150 ára afmælisfagnaður í Múlakoti í Fljótshlíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2020 12:30 Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti í Fljótshlíð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Boðað hefur verið til afmælishátíða í Múlakoti í Fljótshlíð á morgun því þá verða 150 ár eru liðin frá fæðingu Guðbjargar Þorleifsdóttur húsfreyju þar.Guðbjörg var ein allra færasta ræktunarkona landsins enda ber garðurinn í Múlakoti þess merkis. 150 ára afmælishátíðin verður haldin á morgun, sunnudaginn 26. júlí klukkan 15:00. Flutt verða stutt ávörp, söngur og einfaldar kaffiveitingar verða úti í garði Múlakots. Garðurinn í Múlakoti hjá Guðbjörgu Þorleifsdóttur varð landsfrægur, þangað streymdi að fólk til að skoða garðinn. Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti veit allt um afmælishátíð morgundagsins. „Við erum að fagna Guðbjörgu Þorleifsdóttur, konunnar sem er brauðryðjandi í Múlakoti í garðrækt því það eru 150 ár liðin frá fæðingu hennar. Hún var algjör brauðryðjandi hér á Suðurlandi og mér liggur við að segja um allt land í garðrækt og hún var svo langt á undan sinni samtíð að landbúnaðarfrumuðir Íslandi komu hingað með útlenska gesti til að sýna að það væri hægt að rækta yndisgróður á Íslandi.“ 150 ára afmælishátíðin verður sunnudaginn 26. júlí klukkan 15:00 í garðinum í Múlakoti í Fljótshlíð.Múlakot.is Sigríður segir að Guðbjörg hafi aðallega ræktað stórar plöntur eins og grenitré, furur, lerki og reynitré. „Og fyrsta reynitréð fékk hún sem smáplöntu árið 1897 og hún miðaði aldur garðsins við þegar hún fékk reynitrén í hendurnar“. Sigríður segir að ástand Múlakotsgarðsins sé mjög gott í dag eftir að nemendur garðyrkjudeildar Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi tóku hann í gegn en garðurinn er þúsund fermetrar að stærð. Sigríður segir að allir séu velkomnir í 150 ára afmælið á morgun. „Já, og fólk þarf að klæða sig eftir veðri, við vonum það besta en verðum auðvitað að búa okkur undir íslenskt sumar með smá skúrum“. Dagskrá afmælishátíðarinnar: 1. Setning samkomu, Björn Bjarnason formaður Vinafélags Múlakots 2. Ávarp, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála 3. Elínborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna 4. Ómar Valdimarsson, formaður Garðyrkjufélags Íslands 5. Söngur, Maríanna Másdóttir 6. Ávarp, Björgvin Eggertsson, deildarstjóri LbhÍ á Reykjum í Ölfusi. 7. Séra Sváfnir Sveinbjörnsson Kaffiveitingar og húsið opnað Rangárþing eystra Skógrækt og landgræðsla Menning Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Boðað hefur verið til afmælishátíða í Múlakoti í Fljótshlíð á morgun því þá verða 150 ár eru liðin frá fæðingu Guðbjargar Þorleifsdóttur húsfreyju þar.Guðbjörg var ein allra færasta ræktunarkona landsins enda ber garðurinn í Múlakoti þess merkis. 150 ára afmælishátíðin verður haldin á morgun, sunnudaginn 26. júlí klukkan 15:00. Flutt verða stutt ávörp, söngur og einfaldar kaffiveitingar verða úti í garði Múlakots. Garðurinn í Múlakoti hjá Guðbjörgu Þorleifsdóttur varð landsfrægur, þangað streymdi að fólk til að skoða garðinn. Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti veit allt um afmælishátíð morgundagsins. „Við erum að fagna Guðbjörgu Þorleifsdóttur, konunnar sem er brauðryðjandi í Múlakoti í garðrækt því það eru 150 ár liðin frá fæðingu hennar. Hún var algjör brauðryðjandi hér á Suðurlandi og mér liggur við að segja um allt land í garðrækt og hún var svo langt á undan sinni samtíð að landbúnaðarfrumuðir Íslandi komu hingað með útlenska gesti til að sýna að það væri hægt að rækta yndisgróður á Íslandi.“ 150 ára afmælishátíðin verður sunnudaginn 26. júlí klukkan 15:00 í garðinum í Múlakoti í Fljótshlíð.Múlakot.is Sigríður segir að Guðbjörg hafi aðallega ræktað stórar plöntur eins og grenitré, furur, lerki og reynitré. „Og fyrsta reynitréð fékk hún sem smáplöntu árið 1897 og hún miðaði aldur garðsins við þegar hún fékk reynitrén í hendurnar“. Sigríður segir að ástand Múlakotsgarðsins sé mjög gott í dag eftir að nemendur garðyrkjudeildar Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi tóku hann í gegn en garðurinn er þúsund fermetrar að stærð. Sigríður segir að allir séu velkomnir í 150 ára afmælið á morgun. „Já, og fólk þarf að klæða sig eftir veðri, við vonum það besta en verðum auðvitað að búa okkur undir íslenskt sumar með smá skúrum“. Dagskrá afmælishátíðarinnar: 1. Setning samkomu, Björn Bjarnason formaður Vinafélags Múlakots 2. Ávarp, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála 3. Elínborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna 4. Ómar Valdimarsson, formaður Garðyrkjufélags Íslands 5. Söngur, Maríanna Másdóttir 6. Ávarp, Björgvin Eggertsson, deildarstjóri LbhÍ á Reykjum í Ölfusi. 7. Séra Sváfnir Sveinbjörnsson Kaffiveitingar og húsið opnað
Rangárþing eystra Skógrækt og landgræðsla Menning Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira