Fjögur af fimm smitum ótengd Elísabet Inga Sigurðardóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 26. júlí 2020 11:37 Í heildina eru 34 í sóttkví vegna þessara nýju smita sem greindust í gær. Vísir/Vilhelm Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. Upprunalega voru á þriðja tug einstaklega sendir í sóttkví en þeim var fækkað í sextán. Í heildina eru 34 í sóttkví vegna þessara nýju smita sem greindust í gær. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem smit greinist á íþróttaviðburði og hefur það vakið spurningar um það hvort halda eigi slíka viðburði. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild rikislögreglustjóra, segir það vel hægt, svo lengi sem fólk fylgi viðmiðum og reglum. „Við erum stöðugt að brýna fyrir öllum þeim sem hér búa að það þurfi að halda uppi einstaklingsbundnum smitvörnum. Við þurfum líka að brýna fyrir fólki sem er að halda viðburði að það eru ákveðnar reglur í gangi sem þarf að fara eftir. Þá er hægt að halda viðburði,“ segir Jóhann. Hann segir að hægt sé að koma í veg fyrir smit með því að halda á lofti einstaklingsbundnum smitvörnum. Reglur og viðmið séu þar að auki í stöðugri endurskoðun. „Það sem þarf að gera, og það sem almannavarnadeildin og landlæknisembættið eru stöðugt að brýna fyrir fólki, er að huga að þessum einstaklingsbundnu smitvörnum. Bæði heimafyrir og svo sömuleiðis hjá þjónustufyrirtækjum. Að fólk þvoi sér um hendur og noti spritt. Það kemur í veg fyrir að smit geti farið áfram,“ segir Jóhann. „Við þurfum að brýna fyrir fólki að halda áfram á þeirri góðu vegferð sem við vorum á, til þess að geta haldið uppi þeim árangri sem við höfum hingað til náð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. Upprunalega voru á þriðja tug einstaklega sendir í sóttkví en þeim var fækkað í sextán. Í heildina eru 34 í sóttkví vegna þessara nýju smita sem greindust í gær. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem smit greinist á íþróttaviðburði og hefur það vakið spurningar um það hvort halda eigi slíka viðburði. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild rikislögreglustjóra, segir það vel hægt, svo lengi sem fólk fylgi viðmiðum og reglum. „Við erum stöðugt að brýna fyrir öllum þeim sem hér búa að það þurfi að halda uppi einstaklingsbundnum smitvörnum. Við þurfum líka að brýna fyrir fólki sem er að halda viðburði að það eru ákveðnar reglur í gangi sem þarf að fara eftir. Þá er hægt að halda viðburði,“ segir Jóhann. Hann segir að hægt sé að koma í veg fyrir smit með því að halda á lofti einstaklingsbundnum smitvörnum. Reglur og viðmið séu þar að auki í stöðugri endurskoðun. „Það sem þarf að gera, og það sem almannavarnadeildin og landlæknisembættið eru stöðugt að brýna fyrir fólki, er að huga að þessum einstaklingsbundnu smitvörnum. Bæði heimafyrir og svo sömuleiðis hjá þjónustufyrirtækjum. Að fólk þvoi sér um hendur og noti spritt. Það kemur í veg fyrir að smit geti farið áfram,“ segir Jóhann. „Við þurfum að brýna fyrir fólki að halda áfram á þeirri góðu vegferð sem við vorum á, til þess að geta haldið uppi þeim árangri sem við höfum hingað til náð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira