Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júlí 2020 19:42 Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. Trúverðugleiki FME sé í húfi. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það að samningar hafi náðst við flugfreyjur um helgina er meðal þess sem hafði áhrif á ákvörðunina að sögn formanns VR. Fleiri ástæður liggi einnig að baki. „Við teljum ekki ástæðu í stjórn VR til þess að setja frekari þrýsting eða standa við þessa yfirlýsingu sem að við sendum frá okkur. Þetta er fimmtán manna stjórn og við höfum ólík sjónarmið en erum sammála um það að draga þessa yfirlýsingu til baka og ætlum að gera það. En ert þú enn þeirrar skoðunar að sjóðurinn ætti ekki að taka þátt í hlutafjárútboði, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka? „Ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég tel ólíklegt, mjög ólíklegt, að lífeyrissjóðirnir komi inn í þetta útboð eða styðji við félagið fjárhagslega með þessa stjórn og stjórnendur við völd í félaginu og það er ennþá mín skoðun. Ég tel að það hafi verið félaginu farsælla að fara í gegnum þennan ólgusjó með nýju fólki í brúnni,“ svarar Ragnar Þór. Ítarlegt viðtal við Ragnar er að finna í spilaranum neðst í fréttinni. Trúverðugleiki FME sé undir Þrátt fyrir að tilmælin hafi verið dregin til baka standa Samtök atvinnulífsins við þá skoðun sína að fjármálaeftirlitið eigi að taka málið föstum tökum, en samtökin sendu Seðlabankanum bréf þess efnis í gær. „Í mínum huga er trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir í þessu máli þar sem fjármálaeftirlitið hefur gefið frá sér tilmæli sem eru alveg skýr en formaður og stjórn VR hafa látið þessi tilmæli sem vind um eyru þjóta. Þannig ég vænti þess að fjármálaeftirlitið taki málið upp,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaramál Lífeyrissjóðir Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. Trúverðugleiki FME sé í húfi. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það að samningar hafi náðst við flugfreyjur um helgina er meðal þess sem hafði áhrif á ákvörðunina að sögn formanns VR. Fleiri ástæður liggi einnig að baki. „Við teljum ekki ástæðu í stjórn VR til þess að setja frekari þrýsting eða standa við þessa yfirlýsingu sem að við sendum frá okkur. Þetta er fimmtán manna stjórn og við höfum ólík sjónarmið en erum sammála um það að draga þessa yfirlýsingu til baka og ætlum að gera það. En ert þú enn þeirrar skoðunar að sjóðurinn ætti ekki að taka þátt í hlutafjárútboði, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka? „Ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég tel ólíklegt, mjög ólíklegt, að lífeyrissjóðirnir komi inn í þetta útboð eða styðji við félagið fjárhagslega með þessa stjórn og stjórnendur við völd í félaginu og það er ennþá mín skoðun. Ég tel að það hafi verið félaginu farsælla að fara í gegnum þennan ólgusjó með nýju fólki í brúnni,“ svarar Ragnar Þór. Ítarlegt viðtal við Ragnar er að finna í spilaranum neðst í fréttinni. Trúverðugleiki FME sé undir Þrátt fyrir að tilmælin hafi verið dregin til baka standa Samtök atvinnulífsins við þá skoðun sína að fjármálaeftirlitið eigi að taka málið föstum tökum, en samtökin sendu Seðlabankanum bréf þess efnis í gær. „Í mínum huga er trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir í þessu máli þar sem fjármálaeftirlitið hefur gefið frá sér tilmæli sem eru alveg skýr en formaður og stjórn VR hafa látið þessi tilmæli sem vind um eyru þjóta. Þannig ég vænti þess að fjármálaeftirlitið taki málið upp,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira