Undirbýr frekari flutninga opinberra stofnana út á land Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 13:51 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hyggst færa fleiri opinberar stofnanir út á land. Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hyggst flytja fleiri opinberar stofnanir út á land á næstunni. Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður flutt norður á Sauðárkrók í haust að ákvörðun ráðherrans en sérfræðingar innan deildarinnar hafa áður lýst því yfir að þeir hyggist ekki flytjast búflutningum norður. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það væri mikilvægt fyrir landsbyggðina að þangað séu fluttar opinberar stofnanir. Því fylgi mikil verðmætasköpun sem einnig skapi fjölbreytni. „Það er þjóðhagslega mikilvægt, við erum að reyna að byggja allt upp hér í kring um landið. Atvinnuuppbyggingu, gjaldeyrisskapandi uppbyggingu, hvort sem er í ferðaþjónustu, landbúnaði, iðnaði, einhverri náttúrunýtingu og þessi tegund starfa sem opinber störf eru þau styðja mjög vel fyrir þá uppbyggingu,“ segir Ásmundur. „Skapar aukna fjölbreytni, skapar betri stoðir undir þessa auðlindanýtingu og gjaldeyrissköpun þjóðarinnar.“ Ákvörðun Ásmundar um að flytja brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur verið harðlega gagnrýnd af starfsmönnum þess og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Sex menn sem búa yfir sérþekkingu í brunamálum og starfa í deildinni eru allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu og ætlar enginn þeirra að flytja búferlum til Sauðárkróks. „Ég held það sé alveg ljóst að um það séu pólitískt skiptar skoðanir hversu hart eigi að ganga fram í þessu. Mín skoðun er, og hefur alltaf verið, sú að við eigum að ráðast í róttækar aðgerðir til þess að dreifa hinum opinberu störfum betur,“ segir Ásmundur. „Við sjáum það að nágrannaþjóðir okkar, Norðmenn og Danir hafa verið að gera þetta með góðum árangri.“ Hann segist sannfærður um að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji sjá meiri dreifingu á opinberum stofnunum um landið. „Ég held það þurfi að taka frekari pólitískar ákvarðanir um flutning opinberra starfa út á land, líkt og ég var að gera með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.“ Hann tekur dæmi um flutning Matvælastofnunar á Selfoss, Landmælinga Íslands til Akraness og Atvinnuleysistryggingar á Skagaströnd. „Það er vinnustaður á Skagaströnd í dag sem skiptir miklu máli fyrir það samfélag. Ég held að við eigum að stíga frekari skref í þessa veruna.“ „Ég er að undirbúa frekari skref í þessa veruna. Frekari flutninga.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Passar landsbyggðin hvergi inn í excel? Ritari Framsóknar gagnrýnir flutning starfa frá landsbyggðinni og gagnrýni á flutninga starfa út á land. 14. júlí 2020 10:12 Landsbyggðafólk sótillt út í RÚV og Sigríði Dögg Sigurður Ingi skorar á RÚV að birta frétt um störf sem hafa verið flutt frá landsbyggð og til Reykjavíkur. 13. júlí 2020 16:22 Fresta lokun fangelsisins á Akureyri Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. 16. júlí 2020 16:59 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra hyggst flytja fleiri opinberar stofnanir út á land á næstunni. Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður flutt norður á Sauðárkrók í haust að ákvörðun ráðherrans en sérfræðingar innan deildarinnar hafa áður lýst því yfir að þeir hyggist ekki flytjast búflutningum norður. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það væri mikilvægt fyrir landsbyggðina að þangað séu fluttar opinberar stofnanir. Því fylgi mikil verðmætasköpun sem einnig skapi fjölbreytni. „Það er þjóðhagslega mikilvægt, við erum að reyna að byggja allt upp hér í kring um landið. Atvinnuuppbyggingu, gjaldeyrisskapandi uppbyggingu, hvort sem er í ferðaþjónustu, landbúnaði, iðnaði, einhverri náttúrunýtingu og þessi tegund starfa sem opinber störf eru þau styðja mjög vel fyrir þá uppbyggingu,“ segir Ásmundur. „Skapar aukna fjölbreytni, skapar betri stoðir undir þessa auðlindanýtingu og gjaldeyrissköpun þjóðarinnar.“ Ákvörðun Ásmundar um að flytja brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur verið harðlega gagnrýnd af starfsmönnum þess og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Sex menn sem búa yfir sérþekkingu í brunamálum og starfa í deildinni eru allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu og ætlar enginn þeirra að flytja búferlum til Sauðárkróks. „Ég held það sé alveg ljóst að um það séu pólitískt skiptar skoðanir hversu hart eigi að ganga fram í þessu. Mín skoðun er, og hefur alltaf verið, sú að við eigum að ráðast í róttækar aðgerðir til þess að dreifa hinum opinberu störfum betur,“ segir Ásmundur. „Við sjáum það að nágrannaþjóðir okkar, Norðmenn og Danir hafa verið að gera þetta með góðum árangri.“ Hann segist sannfærður um að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji sjá meiri dreifingu á opinberum stofnunum um landið. „Ég held það þurfi að taka frekari pólitískar ákvarðanir um flutning opinberra starfa út á land, líkt og ég var að gera með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.“ Hann tekur dæmi um flutning Matvælastofnunar á Selfoss, Landmælinga Íslands til Akraness og Atvinnuleysistryggingar á Skagaströnd. „Það er vinnustaður á Skagaströnd í dag sem skiptir miklu máli fyrir það samfélag. Ég held að við eigum að stíga frekari skref í þessa veruna.“ „Ég er að undirbúa frekari skref í þessa veruna. Frekari flutninga.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Passar landsbyggðin hvergi inn í excel? Ritari Framsóknar gagnrýnir flutning starfa frá landsbyggðinni og gagnrýni á flutninga starfa út á land. 14. júlí 2020 10:12 Landsbyggðafólk sótillt út í RÚV og Sigríði Dögg Sigurður Ingi skorar á RÚV að birta frétt um störf sem hafa verið flutt frá landsbyggð og til Reykjavíkur. 13. júlí 2020 16:22 Fresta lokun fangelsisins á Akureyri Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. 16. júlí 2020 16:59 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Passar landsbyggðin hvergi inn í excel? Ritari Framsóknar gagnrýnir flutning starfa frá landsbyggðinni og gagnrýni á flutninga starfa út á land. 14. júlí 2020 10:12
Landsbyggðafólk sótillt út í RÚV og Sigríði Dögg Sigurður Ingi skorar á RÚV að birta frétt um störf sem hafa verið flutt frá landsbyggð og til Reykjavíkur. 13. júlí 2020 16:22
Fresta lokun fangelsisins á Akureyri Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. 16. júlí 2020 16:59