Margir lífeyrissjóðir hafa ekki enn farið að tilmælum FME Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. júlí 2020 19:00 Seðlabankastjóri segir stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna ekki hafa brugðist við ársgömlum tilmælum Fjármálaeftirlitsins um að skýra við hvaða aðstæður stjórnarmönnum yrði vikið frá. Formaður VR hafi sett stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. Fyrir ári sendi FME tilmæli til lífeyrissjóða eftir að fulltrúaráð VR tilkynnti að það hefði ákveðið að skipta út öllum stjórnarmönnum í Lífeyrissjóði verslunarmanna eftir að vextir voru hækkaðir á útlánum sjóðsins. Í tilmælunum var farið á að sjóðirnir skýrðu í samþykktum hvort og við hvaða aðstæður umboð stjórnarmanna yrði afturkallað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir brýnt að lífeyrissjóðirnir fari að tilmælunum . Verði það ekki gert muni Seðlabankinn beita sér fyrir lagasetningu þess efnis. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi til að mynda enn ekki brugðist við. „Það er mjög óheppilegt að hægt sé að vikja fólki fyrirvaralaust úr stjórnum lífeyrissjóða eins og sagan sýnir og það voru tilmælin sem bárust frá Fjármálaeftirlitinu fyrir ári síðan og hefur ekki verið lagað í Lífeyrissjóði verslunarmanna,“ segir Ásgeir. Aðeins einn hefur orðið við tilmælum FME Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum lífeyrissjóða um hvort farið hafi verið að tilmælum FME. Ekki bárust svör frá öllum lífeyrissjóðum en þeir lífeyrissjóðir sem svöruðu og hafa ekki ennþá farið að tilmælum FME eru: Birta, Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, lífeyrissjóður bankamanna og Lífeyrissjóður Verslunarmanna. Lífsverk hefur farið að tilmælunum FME. Setur stjórn lífeyrissjóðsins í vonda stöðu Fyrir viku beindi stjórn VR því til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verslunarmanna að sniðganga hlutafjárútboð í Icelandair. Formaður VR dró yfirlýsinguna til baka á þriðjudag. Og stjórnin gerði það svo í dag. SA fór í vikunni fram á að Seðlabankinn gripi til aðgerða vegna málsins. Ágeir Jónsson seðlabankastjóri segir málið setja stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. Stjórn VR sendi tilmæli til stjórnar lífeyrissjóðsins sem stjórn lífeyrissjóðsins má ekki fara eftir samkvæmt lögum. Það lítur ekki út fyrir að stjórn lífeyrissjóðsins hefði brugðist við þessum tilmælum en ef hún myndi gera það þá væri það eitthvað sem við þyrftum að skoða. Ef stjórn lífeyrissjóðsins tekur ekki þátt í útboðinu þá gætu vaknað grunsemdir að hún sé að fara að fyrri tilmælunum og það er mjög óheppilegt fyrir sjóðinn,“ segir Ásgeir. Kjaramál Efnahagsmál Stjórnsýsla Lífeyrissjóðir Viðskipti Tengdar fréttir Stjórn VR dregur yfirlýsingu sína um Icelandair til baka Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. 24. júlí 2020 14:49 Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01 Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Seðlabankastjóri segir stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna ekki hafa brugðist við ársgömlum tilmælum Fjármálaeftirlitsins um að skýra við hvaða aðstæður stjórnarmönnum yrði vikið frá. Formaður VR hafi sett stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. Fyrir ári sendi FME tilmæli til lífeyrissjóða eftir að fulltrúaráð VR tilkynnti að það hefði ákveðið að skipta út öllum stjórnarmönnum í Lífeyrissjóði verslunarmanna eftir að vextir voru hækkaðir á útlánum sjóðsins. Í tilmælunum var farið á að sjóðirnir skýrðu í samþykktum hvort og við hvaða aðstæður umboð stjórnarmanna yrði afturkallað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir brýnt að lífeyrissjóðirnir fari að tilmælunum . Verði það ekki gert muni Seðlabankinn beita sér fyrir lagasetningu þess efnis. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi til að mynda enn ekki brugðist við. „Það er mjög óheppilegt að hægt sé að vikja fólki fyrirvaralaust úr stjórnum lífeyrissjóða eins og sagan sýnir og það voru tilmælin sem bárust frá Fjármálaeftirlitinu fyrir ári síðan og hefur ekki verið lagað í Lífeyrissjóði verslunarmanna,“ segir Ásgeir. Aðeins einn hefur orðið við tilmælum FME Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum lífeyrissjóða um hvort farið hafi verið að tilmælum FME. Ekki bárust svör frá öllum lífeyrissjóðum en þeir lífeyrissjóðir sem svöruðu og hafa ekki ennþá farið að tilmælum FME eru: Birta, Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, lífeyrissjóður bankamanna og Lífeyrissjóður Verslunarmanna. Lífsverk hefur farið að tilmælunum FME. Setur stjórn lífeyrissjóðsins í vonda stöðu Fyrir viku beindi stjórn VR því til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verslunarmanna að sniðganga hlutafjárútboð í Icelandair. Formaður VR dró yfirlýsinguna til baka á þriðjudag. Og stjórnin gerði það svo í dag. SA fór í vikunni fram á að Seðlabankinn gripi til aðgerða vegna málsins. Ágeir Jónsson seðlabankastjóri segir málið setja stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. Stjórn VR sendi tilmæli til stjórnar lífeyrissjóðsins sem stjórn lífeyrissjóðsins má ekki fara eftir samkvæmt lögum. Það lítur ekki út fyrir að stjórn lífeyrissjóðsins hefði brugðist við þessum tilmælum en ef hún myndi gera það þá væri það eitthvað sem við þyrftum að skoða. Ef stjórn lífeyrissjóðsins tekur ekki þátt í útboðinu þá gætu vaknað grunsemdir að hún sé að fara að fyrri tilmælunum og það er mjög óheppilegt fyrir sjóðinn,“ segir Ásgeir.
Kjaramál Efnahagsmál Stjórnsýsla Lífeyrissjóðir Viðskipti Tengdar fréttir Stjórn VR dregur yfirlýsingu sína um Icelandair til baka Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. 24. júlí 2020 14:49 Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01 Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Stjórn VR dregur yfirlýsingu sína um Icelandair til baka Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. 24. júlí 2020 14:49
Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42
Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01
Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46
Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21
SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15
Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04