í sendiráðinu] að endurtaka málflutning Trump-stjórnarinnar, sem hefur sett fólk í hættu með því að ýta undir kynþáttaspennu, falsfréttir og samsæriskenningar sem hafa lengt faraldurinn og þjáningar Bandaríkjamanna,“ segir Grace. Vísar hún þar meðal annars til umdeilds tísts sendiherrans úr liðinni viku. Þar sagði hann Ísland og Bandaríkin standa sameinuð gegn kórónuveirunni sem hann kallaði hina ósýnilegu Kínaveiru,. Sú orðanotkun er umdeild og talin ýta undir fordóma í garð fólks frá Austur-Asíu. We are United to defeat the Invisible China Virus! https://t.co/7X1k5S7dNb— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) July 20, 2020 „Ég tel þetta ekki viðeigandi í þessu samfélagi og mér finnst að hann [sendiherrann] ætti að fara með svona talsmáta heim til sín.“ Grace segir þó ekki aðeins sendiherrann sjálfan gagnrýniverðan, heldur jafnframt starfsemi sendiráðsins sem hafi verið í lamasessi mánuðum saman. „Þegar kemur að daglegum störfum sendiráðsins þá hafa Bandaríkjamenn ekki náð á neinn starfsmenn til að fá vegabréf endurnýjuð eða breyta skráningu sinni. Ég á sjö mánaða gamalt barn sem er íslenskur ríkisborgari en ekki bandarískur því sendiráðið hefur ekki tekið við beiðnum þess efnis í marga mánuði.“ „Á hvaða plánetu er hann“ Það hafi þannig ekki bætt úr skák þegar sendiherrann birti mynd af sér með heimsfrægum leikara, í miðjum faraldri og samskiptaleysi. Enjoyed spending time with the gracious and talented #OrlandoBloom at our @usembreykjavik. Hollywood is a brand and industry that resonates around the world & brings two great friends like #America and #Iceland even closer. Thank you, Orlando for stopping by! pic.twitter.com/rgRmqZHHHw— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) July 7, 2020 „Við hin fáum lítil sem engin viðbrögð við tölvupóstum okkar eða símtölum, en þá birtir hann mynd af sér með Orlando Bloom. Það fékk okkur til að hugsa: „Á hvaða plánetu er hann?““ Grace er meðal þeirra sem kalla hafa eftir því að Gunter láti af embætti Hún segir Bandaríkjamenn á Íslandi íhuga nú að senda formlega beiðni til íslenskra stjórnvalda að vísa Gunter úr landi. Fyrir því sé heimild í níundu grein Vínarsáttmálans og ýmis fordæmi þegar sendiherrar hafi brotið af sér með beinum hætti. „Það er kannski ekki hægt að sækja þá til saka, en það er hægt að vísa þeim úr landi,“ segir Grace og bætir við að þolinmæði margra Bandaríkjamanna hérlendis sé á þrotum. Brjáluð og niðurlægð „Það er erfitt að vera Bandaríkjamaður á Íslandi vegna sambands ríkjanna tveggja, Bandaríkin verandi ekki í Schengen. Þú þarft að sanna þig og leggja hart að þér til að búa hérna. Svo sjáum við þennan mann sem getur ferðast eins og hann vill með sína friðhelgi og haga sér með þessum hætti,“ segir Grace. „Fyrir vikið erum við brjáluð, því við leggjum hart að okkur og viljum vera góðir samfélagsþegnar. Það að hann skuli vera fulltrúi okkar er ósanngjarnt gagnvart okkur, það er niðurlægjandi og fullt af fólki finnst það skítt.“ Mikill heiður að leiða teymið hér á landi Jeffrey Ross Gunter og bandaríska sendiráðið hafa nú svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins. „Áhersla okkar í sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík er sú sama og hún hefur ávallt verið – að styrkja tvíhliða samband Bandaríkjanna og Íslands sem hefur gefið ríkjunum báðum svo margt. Það er mér heiður að fá að leiða okkar teymi á þessum farsæla tímabili virðingar milli ríkjanna tveggja,“ sagði í yfirlýsingu sendiherrans. Sendiráðið sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem segir „Stefna Bandaríkjanna er að tjá sig ekki um einstaka öryggismál sem snúa að sendiráðum eða starfsfólki þeirra.“
Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08