Mugison tróð upp í Skálavík með skömmum fyrirvara Heimir Már Pétursson skrifar 22. júlí 2020 19:18 Tónlistarmaðurinn Mugison tróð óvænt upp með tónleika í Skálavík fyrir vestan í gær og og boðar að hann muni birtast með gítarinn án fyrirvara hér og þar um landið. Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar í Bolungarvík beinlínis rann á gítarhljómana og rödd Mugison þegar hann tróð óvænt upp í Skálavík skammt frá Bolungarvík í gærdag. Mugison greindi einungis frá tónleikunum á heimasíðu sinni örskömmu áður en hann hóf upp raust sína í Skálavík. Mugison segist ætla að fylgjast með veðurspám og troða upp þar sem gott er veður með skömmum fyrirvara hér og þar um landið.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Við náttúrlega búum hérna rétt hjá og búin að koma hérna á þetta yndislega svæði í mörg, mörg ár. Mig er búið að dreyma um að spila hérna. Þetta er náttúrlega hálfgert leikhús, svona uppstilling, lítið svið og eftir hádegi í dag ákváðum við bara að rúnta og búa til tónleika hérna. Loksins," sagði Mugison hæst ánægður með hvað margir mættu. Eitthvað á þriðja hundrað manns nutu veðurblíðunnar og náttúrunnar undir tónlist Mugison í heimahögunum. En hann boðar að fólk víðs vegar um landið megi búast við að hann birtist óvænt og telji í tónleika með litlum fyrirvara. Heimamenn og ferðalangar fyrir vestan létu vel að flutningi ísfirska rokkarans í Skálvík í gær.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Það var planið í sumar að fara hingað og þangað. Þetta er góð byrjun. Fer svolítið eftir veðurspánni. Strax og það verður aftur gott veður ætla ég í gang og taka fleiri á svona náttúruperlu,“ segir Mugison en heyra má og sjá hann taka lagið í Skálavík í innslagi með þessari frétt. Tónlist Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Mugison tróð óvænt upp með tónleika í Skálavík fyrir vestan í gær og og boðar að hann muni birtast með gítarinn án fyrirvara hér og þar um landið. Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar í Bolungarvík beinlínis rann á gítarhljómana og rödd Mugison þegar hann tróð óvænt upp í Skálavík skammt frá Bolungarvík í gærdag. Mugison greindi einungis frá tónleikunum á heimasíðu sinni örskömmu áður en hann hóf upp raust sína í Skálavík. Mugison segist ætla að fylgjast með veðurspám og troða upp þar sem gott er veður með skömmum fyrirvara hér og þar um landið.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Við náttúrlega búum hérna rétt hjá og búin að koma hérna á þetta yndislega svæði í mörg, mörg ár. Mig er búið að dreyma um að spila hérna. Þetta er náttúrlega hálfgert leikhús, svona uppstilling, lítið svið og eftir hádegi í dag ákváðum við bara að rúnta og búa til tónleika hérna. Loksins," sagði Mugison hæst ánægður með hvað margir mættu. Eitthvað á þriðja hundrað manns nutu veðurblíðunnar og náttúrunnar undir tónlist Mugison í heimahögunum. En hann boðar að fólk víðs vegar um landið megi búast við að hann birtist óvænt og telji í tónleika með litlum fyrirvara. Heimamenn og ferðalangar fyrir vestan létu vel að flutningi ísfirska rokkarans í Skálvík í gær.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Það var planið í sumar að fara hingað og þangað. Þetta er góð byrjun. Fer svolítið eftir veðurspánni. Strax og það verður aftur gott veður ætla ég í gang og taka fleiri á svona náttúruperlu,“ segir Mugison en heyra má og sjá hann taka lagið í Skálavík í innslagi með þessari frétt.
Tónlist Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira