Það er boðið til veislu á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Við sýnum Íslendingaslag í Svíþjóð, þrjá leiki úr ítölsku deildinni og nóg af golfi.
Leikur Íslendingaliðanna Djurgårdens og Kristianstads í sænsku úrvalsdeildinni er í beinni útsendingu um hádegisbil. Guðrún Arnardóttir verður eflaust á sínum stað í vörn Djurgårdens og þá eru þær Svava Rós Guðmundsdóttir og Sif Atladóttur á mála hjá Kristianstads ásamt því að Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins.
Sif er ólétt sem stendur og hefur ekki leikið með liðinu á leiktíðinni.
Bæði lið hafa farið hægt af stað en Djurgårdens situr sem stendur í 9. sæti með aðeins fjögur stig eftir fimm umferðir. Kristianstad er að sama skapi aðeins með sjö stig.
Stöð 2 Sport 2
Það er nóg um að vera á Ítalíu en við sýnum þrjá leiki í beinni útsendingu í dag. Brkir Bjarnason og félagar í Brescia fá Parma í heimsókn en Brescia er fallið niður í Serie B. Lærisveinar Antonio Conte í Inter Milan heimsækja Genoa. Þeir eru í harðari baráttu um annað sæti deildarinnar og eina enn veika möguleika á því að verða meistarar ef bæði Juventus og Atalanta tapa öllum sínum leikjum.
Að lokum mætast svo Napoli og Sassuolo.
Stöð 2 E-Sport
Sýnum eldri útsendingar úr Vodafone-deildinni í League of Legends. Þá sýnum við frá úrslitum í Lenovo-deildinni þar sem spilaður var hinn sívinsæli skotleikur Counter Strike.
Stöð 2 Golf
Tvær beinar útsendingar eru á dagskrá í golfinu í dag. Við sýnum beint frá Evrópumótaröðinni sem og PGA-mótaröðinni.
Hér má sjá það sem er framundan í beinni hjá Stöð 2 Sport.
Hér má svo sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag sem og aðra daga vikunnar.