Spessi myndar fólk sem náði sér af kórónuveirunni Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2020 19:45 Ljósmyndarinn Spessi vinnur þessa dagana að nýrri myndaröð af fólki sem hefur náð sér eftir að hafa veikst af kórónuveirunni. Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar hitti Spessa á dögunum. Spessi er öllum hnútum kunnur vestur á Ísafirði enda fæddur þar og uppalinn. Þar hefur hann áður unnið myndaraðir eins og Hetjur en nú er hann að mynda fólk sem hefur náð sér eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Fólk hefur tekið vel í ósk Spessa um að sitja fyrir. En hann segir myndirnar vera í anda þeirra mynda sem lögregla tekur af fólki.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Það gengur bara mjög vel. Fólk þekkir mig all flest og veit hvað ég geri. Þannig að það eru bara allir tilbúnir að koma í myndatöku,“ segir Spessi. Þetta verði einhvers konar skrásetningarmyndir í anda ljósmynda sem lögregla taki af fólki og fjöldi myndanna verði í oddatölu til að undirstrika að fleiri gætu bæst við. Spessi gerir gjarnan myndaraðir um fólk en hann hlaut þó mikla athygli fyrir bók sína Bensín á sínum tíma sem hafði að geyma myndir af nánast öllum bensínstöðvum landsins. „Ég er að vinna að nýrri sýningu sem er yfirlitssýning sem verður um miðjan janúar í ljósmyndasafni Þjóðminjasafnsins. Þeir eru að standa fyrir þessari sýningu og þá er þetta yfirlit yfir öll verk sem ég hef gert hingað til. Það kemur bók út í leiðinni sem fjallar um ferilinn frá því ég byrjaði að taka myndir. Ég held að fyrsta myndin sem ég tók sé frá því ég var tólf ára,“ segir Spessi. Ljósmyndun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Ljósmyndarinn Spessi vinnur þessa dagana að nýrri myndaröð af fólki sem hefur náð sér eftir að hafa veikst af kórónuveirunni. Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar hitti Spessa á dögunum. Spessi er öllum hnútum kunnur vestur á Ísafirði enda fæddur þar og uppalinn. Þar hefur hann áður unnið myndaraðir eins og Hetjur en nú er hann að mynda fólk sem hefur náð sér eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Fólk hefur tekið vel í ósk Spessa um að sitja fyrir. En hann segir myndirnar vera í anda þeirra mynda sem lögregla tekur af fólki.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Það gengur bara mjög vel. Fólk þekkir mig all flest og veit hvað ég geri. Þannig að það eru bara allir tilbúnir að koma í myndatöku,“ segir Spessi. Þetta verði einhvers konar skrásetningarmyndir í anda ljósmynda sem lögregla taki af fólki og fjöldi myndanna verði í oddatölu til að undirstrika að fleiri gætu bæst við. Spessi gerir gjarnan myndaraðir um fólk en hann hlaut þó mikla athygli fyrir bók sína Bensín á sínum tíma sem hafði að geyma myndir af nánast öllum bensínstöðvum landsins. „Ég er að vinna að nýrri sýningu sem er yfirlitssýning sem verður um miðjan janúar í ljósmyndasafni Þjóðminjasafnsins. Þeir eru að standa fyrir þessari sýningu og þá er þetta yfirlit yfir öll verk sem ég hef gert hingað til. Það kemur bók út í leiðinni sem fjallar um ferilinn frá því ég byrjaði að taka myndir. Ég held að fyrsta myndin sem ég tók sé frá því ég var tólf ára,“ segir Spessi.
Ljósmyndun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira